Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 52
312 LÆKNAblaðið 2014/100 u M F J ö l l u n O G G R E i n a R flútikasón + nýr valkostur í meðferð astma Fyrsta astmalyfið sem sameinar sterkan barkstera, flútikasón1 og hraðvirkan β2 örva, formóteról2 formóteról flutiform® – Sterkur barksteri1 og hraðvirkur LABA2* – Sýnilegur skammtateljari – 3 styrkleikar Ábending: Flutiform® er ætlað til reglulegrar meðferðar við astma þegar notkun samsetts lyfs (innúðalyfs með barkstera og langvirkum β2 örva) er viðeigandi3 Flutiform®50/5 og 125/5 fyrir fullorðna og unglinga (>12 ára), flutiform® 250/10 fyrir fullorðna (>18ára) Heimildir: 1. Adams, N. P. et al. Copyright© 2010, The Cochrane Collaboration. Published by JohnWiley & Sons, Ltd. 2. Bodzenta-Lukaszyk, A. et al. Respiratory Medicine (2011) 105, 674-682 3. Samantekt á eiginleikum lyfs (spc) www.serlyfjaskra.is *LABA = formóteról LD 11 40 20 1 Frá stjórn Félags læknanema Félag læknanema hefur frá árinu 1995 veitt verðlaun til kennara eða námskeiða sem þykja skara fram úr í kennslu og þjálfun lækna- nema við Háskóla Íslands. Val á þeim sem hljóta kennsluverðlaunin fer fram í kosningum þar sem nemendur tilnefna kennara eða áfanga sem þeim þykja skara framúr. Á árshátíð Félags læknanema sem haldin var 15. mars síðastliðinn var tilkynnt hverjir hefðu hlotið þessa viðurkenningu og voru niðurstöðurnar eftirfarandi: Kennsluverðlaun skólaárið 2013-2014 hlutu feðginin Sigurður Guð mundsson og Bryndís Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknar fyrir framlag sitt til kennslu læknanema á lyflækningasviði Land- spítalans. Reyni Tómasi Geirssyni prófessor í fæðinga- og kvensjúkdóma- lækningum voru að þessu sinni veitt sérstök heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kennslu ásamt dýrmætu starfi í þágu Ástráðs, for- varnarfélags læknanema. Guðrún Eiríksdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framlag sitt til þjálfunar og kennslu læknanema sem almennur læknir á skurð- sviði Landspítalans. Það er stjórn Félags læknanema afar ánægjulegt að veita viðurkenningu sem þessa fyrir hönd nemenda. Verðlaununum er ætlað að vera kennurum hvatning ásamt því að veita nemendum tækifæri til að þakka fyrir vel unnin störf í þeirra þágu. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri. Fjóla Dögg Sigurðardóttir Heimilislæknaþingið 2014 Egilsstöðum 3.-4. október Heimilislæknaþing Félags íslenskra heimilislækna verður haldið á Hótel Héraði dagana 3.-4. október 2014. Skráning er á thorunn@ islandsfundir.is fyrir 5. september. Eins og á fyrri þingum verða kynntar rannsóknir, rannsóknaráætlanir og þróunarverkefni í erindum og veggspjöldum. Útdráttum (sbr leið- beiningar að neðan) skal skila til Emils L. Sigurðssonar á emilsig@ hi.is og er skilafrestur til 25. ágúst næstkomandi. Ágripin verða birt í sérstöku riti þingsins. Útdráttur á rannsókn skal rúmast á einu A4-blaði með hefðbundnum spássíum og hægri jöfnun. Texti getur að jafnaði verið um 300-350 orð. • Letur: Times New Roman. • Leturstærð 16 í fyrirsögn og 14 í megintexta. • Nota skal lágstafi í fyrirsögn. • Á eftir fyrirsögn koma nöfn höfunda. • undirstrikið nafn flytjanda/aðalhöfundar ásamt vinnustað hans og tölvupóstfangi. Ef um hefðbundna megindlega rannsókn er að ræða, skal megin- texta skipt í Bakgrunnur; Tilgangur; Efniviður og aðferðir; Niðurstöður og Ályktanir. Framsetning eigindlegra (kvalitative) rannsókna getur verið frjálslegra, en kaflaskipti æskileg. Að jafnaði er ekki gert ráð fyrir heimildalista í útdrætti. Á þinginu verður jafnframt umfjöllun á vegum gæðaþróunarnefndar. Þinginu lýkur með aðalfundi Félags íslenskra heimilislækna laugar- daginn 4. október. Nánari dagskrá verður send í tölvupósti til félagsmanna þegar nær dregur. Fyrir hönd undirbúningsnefndar Jón Steinar og Salome Mer information om tjänsten hittar du på www.regionhalland.se/jobb region halland söker Överläkare till Hudkliniken, Hallands sjukhus Välkommen att kontakta verksamhetschef Jonas Larsson, tfn 035-13 46 77 alt 0727-29 06 77. 91x55_Laeknabladid.indd 1 2014-04-15 09:08:54Sigurður Guðmundsson, Fjóla Dögg Sigurðardóttir og Bryndís Sigurðardóttir. Ljósm. Sæmundur Rögnvaldsson. Pétur Sólmar Guðjónsson og Reynir Tómas Geirsson. Ljósm. Fjóla Dögg Sigurðardóttir. Ragnhildur Hauksdóttir og Guðrún Eiríks- dóttir. Ljósm. Jón Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.