Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 36
296 LÆKNAblaðið 2014/100 u M F J ö l l u n O G G R E i n a R Bjarni sagði að læknar ættu það til að vera mjög erfiðir í meðferð. „Þeir vilja taka stjórn á henni og krefjast sérlausna fyrir sjálfa sig, að slakað sé á faglegum kröfum gagnvart þeim,“ sagði hann og bætti við að þeir væru duglegir að „intellektualísera“ hlutina enda væri það þekkt að góð greind væri ekki alltaf til þess að hjálpa til við meðferð. Fimm ára áætlun Það sem læknar eiga erfitt með varðandi meðferð væri að með því væru þeir að játa sig undir stjórnvöld sem hafa með leyfisveitinguna að gera. Þetta væri al- þjóðlegt vandamál og ýmsar leiðir hefðu verið reyndar til þess að ráða bót á því og aðskilja meðferð og eftirlit. Vestanhafs eru starfandi svonefnd heilbrigðisráð fyrir lækna í hverju fylki, bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Þau eru óháð leyfisveitand- anum en hafa tilkynningarskyldu, sé vandamálið komið úr böndunum. Læknar geta leitað til þessara ráða og sóst eftir meðferð. Ástand þeirra er metið og gerður samningur við þá til fimm ára ef þörf er talin fyrir meðferð. Ráðin fylgjast með viðkomandi meðan á með- ferð stendur og gefa reglulega skýrslur til leyfisveitanda. Þetta kerfi þykir hafa gefið góða raun. Könnun sem gerð var nýlega á árangri þess sýndi að af þeim sem gerðu slíkan samning kláruðu 81 af hundraði meðferðina, af þeim voru 92% í starfi sem læknar að fimm árunum liðnum en 1% látnir. Af þeim 19% sem ekki luku við meðferðina unnu 21% sem læknar fimm árum eftir að þeir gerðu samninginn en 17% voru látnir. Heilsuhraustir, en kvíðnir og þunglyndir Magdalena Ásgeirsdóttir lungnalæknir hafði legið á netinu og kynnt sér afstöðu og frumkvæði læknasamtaka víða um heim andspænis heilbrigðisvanda lækna. Þar er margt á döfinni þótt menn séu enn að þreifa sig áfram og lausnirnar og við- brögðin af ýmsum toga. Hún sagði meðal annars frá ástralska læknafélaginu sem gaf nýlega út endur- skoðaða yfirlýsingu um heilsufar og vel- ferð lækna. Þar segir að ein frumfor- sendan fyrir starfi sé að þeir þurfi að vera heilbrigðir til þess að geta miðlað því til annarra. Ekki sé nóg að þeir væru heilsuhraustir í merkingunni lausir við sjúkdóma heldur þyrfti þeim að líða vel bæði andlega og félagslega. Í yfir- lýsingunni segir að ástralskir læknar séu almennt heilsuhraustir að því leyti að þeir þjást ekki mjög af lífstílssjúkdómum á borð við hjarta- og æðasjúkdóma eða reyk- ingatengda sjúkdóma. Þeir eru hins vegar margir hverjir kvíðnir og þunglyndir og það á einnig við um læknanema. Magdalena benti á að streita þurfi ekki endilega að vera af hinu illa, hún færði mönnum líka ákveðinn kraft. Læknar væru almennt kappsamir og ábyrgðarfull- ir, svo lítið fórnfúsir og haldnir töluverðri þráhyggju. Í Ástralíu væri utanaðkomandi álag töluvert. Landið er geysistórt, sam- göngur erfiðar og einmenningshéruð víð- feðm. Við það mætti bæta tíðum náttúru- hamförum, manneklu í heilbrigðiskerfinu, landfræðilegri og félagslegri einangrun og skortur á jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Kröfur hafa aukist til þeirra, bæði frá al- menningi og vegna starfsins, þeir þurfa að stunda stöðuga símenntun og takast á við hraða tækniþróun. Skylda lækna í læknisskoðun? Þetta ætti flest við hér á landi, þótt í smærri mælikvarða sé. Ungir læknar vinna meira en þeir eldri og meira en aðrar fagstéttir, svo sem verkfræðingar. Vakta- plön væru síbreytileg og standast sjaldan sem kemur niður á fjölskyldulífi og veldur kulnun í starfi. „Streitan breytist líka með aldrinum. Það sem veldur okkur streitu í upphafi ferilsins kemst upp í vana en í staðinn kemur eitthvað annað. Ég lenti í því þegar ég var að byrja að ég var sett ein á bráðavakt og var dauðhrædd um að ég myndi drepa einhvern vegna vankunn- áttu. Síðan hef ég aðallega haft áhyggjur af því að ég drepist sjálf úr hungri því læknar hafa engan lögbundinn kaffi- og matartíma. Við erum ávallt til taks,“ sagði Magdalena. Hún tók undir með öðrum um að læknar leituðu sjaldan til heimilislæknis og bætti því við að þeir sinntu ekki for- vörnum, svo sem skimunum og bólusetn- ingum, og væru gjarnan í afneitun á eigin vanheilsu. Í Ástralíu er það bæði lagaleg og siðferðileg skylda lækna að tilkynna um veikindi eða aðra erfiðleika hjá öðrum læknum til þess að koma í veg fyrir varan- legan skaða, bæði hjá lækninum sjálfum og skjólstæðingum hans. Hún sagði frá því að hún starfaði sem trúnaðarlæknir hjá Álverinu í Straumsvík en þar fara starfsmenn í erfiðustu störfun- um árlega í læknisskoðun og aðrir starfs- menn annað hvert ár. Þar væru skoðuð í þeim lungu og hjarta, blóðþrýstingur mældur og ef hann væri 180/100 eða hærri væru menn sendir beint í meðferð hjá heimilislækni. „Á mínum ferli sem læknir hef ég aðeins einu sinni þurft að fara í læknisskoðun og það var í Bretlandi þegar ég var þar í námi. Kannski væri snjallt að koma því á að íslenskir læknar færu þó ekki væri nema á fimm ára fresti í læknis- skoðun,“ sagði Magdalena. Göfugt en ekki heilsusamlegt Haraldur Erlendsson geðlæknir á Heilsu- stofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði var síðastur frummælenda og hann líkti læknanáminu við herskóla. Ebba Margrét Magnúsdóttir kvensjúkdómalæknir og Reynir Arngrímsson stjórnarmenn í LR ræða heilsu sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.