Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 3
LÆKNAblaðið 2014/100 263 læknablaðið the icelandic medical journal www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104 – 564 4106 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson (í leyfi) havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1750 Áskrift 12.400,- m. vsk. Lausasala 1240,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 landakotsspítali Sankti Jósefsspítali í Landakoti tók formlega til starfa árið 1902. Landakotsspítali, eins og hann var jafnan nefndur, var aðalsjúkrahús landsins og kennsluspítali Læknaskólans/læknadeildar fram til 1930 þegar Landspítali tók til starfa og var ásamt honum helsta sjúkrahús landsins nær alla 20. öldina. Landakot var í eigu katólsks trúboðs frá miðri 19. öld og þar voru kapella og síðar kirkja ásamt aðstöðu til að skjóta skjólshúsi yfir sjúka. Landakotsspítali var byggður á vegum St. Jósefssystra sem komið höfðu til Íslands árið 1896 til að sinna sjúkum. Spítalinn var byggður af dönskum smiðum fyrir erlent sam- skota- og sjálfsaflafé reglusystra og söfnunarfé sem Jón Sveinsson, Nonni, hafði aflað til að byggja holds- veikraspítala en danskir Oddfellowar létu byggja í Laugarnesi. Ríkissjóður lagði ekki krónu til spítalans og kom sér þannig hjá að leggja fram fjármagn til sjúkrahúsbyggingar í höfuðborginni í tæp 30 ár. Landakotsspítali var glæsileg bygging, kjallari, tvær hæðir og ris. „Á móti suðri eru tvær stofur, hver fyrir 4 sjúklinga, með lokuðum svölum; eru svalirnar byggðar samkvæmt ósk læknanna í bænum, og þau herbergi sérstaklega ætluð brjóstveiku fólki, annað körlum, hitt konum. Þar er ótrúlegur hiti, þegar sól skín.“ (Morgun- blaðið) Spítalinn stóð á horni Túngötu og Ægisgötu og var með reisulegri húsum bæjarins á þeim tíma og „hvergi getur fagurri útsjón né víðáttumeiri hér í bæ en frá Landakotsspítalanum.“ Í fyrstu var pláss fyrir 40 sjúklinga en fjölgaði fljótt eftir því sem þörfin jókst. Á fjórða áratugnum var hafin bygging nýs spítala sem tekinn var í notkun síðla sumars 1935. Byggingin var sérlega glæsileg í fúnkísstíl, teiknuð af Sigurði Guðmundssyni arkitekt. „Sjúkrastofur eru allar mót suðri nema ein sem er ætluð augnveikum sjúklingum sem ekki þola mikla birtu og veit hún mót norðri. … Sjúkrahúsið ber þess vott að eigi hefur verið rasað að undirbúningi þess heldur virðist vera séð þar fyrir öllu.“ (Fálkinn 1935) Gert var ráð fyrir stækkun hússins til austurs þegar fram liðu stundir en ekki var talið ráðlegt þegar hér var komið til sögu að hafa spítala í timburhúsi. Stækkun dróst á langinn og það var ekki fyrr en seint á sjötta áratugnum sem smíði nýs sjúkrahúss hófst og því var ekki að fullu lokið fyrr en árið 1963. Nýbyggingin var byggð fyrir aftan gamla spítalann og tengt var á milli húsanna með miklum turni. Þegar nýja húsið var tekið í notkun var spítalinn frá 1902 rifinn og byggt sérstakt anddyri (aðkomuhús) fyrir spítalann. Illu heilli hefur spítalinn frá 1935 glatað helstu stíleinkennum sínum með síðari breytingum og nýrri byggingin verður seint talin tímamótaverk. Frá upphafi var Landakotsspítali í forystu með ýmsar nýjungar, bæði í læknisfræði og öðru, til dæmis var þar fyrsti vísir að barnadeild og lengi miðstöð augnlækninga, og var spítalinn meðal þeirra fyrstu til að útskrifa sjúkraliða. Landakot var löngum þekkt fyrir einstaka umönnun og afbragðs lækna og auk þess þótti rekstur spítalans til mikillar fyrirmyndar. Hann var ekki inni í hinu opinbera kerfi eftir að það hóf sjúkra- húsrekstur fyrir alvöru og þess vegna meðal annars var rekstur spítalans sumum þyrnir í augum. Sérstaklega varð mönnum starsýnt á lágan rekstrarkostnað í samanburði við önnur sjúkrahús og dugði ekki að skýra þann mismun með „kristilegum kærleik“ einum saman. Árið 1976 keypti íslenska ríkið spítalann af St. Jósefs- systrum og að nokkrum árum liðnum var hann samein- aður undir merkjum Landspítala – háskólasjúkrahúss. Jón Ólafur Ísberg Ný meðferð fyrir sjúklinga með sykursýki tegund 2 Ný leið til að lækka umframmagn af glúkósa - fjarlægir hann1 Eina meðferðin sem fjarlægir umframmagn af glúkósa um nýrun1 FJARLÆGIR um 70 g af glúkósa daglega. Getur leitt til þyngdartaps1 1 Heimild: Sérlyfjaskrártexti Forxiga (dapagliflozin), apríl 2013. LÆKKAR BLÓÐSYKUR HbA1C1 Nýtt! 03 -2 01 4- 01 Allar myndirnar eru frá Ljósmyndasafni Reykja- víkur sem er eitt af bestu söfnum heims. Ljósmyndari: Andrés Kolbeinsson. Mynd tekin 1961 fyrir Magnús Pálsson, spítalar Reykja- víkur í roki og rigningu. Landakotsspítali, gamli og nýi spítalinn. Mynd af Landakotstúni, tekin milli 1920 og 1930. Frá vinstri eru Landakotsskóli, prestbústaðurinn, spítalinn og Landakots- kirkja sem síðar varð íþróttahús ÍR. Sigurjón Jónsson bóksali tók myndina. Mynd tekin í mars 1953 einsog sjá má á dagatalinu. Sjúklingar og hjúkrunarkona/nunna í annarri sólstofunni eða kynjaskiptu yfirbyggðu svölunum í gamla Landakotspítalanum við Túngötu. Óþekktur ljósmyndari. Ari Kárason tók þessa mynd fyrir Þjóðviljann í febrúar 1964. Hér sjást rústir gamla spítalans framan við nýja húsið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.