Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 28
288 LÆKNAblaðið 2014/100
Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R ú T G Á F u l æ k n a b l a ð S i n S
Félag Íslenskra fjallalækna (FÍFL) hefur í allmörg ár skipulagt
vorferðir á ýmsa tinda í Vatnajökli, meðal annars Hvannadals-
hnjúk, Hrútfjallstindana fjóra (1875 m), Þverártindsegg (1554 m)
og Miðfellstind (1420 m). Það hafði lengi verið á stefnuskránni að
komast á Sveinstind. Fyrsta atlagan var gerð vorið 2012, en þá voru
250 ár liðin frá fæðingu Sveins. Ákveðið var að fara Hrútárjökuls-
leið (mynd 7), en Íslenskir fjallaleiðsögumenn höfðu nokkrum
árum áður farið með hóp á tindinn þessa leið. Gengið var á mann-
broddum yfir sporð Hrútárjökuls, tignarlegs skriðjökuls sem fellur
niður austanverðan Öræfajökul. Þaðan var gengið yfir Ærfjall að
stórum klettadranga, Drangakletti. Síðan var haldið eftir austur-
hluta Hrútárjökuls og stefnan sett á brattan og þverhníptan hrygg
upp að rótum Sveinstinds. Þessi leið er ægifögur en talsvert um
stórar jökulsprungur sem krækja þurfti fyrir (mynd 8).
Þrátt fyrir frábært útsýni urðum við frá að hverfa í 1650 metra
hæð eftir að snjóflóð féll af hryggnum sem leið okkar átti að liggja
eftir (www.fifl.is). Mikil sólbráð var á leiðinni upp Hrútárjökul og
snarpur vindur í fangið. Færið var því þungt og gangan gekk nærri
þreki göngumanna. Þrátt fyrir 17 klukkustunda streð varð þessi
magnaða gönguferð þó aðeins til að auka áhuga okkar á að komast
á topp Sveinstinds.
Næsta vor var hafinn undirbúningur að nýrri göngu á tindinn.
Í þetta sinn fannst okkur freistandi að feta í fótspor Sveins sjálfs og
kanna hina fáförnu Kvískerjaleið. Leið þessi er talin vera illfær en
Flosi Björnsson bóndi á Kvískerjum gekk hana þó með systkinum
sínum, Ara og Guðrúnu, árið 1936.6 En einhverra hluta vegna féll
Kvískerjaleið í gleymsku. Það var ekki fyrr en í júní 2004 sem þrír
göngugarpar, með Egil Einarsson efnaverkfræðing í fararbroddi,
„enduruppgötvuðu“ leið Sveins Pálssonar frá Kvískerjum. Lýstu
þeir leiðinni í ágætri grein í Morgunblaðinu sem birtist í apríl 2013.7
Með GPS-punkta þeirra í farteskinu töldum við áætlun okkar
raunhæfa.
Lagt var af stað frá Kvískerjum um klukkan fjögur að nóttu 18.
maí 2013. Í hópnum voru 10 félagar úr FÍFL, 10 meðlimir úr hinu
öfluga göngufélagi Mammút-systrum, auk leiðangursstjóranna
Guðmundar „Stóra“ Jónssonar, og félaga hans, Óðins og Arnars.
Fyrst var haldið upp allbratta heiði þangað til komið var að
brekkum með mikilli sólbráð. Þar var snjórinn stundum hné-
djúpur og sums staðar í klof. Við gættum þess að halda okkur
efst á hryggjum og forðast gil og dali sem liggja beggja vegna við
gönguleiðina. Í tæplega 1000 m hæð braust sólin fram. Það hélst
brakandi blíða með sólskini það sem eftir lifði ferðar. Varð því
að fækka fötum og bera á sig sólarvörn. Á þessum tímapunkti
rifjaðist upp fyrir okkur lýsing Sveins Pálssonar á aðstæðum og
fylgdarmönnum sínum. Annan þeirra taldi hann ranglega þjást
af háfjallaveiki en slík einkenni koma ekki fram fyrr en í minnst
2500 m hæð.8
Leið okkar lá svo eftir heiðinni að jökulrönd undir tignarlegu
fjalli, Rótarfjallshnúk eystri. Þaðan var haldið upp hrygg með
mikilfenglegt útsýni á báðar hendur: Kvíárjökul sunnan og vestan
leiðar og Hrútárjökul austan og norðan til (mynd 9). Einnig sást í
Hnappana, Esjufjöll, Mávabyggðir, Snæfell syðra og Þverártinds-
egg.
Þarna töldum við líklegt að Sveinn Pálsson hefði fengið inn-
blástur að kenningum sínum um eðli skriðjökla, en hann var einn
sá fyrsti í heiminum sem áttaði sig á rennsli þeirra.
Í samanburði við leiðangur okkar ári áður upp Hrútárjökul
reyndist Kvískerjaleiðin afar örugg á þessum sólríka vordegi.
Mynd 10. Hvannadalshnjúkur séður frá Sveinstindi. Ef vel er að gáð má sjá göngumenn mjakast upp brekkur Hvannadalshnjúks vinstra megin á myndinni, líkt og maurar á
mauraþúfu. Úr þessari átt er Hnjúkurinn afar svipmikill ásýndar. Mynd: Engilbert Sigurðsson.