Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2014/100 275
Klínísk einkenni
Klínísk birtingarmynd heilablóðþurrðar er afar fjölbreytt og fer
eftir stærð og staðsetningu skaðans. Fjölmörg klínísk heilkenni
hafa verið tengd lokun einstakra slagæða heilans. Hér verður al-
gengustu birtingarformunum lýst.
Fremri hjarnaslagæð (anterior cerebral artery)
Drep á næringarsvæði fremri hjarnaslagæðar er sjaldgæft (um 3%
allra heiladrepa). Máttminnkun og skyntap verður gagnstæðu
megin við skemmdina (mynd 1). Einkenni eru meira áberandi í
ganglim en griplim og andliti. Persónuleikabreytingar (abulia, ak-
inetik mutism) og truflun á stjórnun þvag- og hægðalosunar kemur
fyrir.
Miðhjarnaslagæð (middle cerebral artery)
Ef stofn æðarinnar lokast verður mikil lömun og skyntap í gagn-
stæðri hlið, augnhliðrun, með samsíða augnása (conjugate eye devia-
tion), sem bendir í átt til skaðans, ásamt helftarsjónsviðsskerðingu
(homonymous hemianopia) þeim megin sem lömunin er (mynd 2).
Ef skaðinn er í vinstra heilahveli má reikna með málstoli og verk-
stoli, en gaumstoli sé skaðinn í hægra heilahveli. Öll þessi einkenni
eru alvarleg. Lokist greinar miðhjarnaslagæðar verða brottfalls-
einkenni vægari en bera oftast svipmót af því sem að ofan er lýst.
Lokist minni grein getur afleiðingin orðið einangrað málstol eða
lömun í hendi svo dæmi séu tekin.
Aftari hjarnaslagæð (posterior cerebral artery)
Helsta einkenni er helftarsjónsviðsskerðing gagnstæðu megin við
skemmd (mynd 3). Stór drep í sjónberki beggja vegna geta valdið
blindu sem sjúklingurinn er ekki meðvitaður um. Ef drep verður í
miðlæga hluta gagnaugablaðs (temporal lobe) getur bráðarugl verið
áberandi, jafnvel án annarra einkenna. Ef aftari hluti stúku (thala-
mus) skaðast verður alvarlegt skynbrottfall í gagnstæðum líkams-
helmingi. Drep í aftasta hluta heilahvelatengsla (corpus callosum)
getur valdið því að sjúklingurinn getur ekki lesið en getur þó
skrifað (alexia without agraphia).
Hryggslagæð (vertebral artery)
Hryggslagæðarnar næra mænukylfuna. Drep á næringarsvæði
æðanna geta valdið fjölbreyttum einkennum og ýmiss konar sam-
setningu einkenna eftir staðsetningu skaðans. Algeng einkenni
eru snarsvimi (vertigo), óregluhreyfing útlima (ataxia), kyngingar-
örðugleikar, jafnvægistruflun, þvoglumæli (dysarthria), tvísýni og
augntin (nystagmus). Wallenbergs-heilkenni (lateral medullary syn-
drome) er lýsandi dæmi um áfall á næringarsvæði hryggslagæðar
(mynd 4). Það stafar af drepi í aftari hluta mænukylfu hliðlægt.
Það einkennist af lömun í raddbandi og koki ásamt Horners-heil-
Mynd 1. Tölvusneiðmynd
sem sýnir drep (lágþéttni,
ör) á næringarsvæði fremri
miðhjarnaslagæðar vinstra
megin.
Mynd 2 a) Við komu sýnir tölvusneiðmynd segamyndun (háþéttni) í hægri miðhjarnaslagæð (media sign, ör). b) TS æðaskoðun eftir skuggaefnisgjöf í æð (æðamynd) sýnir lokun á
hægri miðhjarnaslagæð (ör). c) Tölvusneiðmynd án skuggaefnis þremur dögum síðar sýnir stórt drep á næringarsvæði hægri miðhjarnaslagæðarinnar.
Mynd 3. Tölvusneiðmynd
sem sýnir drep í vinstri sjón-
berki (ör) hjá einstaklingi
með hægri helftarsjónsviðs-
skerðingu.
Y F I R L I T