Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 38
298 LÆKNAblaðið 2014/100
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Sérnámsstaða í heimilislækningum laus til umsóknar
Við Heilbrigðisstofnun Suðurlands er laus til umsóknar ein staða sérnámslæknis í heimilislækningum við heilsugæsluna á Selfossi. umsóknar-
frestur er til 30. maí nk. og er reiknað með að námsstaðan sé til þriggja ára.
Aðalstarfsstöð verður heilsugæslan á Selfossi og verður námið byggt á marklýsingu fyrir sérnám í heimilislækningum en einnig er gert ráð fyrir
samstarfi við kennslustjóra sérnáms í heimilislækningum um fræðilegt nám sem fer fram í reglulegu hópstarfi í Reykjavík. Til greina kemur að taka
hluta af náminu erlendis í samráði við kennslustjóra.
Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Íslands og fjármálaráðherra.
upplýsingar um stöðuna veita Arnar Þór Guðmundsson yfirlæknir og kennslustjóri heilsugæslunni Selfossi í síma 480-5100 arnar@hsu.is og
Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga í síma 868-1488 oskar@hsu.is
umsóknum ásamt staðfestum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist á viðeigandi eyðublöðum til Óskars Reykdalssonar.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands var stofnuð 1. sept. 2004 við sameiningu heilsugæslustöðva á Suðurlandi og Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi. Þjónustu-
svæðið nær til um 20.000 íbúa á Suðurlandsundirlendinu.
Um er að ræða 8 heilsugæslustöðvar, sjúkrahús á Selfossi með 28 legu- og dagdeildarrúmum og 40 hjúkrunarrúmum. Stofnunin sinnir ennfremur heilbrigðis-
þjónustu á Litla Hrauni.
Alls eru um 226 stöðugildi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
dagskrá:
1) Skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár.
2) Endurskoðaður ársreikningur lagður fram.
3) Stjórnarkjör. Á þessum aðalfundi verður kosinn formaður, varaformaður, gjaldkeri og meðstjórnandi.
4) Kosning aðal- og varafulltrúa á komandi aðalfund LÍ.
5) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og tveggja varamanna.
6) Fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
7) Lagabreytingartillögur ef löglega fram bornar.
8) Málefni Læknablaðsins.
9) önnur mál.
Þeir sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarstarfa tilkynni það á netfangið: steinnj@lsh.is eigi síðar en viku fyrir aðalfundinn.
Stjórn læknafélags Reykjavíkur
aðalfundur læknafélags Reykjavíkur
haldinn í Hlíðasmára 8, þriðjudaginn 27. maí kl. 17:00