Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 41
u M F J ö l l u n O G G R E i n a R LÆKNAblaðið 2014/100 301 búinn að lesa mikið um sjálfsvíg hef ég ekki rekist á mikið um þetta, hvernig þessu fólki líður. Það er þó lykillinn að skilningi á vandanum að reyna að átta sig á því hvað gerir það að verkum að fólk tekur þessa ákvörðun og hvernig því líður meðan það er að taka hana. Hvað er það í þessu lífi sem er svo yfirþyrmandi að það vill ekki lifa lengur? Sjálfsvíg er sjaldnast skyndiákvörðun nema kannski hjá ungum og hvatvísum karlmönnum. Hjá flestum öðrum er þetta löng saga þar sem sjálfsmorðið er að þróast og vaxa fram sem lausn á ákveðnum vandamálum, ákveðnum veruleika. En menn geta verið að skipuleggja tvennt í einu, framtíðina og að fyrirfara sér. Kannski ætla ég í nám í útlöndum í haust en það gæti líka verið að ég drepi mig í kvöld.“ Markhópurinn er íslenska þjóðin „Á hverju ári fyrirfara 35-40 manns sér hérlendis og um 400 til viðbótar gera tilraunir sem mistakast. Hjá þeim síðar- nefndu gerist það að þeir gefa lífinu og líkamanum tækifæri. Þótt andinn, sálin eða hugurinn séu ákveðin í að deyja er líkaminn alltaf á móti því, hann vill lifa lengur og berst á móti. Annar hópur gerir tilraun sem á að mistakast en þeir eru fyrst og fremst að senda frá sér neyðaróp. Sumir taka banvænan skammt af töflum og senda svo sms-skilaboð. Komi þau skilaboð fyrir augu þess sem þau eru send verður við- komandi bjargað, annars ekki. Þetta er eins og rússnesk rúlletta.“ – En fyrir hvern er þessi bók skrifuð? „Hún er skrifuð fyrir íslensku þjóðina. Ég hef oft verið spurður hver sé mark- hópur bókarinnar og hann er íslenska þjóðin, hugsandi fólk sem veltir fyrir sér hlutunum. Hún er ekki skrifuð sérstaklega fyrir heilbrigðisstarfsfólk eða annað fagfólk. Þetta eru spurningar sem allir velta fyrir sér einhverntíma á ævinni, enda eðlilegt að hinn hugsandi maður velti fyrir sér möguleikum sínum í lífinu, eigin for- gengileika, lífi og dauða. Það er út í bláinn að tala um markhóp því þessi bók á erindi við alla. Hún er ekki skrifuð sérstaklega fyrir kollegana en einnig fyrir þá eins og aðra hugsandi menn.“ Ekki skemmtiprógramm Jóhanna er þekkt fyrir aðra listræna starf- semi en að myndskreyta bækur. Hvernig kom það til? „Það var skyndiákvörðun að skreyta bókina og Óttar vildi að ég gerði það. Ég tók mér í hönd penna með svörtu bleki og teiknaði nokkrar myndir. Ég hef lengst af verið í öðru en fór að fitla við myndlist á gamals aldri. Ég er svo köld og fór beint í að fjalla um sjálfsvígin í stað þess að æfa mig á fallegri barnabók. Maður fær ekki mörg tækifæri svo ég varð að stökkva á þetta.“ Síðasta bók Óttars fjallaði um geðræna kvilla hjá hetjum Íslendingasagna. Hún vakti mikla athygli og Óttar og Jóhanna fóru víða og fluttu skemmtidagskrá þar sem bókin var í brennidepli. „Nei, ég sé ekki fyrir mér skemmtipró- gramm núna en get vel hugsað mér að halda fyrirlestra um efni bókarinnar. Fólk þarf að fræðast um þessi mál og ræða þau. Ég vona að sem flestir velti fyrir sér eigin tilveru. Einhver verður að ríða á vaðið og tala um þessa hluti,“ segir Óttar Guð- mundsson geðlæknir að lokum. Hjónin Jóhanna Þórhallsdóttir tón- og myndlistarkona og Óttar Guðmundsson geðlæknir á góðri stund í Finnlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.