Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 43
Málþing um aðgerðaþjarka
Á nýafstöðnu vísindaþingi Skurðlæknafélgs Íslands (SKÍ), Svæf-
inga- og gjörgæslulæknafélags Íslands (SGLÍ) og Félags íslenskra
fæðinga- og kvensjúkdómalækna (FÍFK) var haldið málþing um
notkun aðgerðaþjarka í skurðlækningum (robotic surgery). Málþing-
ið þótti takast sérlega vel og var húsfyllir í Kaldalónssal Hörpu.
Frummælendur voru allt íslenskir læknar og komu tveir þeirra frá
Svíþjóð, Daði Þór Vilhjálmsson sem greindi frá notkun aðgerða-
þjarka við ristil- og endaþarmskrabbamein og Pétur V. Reynisson
sem lýsti notkun hans í aðgerðum við leghálskrabbameini. Rafn
Hilmarsson og Arnar Geirsson, báðir sérfræðingar sem nýlega eru
komnir til starfa á Landspítala, greindu síðan frá notkun aðgerða-
þjarkans í sínum sérgreinum, það er þvagfæraskurðlækningum
annars vegar og hjarta- og lungnaskurðlækningum hins vegar.
Allir hafa þessir læknar reynslu af aðgerðaþjarka úr sérnámi sínu
erlendis.
Fundarstjórn var í öruggum höndum Katrínar Kristjánsdóttur
kvensjúkdómalæknis en hún hefur reynslu af notkun þjarkans.
Tómas Guðbjartsson
Staða sérfræðings í barnalækningum
Laus er til umsóknar 100% staða sérfræðings í barnalækningum og veitist staðan frá 1. ágúst n.k. eða eftir samkomulagi.
Ábyrgðarsvið: Starfinu fylgir vaktskylda, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar- og deildarlækna auk tækifæra til rannsóknavinnu.
Starfið felur í sér þjónustu við sjúklinga á legudeild, göngudeild, bráðamóttöku og fæðingadeild.
Hæfniskröfur: umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í barnalækningum. Við leitum að barnalækni með víðtæka reynslu í almennum barnalækn-
ingum og grunnþekkingu í nýburalækningum. Þekking í undirsérgrein telst til kosta. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu auk
hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða.
Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús, sem veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu
sérgreinameðferðir. Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri er eina barnadeildin á landsbyggðinni. Hún þjónar aðallega íbúum Norður- og Austur-
lands frá fæðingu til 18 ára aldurs. Á deildinni er legudeild með lítilli nýburaeiningu auk fjölbreyttrar göngudeildarstarfsemi. Deildin sinnir öllum
almennum lyflækningum barna og léttari vandamálum nýbura, en auk þess dvelja þar börn með sjúkdóma á sviði almennra skurðlækninga,
bæklunarlækninga, HNE lækninga og kvensjúkdómalækninga á deildinni.
Næsti yfirmaður er Andrea Andrésdóttir forstöðulæknir barnadeildar sem gefur nánari upplýsingar um stöðuna í síma 4630100 og í tölvu pósti
andrea@fsa.is og Gróa B. Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri lyflækningasviðs í síma 4630100 og tölvupósti groaj@fsa.is. Starfs kjör fara eftir
kjarasamningi Fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands.
Umsóknarfrestur er til 31. maí 2014.
umsóknum skal skilað á umsóknareyðublaði Embættis landlæknis um læknisstöður, sem fæst á vef sjúkrahússins www.fsa.is til Þóru Ákadóttur
starfsmannastjóra sjúkrahússins eða á netfang thora@fsa.is. umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt upp-
lýsingum um fræðilegar rannsóknir, rit- og kennslustörf og staðfest afrit af fylgigögnum.
öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: öRYGGI SAMVINNA FRAM-
SÆKNI. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður.
Á myndinni eru frá vinstri: Daði Vilhjálmsson, Pétur V. Reynisson, Katrín Kristjáns-
dóttir, Rafn Hilmarsson og Arnar Geirsson. Mynd: Helgi Kjartan Sigurðsson.
u M F J ö l l u n O G G R E i n a R