Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2014/100 275 Klínísk einkenni Klínísk birtingarmynd heilablóðþurrðar er afar fjölbreytt og fer eftir stærð og staðsetningu skaðans. Fjölmörg klínísk heilkenni hafa verið tengd lokun einstakra slagæða heilans. Hér verður al- gengustu birtingarformunum lýst. Fremri hjarnaslagæð (anterior cerebral artery) Drep á næringarsvæði fremri hjarnaslagæðar er sjaldgæft (um 3% allra heiladrepa). Máttminnkun og skyntap verður gagnstæðu megin við skemmdina (mynd 1). Einkenni eru meira áberandi í ganglim en griplim og andliti. Persónuleikabreytingar (abulia, ak- inetik mutism) og truflun á stjórnun þvag- og hægðalosunar kemur fyrir. Miðhjarnaslagæð (middle cerebral artery) Ef stofn æðarinnar lokast verður mikil lömun og skyntap í gagn- stæðri hlið, augnhliðrun, með samsíða augnása (conjugate eye devia- tion), sem bendir í átt til skaðans, ásamt helftarsjónsviðsskerðingu (homonymous hemianopia) þeim megin sem lömunin er (mynd 2). Ef skaðinn er í vinstra heilahveli má reikna með málstoli og verk- stoli, en gaumstoli sé skaðinn í hægra heilahveli. Öll þessi einkenni eru alvarleg. Lokist greinar miðhjarnaslagæðar verða brottfalls- einkenni vægari en bera oftast svipmót af því sem að ofan er lýst. Lokist minni grein getur afleiðingin orðið einangrað málstol eða lömun í hendi svo dæmi séu tekin. Aftari hjarnaslagæð (posterior cerebral artery) Helsta einkenni er helftarsjónsviðsskerðing gagnstæðu megin við skemmd (mynd 3). Stór drep í sjónberki beggja vegna geta valdið blindu sem sjúklingurinn er ekki meðvitaður um. Ef drep verður í miðlæga hluta gagnaugablaðs (temporal lobe) getur bráðarugl verið áberandi, jafnvel án annarra einkenna. Ef aftari hluti stúku (thala- mus) skaðast verður alvarlegt skynbrottfall í gagnstæðum líkams- helmingi. Drep í aftasta hluta heilahvelatengsla (corpus callosum) getur valdið því að sjúklingurinn getur ekki lesið en getur þó skrifað (alexia without agraphia). Hryggslagæð (vertebral artery) Hryggslagæðarnar næra mænukylfuna. Drep á næringarsvæði æðanna geta valdið fjölbreyttum einkennum og ýmiss konar sam- setningu einkenna eftir staðsetningu skaðans. Algeng einkenni eru snarsvimi (vertigo), óregluhreyfing útlima (ataxia), kyngingar- örðugleikar, jafnvægistruflun, þvoglumæli (dysarthria), tvísýni og augntin (nystagmus). Wallenbergs-heilkenni (lateral medullary syn- drome) er lýsandi dæmi um áfall á næringarsvæði hryggslagæðar (mynd 4). Það stafar af drepi í aftari hluta mænukylfu hliðlægt. Það einkennist af lömun í raddbandi og koki ásamt Horners-heil- Mynd 1. Tölvusneiðmynd sem sýnir drep (lágþéttni, ör) á næringarsvæði fremri miðhjarnaslagæðar vinstra megin. Mynd 2 a) Við komu sýnir tölvusneiðmynd segamyndun (háþéttni) í hægri miðhjarnaslagæð (media sign, ör). b) TS æðaskoðun eftir skuggaefnisgjöf í æð (æðamynd) sýnir lokun á hægri miðhjarnaslagæð (ör). c) Tölvusneiðmynd án skuggaefnis þremur dögum síðar sýnir stórt drep á næringarsvæði hægri miðhjarnaslagæðarinnar. Mynd 3. Tölvusneiðmynd sem sýnir drep í vinstri sjón- berki (ör) hjá einstaklingi með hægri helftarsjónsviðs- skerðingu. Y F I R L I T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.