Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 9
R i T S T J Ó R n a R G R E i n
LÆKNAblaðið 2014/100 269
Á undanförnum árum hefur svokallaður
aðgerðaþjarki (robot) verið tekinn í notkun
víða um lönd. Þjarki er kannske heppileg-
asta íslenska orðið en það beygist: nf. þjarki,
þf. þjarka, þgf. þjarka, ef. þjarka. Aðrar tillögur
eins og Fingraslyngur eða Móalingur hafa
verið nefndar en síðarnefnda nafnið bar
hestur Jóns Arasonar. Áhaldið nýtist við
margvíslegar skurðaðgerðir og telst nú til
að mynda staðalbúnaður við brottnám á
blöðruhálskirtli vegna staðbundins krabba-
meins. Aðgerðin er í rauninni kviðsjáraðgerð
með kostum þeirrar aðferðar. Skurðlæknir-
inn stjórnar þó með þessu móti áhöldum
sínum af meiri nákvæmni frá stjórnborði
sem hann situr við. Nákvæmni allra hreyf-
inga er ekki síður vegna framúrskarandi þrí-
víddarmyndar sem birtist á vinnuskjánum.
Af þessum sökum er hægt að hlífa betur fín-
gerðum æðum og taugum sem liggja næst
blöðruhálskirtlinum og sjá um stinningu
getnaðarlimsins. Sama gildir um ytri þvag-
lokuna sem er staðsett í grindarbotninum
rétt neðan kirtilsins. Þrátt fyrir nafngiftina
framkvæmir áhaldið engar hreyfingar af
sjálfsdáðum heldur einvörðungu þær sem
skurðlæknirinn leggur til. Kostir áhaldsins
koma sérstaklega fram við aðgerðir í þröngu
rými eins og grindarholinu og nýtist það
því bæði konum og körlum. Vegna þessara
augljósu kosta hefur tæknin farið sigurför
um heiminn. Þá hafa sjúkrahús komið sér
upp þessari tækni ekki síður til að halda í
skurðlækna sem og sjúklinga sem færu ella
annað. Nú hafa nær öll háskólasjúkrahús á
Norðurlöndum tekið svona þjarka í notkun.
Lykilatriði við innleiðingu þjarka er góð
þjálfun skurðlækna og alls aðgerðarteymis-
ins. Á Landspítala eru nú komnir til starfa
einstaklingar sem hafa reynslu af notkun
áhaldsins og sama gildir um fjölmarga sem
eru við sérnám utanlands í hinum ýmsu
greinum skurðlækninga. Þetta kom glöggt
fram á nýafstöðnu skurðlæknaþingi þar sem
fimm íslenskir skurðlæknar lögðu af eigin
reynslu til málanna.
Hvað tefur þá Orminn langa? Jú það eru
peningar, en stofnkostnaður þjarka er um
250 milljónir íslenskra króna og rekstrar-
kostnaður er umtalsverður. Á móti vegur
þó styttri sjúkrahúslega og minni líkur á
fylgikvillum til skemmri eða lengri tíma. -
Verðmæti án verðmiða.
Fyrir tæknifælinn naumhyggjumann er
þessi kostnaður allstór biti í háls. Það vakna
í þessu sambandi áleitnar spurningar um
hratt vaxandi kostnað víða í heilbrigðis-
kerfinu. Hvar liggja þolmörkin? Hversu
mikil getur slagsíðan orðið?
Ég hef þó sannfærst um ágæti þessarar
aðferðafræði eftir að hafa heimsótt sjúkra-
hús austanhafs og vestan og lít svo á að það
sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær
við tökum þátt í þessari þróun læknis-
fræðinnar. Endurheimt skurðlækna og
metnaður fyrir hönd íslensks samfélags er
ekki síður mikilvægur drifkraftur í þessu
sambandi. – Það örlar jafnvel á Ungmenna-
félagsslagorðum.
Að þessu sögðu vaknar spurningin:
„Hvernig vinnur maður slíku máli braut-
argengi?“ Hér þarf ekki bara að sann-
færa aðila innan og utan Landspítala um
mikilvægi þessa erindis, heldur er hefð-
bundin íslensk leið sú að afla gjafafjár til
slíkra nýjunga. Möguleg framlög úr tækja-
kaupasjóði spítalans duga skammt þó svo
eindreginn vilji stjórnenda sé til staðar. Það
hefur því farið svo að víða hefur verið leitað
fanga og meðal annars til einstaklinga sem
þekkja til málsins. Það þýðir á mannamáli
að læknirinn leitar til skjólstæðinga sinna.
Þetta hljómar ekki gæfulega, en þannig
gerast gjarnan kaupin á eyrinni. Erindinu
hefur verið vel tekið og einstaklingar, fyrir-
tæki, félagasamtök og kollegar hafa lagt til
málsins bæði beint og óbeint. Stefnt er að
því að safna helmingi stofnkostnaðarins
og var sérstakt félag stofnað í þeim tilgangi
með aðstoð KPMG og sér Íslandsbanki um
fjárumsýslu. Bæði fyrirtækin gera þetta án
endurgjalds. Tæpar 40 milljónir eru nú í
hendi en fleiri vonandi í skógi.
Ef þú getur lagt til málsins eða vilt
kynna þér það nánar er netslóðin: islands-
banki.is/robot
Þúfan veltir hlassinu.
Þjark um Þjarka og Móaling
Eiríkur Jónsson
yfirlæknir
þvagfæra skurðlækninga
Landspítala
eirikjon@landspitali.is
about a robot
Eiríkur Jónsson MD,
Chief of Urology,
Department of Urology
Landspitali University Hospital,
101 Reykjavik
Bayer A/S. Arne Jacobsens Allé 13. 2300 København S.
*svo sem hjartabilun, háþrýsting, aldur ≥ 75 ára, sykursýki, sögu um heilablóðfall eða skammvinnt blóðþurrðarkast.
Heimildir 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto. 2. Patel MR et al. Rivaroxaban versus warfarin in nonvalvular atrial fibrillation. N Engl J Med 2011; 365:883-891.
Xarelto® (rivaroxaban) – fyrirbyggir
heilablóðfall og segarek hjá fullorðnum
sjúklingum með gáttatif án lokusjúkdóms
og einn eða fleiri áhættuþætti*1
♦♦ Varnar heilablóðfalli og segareki að lágmarki til jafns við warfarín2
♦♦ Sambærileg blæðingarhætta og í meðferð með warfaríni en marktækt
færri innankúpublæðingar og dauðsföll vegna blæðinga2
♦♦ Ein tafla á dag1
L.
IS
.0
4.
20
13
.0
03
3
Fyrsti beini hemillinn á storkuþátt Xa til inntöku
Lyfjaver óskar Læknablaðinu
til hamingju með hundrað ára
afmælið