Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2014/100 273 rannsóknum verið tengd aukinni áhættu á heilablóðfalli.42 Á hinn bóginn hefur ekki tekist að sýna fram á að meðhöndlun með B-víta- mínum sem lækkar gildi hómócysteins hafi fyrirbyggjandi áhrif á heilablóðfall.43 Þunglyndi er vel þekkt afleiðing heilablóðfalls en á síðustu árum hafa komið fram vísbendingar um að þunglyndi geti verið vægur áhættuþáttur fyrir heilablóðfalli.44,45 Orsakasam- bandið er þó enn óljóst. Sálræn streita virðist vægur áhættuþáttur samkvæmt nokkrum rannsóknum.46-48 Auk þess má geta þess að saga um fyrra heiladrep eða einkennalaust heiladrep sem kemur í ljós við myndrannsókn eru hvort tveggja áhættuþættir. Eins og hér er lýst eru áhættuþættir fyrir heilablóðþurrð marg- ir. Eigi að síður er mikilvægt að árétta að með heilbrigðum lífs- stíl má minnka áhættuna til muna. Ein rannsókn benti til þess að hægt væri að draga úr hættunni á heiladrepi um 80% ef enginn af eftirfarandi áhættuþáttum væru til staðar: reykingar, hreyfingar- leysi, slæmar matarvenjur, ofþyngd og óhófleg neysla áfengis.49 Í afar stórri fjölþjóðlegri rannsókn (INTERSTROKE) sem náði til 22 landa, virtust 10 áhættuþættir valda 90% heilablóðfalla.50 Þar vó háþrýstingur þyngst, næst í röðinni hreyfingarleysi, því næst reykingar og óhollt mataræði. Meingerð Flókin lífefnafræðileg atburðarás fer af stað nokkrum sekúndum til mínútum eftir að heilaslagæð lokast. Lokunin veldur því að taugafrumurnar fá ekki nægt súrefni og næringu. Blóðþurrðin veldur því að loftháð glýkólýsa getur ekki farið fram. Það leiðir til innflæðis af natríum og kalsíum í frumurnar. Hækkun verður á laktati innan frumnanna með staðbundinni sýringu. Aukin seyt- ing taugaörvandi (excitotoxic) boðefna á sér stað og frí sindurefni (free radicals) verða til. Innanfrumubjúgur vex. Ofvirkni lípasa og próteasa fer af stað og frumudauði með sjálfseyðingu (apoptosis) verður á svæði heilablóðþurrðar.51,52 Við eðlilegar aðstæður er blóðflæði í hvíld til heilans um 50-55 ml á hver 100 g heilavefs á mínútu. Þegar blóðflæðið er minna en 8 ml/100 g á mínútu hefst frumudauði. Þegar blóðflæði í heilavef er á bilinu 8-18 ml/100 g á mínútu er vefurinn enn lífvænlegur en illa starfhæfur. Slíkt svæði kallast penumbra (hálfskuggi á grísku) eða jaðarsvæði á íslensku. Í þessu ástandi eru taugafrumurnar óstarfhæfar eða lítt starfhæfar en geta mögulega náð sér. Tilvist hjáveituæða (collaterals) á svæðinu ræður miklu um hvort heila- drep verður. Einnig getur segaleysandi meðferð leitt til þess að æðin opnist aftur. Skammvinn heilablóðþurrð Skammvinn heilablóðþurrð er sterkur áhættuþáttur fyrir heila- drep. Einn af hverjum 10 sem fá skammvinna heilablóðþurrð fær heiladrep á næstu viku og til viðbótar 10-15% á næstu einum til þremur mánuðunum.53 Nýrri rannsóknir hafa þó sýnt fram á lægri áhættu, líklega vegna þess að annars stigs fyrirbyggjandi meðferð er hafin fyrr en áður. Afar mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að ekki eru öll skammvinn taugaeinkenni vegna skamm- vinnrar heilablóðþurrðar. Skammvinn heilablóðþurrð veldur staðbundnum taugaeinkennum á borð við helftarlömun, helftar- skyntap, blindu á öðru auga, málstol eða tvísýni svo dæmi séu tekin. Margvísleg algeng sjúkdómseinkenni geta ranglega greinst sem skammvinn heilablóðþurrð. Dæmi um slíkt er: skammvinnt rugl, yfirlið, krampar, blóðsykurfall, ára mígrenis og svimi fram- kallaður frá innra eyra. Iðulega er vandasamt að greina skamm- vinna heilablóðþurrð frá mismunagreiningum. Læknirinn verður sjaldnast vitni að einkennum og verður að reiða sig á frásögn sem oft er ekki áreiðanleg. Hér veltur á klínískri færni að viðbrögð verði rétt. Skammvinn heilablóðþurrð orsakast af skyndilegri lokun slag- æðar. Því birtast öll einkennin yfirleitt samtímis. Í áru mígrenis og vissum tegundum floga (skynflog), svo dæmi séu tekin, birtast einkenni hins vegar hvert af öðru og getur hvert þeirra breiðst út á nokkrum tíma. Slíkt er afar sjaldgæft í skammvinnri heilablóð- þurrð. Heiladrep Síðustu áratugi hefur í daglegum störfum verið leitast við að flokka heiladrep eftir orsökum. Slík vinnubrögð skerpa skilning á orsökum heiladrepa og tryggja best að réttum aðgerðum sé komið við. Einnig er gagnlegt að gera sér ljóst að mismunandi orsökum fylgja mismunandi batahorfur. Á seinni árum hefur gjarnan verið stuðst við svokallaða TOAST-flokkun (Trial of ORG 10172 in Acute Treatment Classification).54 Samkvæmt henni eru heiladrep flokkuð eftir orsökum í stóræðasjúkdóm, segarek frá hjarta, smáæðasjúk- dóm, sjaldgæfar orsakir og óþekktar orsakir. Hvað varðar staðsetningu heiladrepa, verða 75% þeirra á svæði fremri heilablóðveitu og skiptast þau nokkuð jafnt milli hægra og vinstra heilahvels. Fjórðungur heiladrepa er á svæði aftari blóð- veitunnar.55 Stóræðasjúkdómur Æðakölkun veldur stóræðasjúkdómi. Sjúklingarnir hafa nánast alltaf hefðbundna áhættuþætti og reykingar vega þungt. Æðakölk- unin er yfirleitt útbreidd og ekki eingöngu bundin við slagæðar í hálsi og heila. Þar sem æðakölkun hefur gjörbreytt heilbrigðu æða- þeli slagæða er hætta á sáramyndun. Þar eiga fíbrín, blóðflögur og blóðkorn leið um og eru þá komin skilyrði til segamyndunar. Slíkur segi getur leitt til lokunar slagæðar á staðnum eða rekist með blóðstraumnum og lokað æð fjær sárinu. Þá verður blóðþurrð eða drep handan lokunarinnar. Stóræðasjúkdómur veldur um 15- 25% heiladrepa (í ofannefndri íslenskri rannsókn var stóræðasjúk- dómur ástæðan í aðeins 7% tilfella).56,57 Hefðbundnir staðir fyrir þessar æðabreytingar eru hálsslagæðarnar, hryggslagæðarnar og hjarnabotnslagæðin (a.basilaris). Mest er þekkingin á æðakölkun- inni sem verður þar sem hálsslagæðarnar klofna í þá innri og þá ytri. Æðakölkun í heilaslagæðum innan höfuðkúpunnar er sjald- gæfari meðal hvítra. Sú staðsetning æðakölkunar er aftur á móti algengari hjá einstaklingum af asískum, rómönskum og afrískum uppruna. Segarek frá hjarta Segarek frá hjarta veldur um 20-30% heiladrepa (36% í íslensku rann- sókninni).56-59 Hlutdeild í elstu aldurshópunum er mun hærri. Oftast eru þessi drep stór en geta líka verið mörg og smærri og dreifð um heilann. Segar frá hjarta eru gjarnan stórir og valda skyndilegum og miklum taugaeinkennum sem hafa í för með sér hærri dánar- tíðni og meiri fötlun en drep af öðrum ástæðum. Í um 20% verður Y F I R L I T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.