Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 51
Heimildir: 1. 2.
,Nýr verkunarháttur¹ ²
,Áhrif á öll aðaleinkenni ofvirkrar þvagblöðru¹ ²
,Munnþurrkur �a�b�rilegur og við notkun l��e��u¹ ²
NÝ MEÐFERÐ
VIÐ EINKENNUM
OFVIRKRAR ÞVAGBLÖÐRU
EFTIR 25 ÁR MEÐ
ANDKÓLÍNVIRKUM LYFJUM
Fyrsti ß -örvinn vi
ð ofvirkri þvagblö
ðru
3
IS/B
E
T-1
3
0
1
8
6
LÆKNAblaðið 2014/100 311
l ö G F R æ ð i 9 . p i S T i l l
Læknar eru hvattir til að koma á framfæri við ritstjórn eða
pistlahöfund ábendingum um efni sem þeir vilja að fjallað verði um.
dögg
pálsdóttir
lögfræðingur
Læknafélags Íslands
DoggP@lis.is
Í mörgum kjarasamningum er notað
hugtakið trúnaðarlæknir í tengslum
við óvinnufærni starfsmanns vegna
veikinda eða slyss. Efnisatriði
kjarasamningsákvæða um þetta efni eru
oftast þau að sé starfsmaður óvinnufær
skuli hann þegar tilkynna það yfir-
manni, sem ákveður hvort læknisvott-
orðs skuli krafist og hvort það skuli
vera frá trúnaðarlækni. Þá eru oft í
kjarasamningum ákvæði um það að
starfsmanni sé skylt vegna óvinnufærni
af völdum veikinda eða slyss að gangast
undir hverja þá venjulegu og viðurkenndu
læknisrannsókn sem trúnaðarlæknir kann
að telja nauðsynlega til þess að skorið
verði úr því hvort forföll séu lögmæt, enda
sé kostnaður vegna viðtals við lækni og
nauðsynlegra læknisrannsókna greiddur
af launagreiðanda.
Stundum er sérstaklega vikið að því í
kjarasamningi að launagreiðandi ráði læk-
ni til þess að annast nauðsynlegt eftirlit
með heilbrigði og heilsuvernd starfsman-
na en jafnframt tekið fram að læknirinn sé
einnig trúnaðarlæknir launagreiðandans
að því er varðar framkvæmd eftirlits með
fjarvistum vegna veikinda.
Það er því nokkuð algengt að launa-
greiðendur, einkum á fjölmennari vinnu-
stöðum, ráði lækni til trúnaðarlæknis-
starfa eða geri samning við fyrirtæki sem
bjóða trúnaðarlækningaþjónustu.
Um trúnaðarlækningar eru engar
lögfestar reglur. Siðfræðiráð Læknafé-
lags Íslands tók saman fyrir nokkrum
árum leiðbeiningar um trúnaðarlækn-
ingar.1 Í þessum pistli verður fjallað um
trúnaðarlækningar, meðal annars með
hliðsjón af leiðbeiningum Siðfræðiráðs.
Trúnaðarlækningar eru læknisstörf
unnin í fyrirtækjum og stofnunum. Litið
er svo á að allir læknar sem hafa almennt
lækningaleyfi hér á landi geti tekið að
sér slík störf. Í öllum störfum sínum er
trúnaðarlæknir bundinn ákvæðum laga
og reglna sem um læknisstarfið gilda, sem
og siðareglum lækna.
Trúnaðarlæknir er faglega sjálfstæður
í öllum trúnaðarlæknisstörfum sínum.
Mikilvægt er að trúnaðarlæknir gæti þess
að starfsmaður geri sér grein fyrir að
sem trúnaðarlæknir hafi hann ákveðnum
skyldum að gegna gagnvart fyrirtæki eða
stofnun sem hefur ráðið hann til starfa.
Litið er svo á trúnaðarlæknir geti
aldrei verið heimilislæknir starfsfólks þó
sumir vinnustaðir bjóði starfsmönnum
sínum upp á reglulega viðtalstíma við
trúnaðarlækninn. Í slíkum tilvikum
skiptir miklu að starfsmenn geri sér grein
fyrir stöðu trúnaðarlækna.
Gert er ráð fyrir að trúnaðarlæknir veiti
launagreiðanda ráðgjöf varðandi holl-
ustuhætti, forvarnir og læknisfræðileg
málefni viðkomandi starfsemi fyrirtækis
hans. Sömuleiðis er gert ráð fyrir að
trúnaðarlæknir leitist við að leiðbeina
starfsmönnum um forvarnir, heilsu-
vernd og þess háttar. Í raun munu þó
verkefni trúnaðarlækna vegna fjarvista
starfsmanna af völdum veikinda eða slysa
oftast vera fyrirferðarmesti hluti starfans.
Í framkvæmd fara trúnaðarlæknastörf
oftast þannig fram að launagreiðandi fær
vottorð læknis um fjarvistir starfsmanns
vegna veikinda eða slyss. Flestir læknar
nota við þessa vottorðagerð staðlað form
sem er til dæmis í Sögukerfinu og heitir
læknisvottorð til atvinnurekanda
v/fjarvista. Í texta vottorðsins segir meðal
annars: Sé óskað nánari upplýsinga um
sjúkdóm/slys skal trúnaðarlæknir snúa sér til
læknis þess er vottorð ritaði. Ef launagreið-
andinn telur þörf á því að skoða nánar
ástæður þeirrar fjarvistar starfsmannsins
sem um er fjallað í vottorðinu, felur hann
trúnaðarlækni fyrirtækisins málið.
Í samskiptum milli læknis sem gefur
út fjarvistavottorð og trúnaðarlæknis
verður að líta svo á að hinum fyrr-
nefnda beri að svara öllum spurningum
trúnaðarlæknisins er lúta að efni fjar-
vistavottorðsins og þar með þeim veik-
indum eða því slysi starfsmannsins, sem
er ástæða fjarvista hans. Trúnaðar- og
þagnarskylda læknisins sem gaf út fjar-
vistavottorðið kemur ekki í veg fyrir að
hann svari slíkum spurningum trúnaðar-
læknisins. Telja verður að sú skylda komi
í veg fyrir að læknir svari hugsanlegum
spurningum trúnaðarlæknis um heilsufar
starfsmannsins sem eru utan við efni fjar-
vistavottorðsins.
Áður er vikið að því að fyrirtæki bjóði
upp á trúnaðarlækningar og jafnvel fjar-
vistaskráningu vegna veikinda eða slysa.
Í þeim tilvikum gerir launagreiðandi
samning við fyrirtækið um fjarvistaskrán-
inguna og tilkynnir síðan starfsmönnum
sínum að fjarvistir vegna veikinda eða
slysa beri að tilkynna fyrirtækinu.
Spyrja má hvort starfsmanni sé skylt
að una því að launagreiðandi gefi honum
fyrirmæli um að tilkynna fyrirtæki af
þessu tagi um fjarvistir sínar vegna
veikinda eða slysa í stað þess að leita til
heilsugæslustöðvar eða heimilislæknis
og afla fjarvistavottorðs. Á þetta hefur
reynt hjá Persónuvernd í úrskurði nr.
2007/870 í svokölluðu „Grundarmáli“.2
Af niðurstöðukafla úrskurðarins er ljóst
að slíkt framsal á skráningu fjarvista er
heimilt að uppfylltum öðrum skilyrðum
laga um meðferð persónuupplýsinga og
persónuvernd nr. 77/2000. Í úrskurð-
inum er meðal annars á því byggt að
kjarasamningsákvæði sem starfsmaðurinn
starfaði eftir kröfðust þess að fjarvistir
væru tilkynntar og skráðar. Fram kemur í
úrskurðinum að skráning á eðli veikinda
sé ekki heimil, hvorki launagreiðanda né
þeim sem hann felur slíka vinnslu.
Skoðun á trúnaðarlækningum og þeim
takmörkuðu leiðbeiningum sem til eru
um þær sýnist gefa fullt tilefni til að settar
verði ítarlegri reglur um starfsemina.
1. lis.is/sidfraedi/umsagnir%20sidfraedirads/nanar/4919/
trunadarlaekningar
2. Úrskurðurinn er á heimasíðu Persónuverndar: personu-
vernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2008/greinar/
nr/758. Á sambærilegt álita efni reyndi í áliti Persónu-
verndar frá árinu 2011. Álitið er á slóðinni: personuvernd.
is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2011/greinar/nr/1180
Trúnaðarlækningar