Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 12
272 LÆKNAblaðið 2014/100 löndum síðastliðna 6 áratugi. Á móti kemur vaxandi fjöldi aldraðs fólks í þessum löndum. Nýgengið hefur hins vegar vaxið í þróun- arlöndum á síðastliðnum áratugum. Áhættuþættir Flokka má áhættuþætti heilablóðþurrðar eftir því hvort hægt er að hafa áhrif á þá (modifiable) eða ekki (unmodifiable). Óbreytanlegir áhættuþættir Óbreytanlegir áhættuþættir eru: aldur, karlkyn, kynþáttur, jákvæð fjölskyldusaga og saga um fyrra heilablóðfall. Nýgengi heilablóð- þurrðar eykst verulega með hækkandi aldri og er aldur sterkasti áhættuþátturinn. Nýgengið tvöfaldast með hverjum áratug eftir 55 ára aldur. Helmingur allra heilablóðfalla á sér stað hjá fólki sem er eldra en 75 ára. Áhættan er heldur meiri hjá körlum en konum upp að 75 ára aldri. Eftir það virðist hún nokkuð jöfn. Tíðni heilablóð- þurrðar er hærri hjá svörtu fólki og einstaklingum af rómönskum uppruna. Það gæti skýrst að hluta af hærri tíðni sykursýki og há- þrýstings hjá þessum hópum. Tíðni æðakölkunar í heilaslagæðum er einnig meiri hjá þessum kynþáttum.10 Breytanlegir áhættuþættir Háþrýstingur er sá áhættuþáttur sem mikilvægast er að hafa áhrif á.11 Talið er að hann eigi þátt í helmingi allra heilablóðfalla.12 Háþrýstingur veldur því að hætta á heilablóðþurrð eykst þrefalt til fjórfalt. Meðferð við hækkuðum blóðþrýstingi er afar áhrifarík aðgerð til að draga úr áhættu. Slagbilsþrýstingslækkun um 10 mm Hg leiðir til 38% minni áhættu.13 Því meira sem þrýstingurinn er lækkaður, því minni verður hættan á heilablóðfalli.14 Sykursýki eykur hættu á heiladrepi þrefalt.15 Afdrif sykur- sjúkra eftir heilablóðfall eru verri en þeirra sem ekki hafa sjúk- dóminn. Því er sá hópur oft útilokaður í klínískum rannsóknum á heilablóðfalli. Sykursjúkir veikjast yngri og fá frekar endurtekin heiladrep.16 Ef sykursjúkur einstaklingur er einnig með háþrýst- ing, eykst áhættan til muna. Sykursjúkir með augnbotna- og út- taugaskemmdir virðast vera sérstakur áhættuhópur. Þess má geta að hár blóðsykur með bráðu heiladrepi, óháð fyrri sykursýki, er neikvæður forspárþáttur hvað afdrif varðar.17 Reykingar eru vel þekktur áhættuþáttur fyrir heilablóðþurrð og afar sterkur áhættuþáttur fyrir kölkun í hálsslagæðum. Reyk- ingamenn eru í tvöfalt til þrefalt meiri hættu á að fá heiladrep en þeir sem ekki reykja.18 Áhættan er í beinu sambandi við daglegt magn reykinga. Þegar reyktar eru 10 sígarettur á dag tvöfaldast hættan á heiladrepi en hún nífaldast ef fleiri en 40 sígarettur eru reyktar á degi hverjum.19 Einnig eru vísbendingar um að óbeinum reykingum fylgi aukin hætta á heiladrepi.20 Að hætta reykingum dregur úr áhættunni og eftir 5 ára bindindi virðist hún svipuð og hjá þeim sem aldrei hafa reykt.21 Hækkað heildarkólesteról og LDL (low-density lipoprotein) eru áhættuþættir fyrir heilablóðþurrð og heiladrepi, þó alls ekki í sama mæli og gagnvart kransæðasjúkdómi. Rannsóknir hafa leitt í ljós að statínmeðferð minnkar líkur á heiladrepi hjá þeim sem ekki hafa fengið heiladrep (fyrsta stigs forvörn). Þannig lækkaði statínmeðferð hlutfallslega áhættu á heilablóðþurrð um 28% í Scandinavian Simvastatin Survival Study.22 Þetta á einnig við hjá þeim sem hafa fyrri sögu um heiladrep (annars stigs forvörn).23,24 Mjög stór samantektarrannsókn sýndi að meðferð með statíni dró úr áhættunni um 16%.25 Önnur rannsókn leiddi í ljós að lækkun LDL um eitt mmól/l minnkaði áhættu heiladreps um 17%.26 Vís- bendingar eru um að statínlyfin hægi á æðakölkunarferlinu í háls- og heilaslagæðum. Offita þrefaldar áhættuna á heilablóðfalli. Aukið mittismál er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir heiladrep (og er einnig nátengt öðrum áhættuþáttum eins og háþrýstingi, sykursýki og blóðfitu- röskun).27 Sérstaklega eykur ofþyngd á yngri árum hættuna á heiladrepi. Um 30% Bandaríkjamanna teljast of þung.28 Offita er hratt vaxandi vandamál í þróuðum löndum og er Ísland engin undantekning. Efnaskiptavilla (metabolic syndrome) er einnig áhættuþáttur heiladreps.29 Hreyfingarleysi er áhættuþáttur fyrir heilablóðfall.30 Verndandi áhrif hreyfingar gilda um alla aldurshópa, kynþætti og bæði kyn.31 Flestar rannsóknir hafa sýnt fram á að meiri hreyfing sé hagstæð- ari en minni.32,33 Gagnsemi hreyfingar stafar að einhverju leyti af jákvæðum áhrifum á blóðþrýsting, líkamsþyngd, blóðfitur og sykurstjórnun. Samspili áfengisneyslu og hættu á heiladrepi má lýsa sem J- laga kúrfu. Lítil áfengisnotkun virðist vernda gegn heiladrepi en meiri notkun eykur líkurnar.33 Einn til tveir drykkir (drykkur er skilgreindur sem 12 g af alkóhóli) á dag virðast hafa væg vernandi áhrif (20-30% minni áhætta miðað við enga neyslu).34 Líklega eru léttvín æskilegri en bjór eða sterkir drykkir.35 Þrír drykkir eða fleiri á dag auka áhættuna.34 Neysla 5 eða fleiri drykkja á dag eykur áhættuna um 69%. Jákvæð áhrif lítillar neyslu alkóhóls gætu falist í hækkun á HDL-kólesteróli, minni samloðun blóð- flagna og lækkun á fibrínógeni í plasma. Rannsóknum á áhrifum matarvenja og áhættu á heilablóðfalli ber ekki saman. Þó virðist ljóst að mikil fitu- og saltneysla auki hættu á heilablóðfalli.36 Eiturlyf á borð við heróín, kókaín og amfetamín auka hættu á bæði heiladrepi og heilablæðingu.37,38 Þessi lyf geta aukið sam- loðun blóðflagna, hækkað blóðþrýsting (ekki síst aukið sveiflur blóðþrýstings), valdið samdrætti í slagæðum heilans, stuðlað að hjartaþelsbólgu og segamyndun.39 Á síðustu árum hefur fjöldi faraldsfræðilegra rannsókna sýnt fram á tengsl mígrenis og heiladreps.40 Rannsóknir hafa sýnt að hættan á heilablóðþurrð hjá einstaklingum með mígreni, sér í lagi konum yngri en 45 ára sem hafa mígreni með áru, er aukin.40 Þessi tengsl eru óljósari hjá þeim sem hafa mígreni án áru. Hjá konum yngri en 45 ára sem hafa mígreni með áru þrefaldast hættan á heiladrepi ef þær reykja og fjórfaldast noti þær getnaðarvarnar- pilluna.40,41 Fari þessir áhættuþættir allir saman eykst hættan enn frekar. Hjá stöku einstaklingum með mígreni sem verða fyrir heila- drepi getur verið til staðar undirliggjandi sjaldgæfur erfðasjúk- dómur. Eftirfarandi eru dæmi um slíka sjúkdóma þar sem mígreni og heilablóðþurrð fara saman: Helftarlömunarmígreni (hemiplegic migraine), Cerebral autosomal dominant arteriopathy with subcortical infarcts and leukoencephalopathy (CADASIL) og Mitochondrial myo- pathy, encephalopathy, lactacidosis, and stroke (MELAS). Þetta eru þó afar sjaldgæfir sjúkdómar sem útskýra engan veginn vanalegri tengsl mígrenis og heilablóðþurrðar. Getnaðarvarnapillan eykur hættu á heiladrepi hjá frískum kon- um tvöfalt til þrefalt. Östrogenmeðferð eftir tíðahvörf fylgir væg áhættuaukning. Há gildi af hómócystein í blóði hafa í mörgum Y F I R L I T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.