Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 40
300 LÆKNAblaðið 2014/100 u M F J ö l l u n O G G R E i n a R Þarf ég að deyja ef ég vil ekki lifa? er titill- inn á nýrri bók sem Óttar Guðmundsson geðlæknir hefur sent frá sér. Í þessari áttundu bók Óttars fjallar hann um efni sem löngum hefur hvílt mikil bannhelgi á – sjálfsvíg, eða sjálfsmorð sem hann segist raunar frekar vilja nefna verknaðinn. Bók- in er skreytt pennateikningum Jóhönnu Þórhallsdóttur, eiginkonu Óttars. Blaðamaður Læknablaðsins sótti þau hjónin heim í Háuhlíðina til að forvitnast um þessa bók. Ein fyrsta lexía hans í blaðamennsku var á þá leið að um sjálfs- víg væri ekki fjallað opinberlega, það væri til að æra óstöðugan og hvetja til sjálfs- víga. Þess vegna lá beint við að spyrja af hverju Óttar væri að skrifa um þetta við- kvæma og vandmeðfarna efni. Skaðleg íslensk afstaða „Kannski er það einmitt vegna þessarar bannhelgi,“ svarar hann. „Þetta efni hefur lengi sótt á mig og heillað mig, ef svo má að orði komast. Á endanum ákvað ég að takast á við tabúið, því einhver varð að gera það. Það er merkilegt hversu mikið feimnismál sjálfsvíg eru. Þetta er náttúr- lega erfiðasti dauðdagi sem eftirlifendur horfast í augu við og ofan á þá erfiðleika bætist að það má ekki tala um þann látna og hvernig hann dó. Þessir fordómar og tabú í kringum sjálfsvíg eru mjög slæm. Við komumst ekki framhjá því að sjálfsvíg hafa verið óaðskiljanlegur hluti af veruleika mannsins í mörg þúsund ár. Fólk hefur velt þessum vanda fyrir sér, heimspekingar, guðfræðingar, læknar og félagsfræðingar hafa velt vöngum og raun- ar hefur víða verið skrifað ótrúlega mikið um sjálfsvíg. Þessi íslenska afstaða að tala ekki um þau er því dálítið gamaldags og skaðleg,“ segir Óttar. Fór í niðursveiflu En hvernig leist Jóhönnu á að hann skrif- aði þessa bók? „Mér leist ekkert á þetta til að byrja með,“ segir hún. „Hann fór í rosalega niðursveiflu þegar hann byrjaði, varð þunglyndur, enda töluvert mál að fara í gegnum þetta. Sem betur fer er ég létt- lynd að eðlisfari og reyndi að hressa upp á hann. En þessi bók hefur lifað lengi með okkur.“ „Já, það gekk illa að koma bókinni á það form sem allir sætta sig við,“ bætir Óttar við. „Það lásu ýmsir bókina yfir í handriti, bæði vinir okkar og sam- starfsmenn og að sjálfsögðu yfirlesarar Forlagsins. Allir voru dálítið hræddir við þessa bók. Hvað má segja, hvað á að segja, er verið að hvetja til sjálfsvígs? Það síðastnefnda held ég að sé alger bábilja, enda hefur aldrei verið sýnt fram á að heil- brigð umræða um sjálfsvíg hrindi af stað faraldri. Það er auðvelt að fela sig á bak við það hversu viðkvæmt málið er og forðast þar með að tala um það. En þarna eru vissulega margar og viðkvæmar tilfinn- ingar sem auðvelt er að særa og það varð ég að hafa í huga.“ – Þú gengur nærri sjálfum þér í bókinni og rifjar meðal annars upp þína eigin sjálfsmorðsóra. „Já, og það olli mér töluverðu þung- lyndi að rifja upp þessar tvær tilraunir sem ég gerði og fara í gegnum allt það til- finningastríð sem leiddi til þeirra. Það var erfitt ferðalag, hlaðið tilfinningum.“ Tilvistarspurningar – Þú hlýtur líka að hafa hitt marga í þínu starfi sem voru haldnir sjálfsvígshug- myndum. „Já, þetta brennur á mér í starfi og ég hef talað við ótrúlega marga sem hafa fyrirfarið sér eða verið að velta því fyrir sér. Þó nokkrir sjúklingar mínir hafa stigið skrefið til fulls og auk þess fólk mér ná- komið. Ég hef því upplifað sjálfsvíg bæði sem manneskja og fagmaður. Einnig hef ég velt fyrir mér ýmsum tilvistarspurn- ingum á borð við: hver á lífið? og hvað er það sem stjórnar því hvort við megum fyrirfara okkur eða ekki? En það sem er kannski nýtt í þessari bók er að ég er að reyna að miðla minni reynslu af hugarheimi þess sem fyrirfer sér. Hvernig líður manni sem ætlar að fyrirfara sér, hvaða tilfinningar bærast í brjósti hans og hvaða hugsanir fljúga í gegnum hugann á þessum lokametrum í lífinu? Þó ég sé Hver á lífið og hver má binda endi á það? Óttar Guðmundsson geðlæknir hefur skrifað bók um sjálfsvíg sem eiginkona hans Jóhanna Þórhallsdóttir myndskreytir Á Íslandi fellur fjöldi fólks fyrir eigin hendi á hverju ári. Sérhvert sjálfsvíg er harmleikur sem oftast á sér langan aðdraganda og enginn dauðdagi er eftir- lifendum eins þungbær. Ótal spurningum er ósvarað og reiði, vanmáttur, afneitun og þunglyndi einkenna langt og strangt sorgarferli. Óttar Guðmundsson læknir segir hér sögu sjálfsvíga og gerir grein fyrir tilfinningum og vandamálum þeirra sem svipta sig lífi eða reyna það, ásamt því að rekja fjölda frásagna af atvikum og aðstæðum fólksins og aðstandenda. Óttar greinir líka hrein- skilnislega frá daðri sínu við dauðann og nýtir þá reynslu til að skyggnast inn í sá arlíf þeirra se staðið hafa í þeim sporum að vilja ekki lifa lengur. Þarf ég að deyja ef ég vil ekki lifa? er óvenjuleg bók þar sem sjálfsvíg eru skoðuð með augum geðlæknis með yfirgripsmikla þekkingu á þessu sviði. Hispurs- laus og heiðarleg umfjöllun um erfið og viðkvæm mál. Ó TTA R G U Ð M U N D SSO N Þ A R F É G A Ð D E YJA E F É G VIL E K K I LIFA? ÓTTAR GUÐMUNDSSON ÞARF ÉG AÐ DEYJA EF ÉG VIL EKKI LIFA? Kápusíða bókar þeirra Óttars og Jóhönnu. Bókaútgáfan JPV gefur bókina út í kilju og hún kemur á markað í maí. ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.