Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 25
LÆKNAblaðið 2014/100 285 S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R LÆKNAbLAðIð hefur komið út síðan 1915 og í þessum 100. árgangi blaðsins eru greinar sem ritstjórnin hefur kallað eftir af því tilefni. Höfundar greinanna skrifa um ýmis málefni sem snerta lækna, félagsleg, söguleg og fræðileg. Sveinn Pálsson læknir og náttúrufræðingur var fæddur 25. apríl 1762 á Steinsstöðum í Skagafirði. Sveinn var ekki aðeins merkur læknir heldur var hann einnig einn merkasti náttúrufræðingur Íslendinga fyrr og síðar. Ólafur Þ. Jónsson svæfingarlæknir gerði lífshlaupi Sveins góð skil í grein í Læknablaðinu 2012 þegar 250 ár voru liðin frá fæðingu hans.1 Okkur þykir þó rétt að rifja upp að þegar Sveinn stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn á seinni hluta 18. aldar voru aðeins 5 læknar starfandi á Íslandi.2 Á þess- um tíma þótti læknisfræði afar ótryggt nám til framfærslu, enda ekki á vísan að róa með atvinnu á Íslandi að námi loknu. Sveinn lagði því stund á náttúrufræði samhliða læknisfræðinni og varð fyrsti Íslendingurinn sem útskrifaðist með próf í náttúrufræði í Danmörku árið 1791. Sama ár hlaut hann styrk til náttúrufræði- rannsókna á Íslandi. Á næstu fjórum árum fór Sveinn í marga krefjandi rannsóknarleiðangra sem hann rakti í hinni stórmerku ferðabók sinni sem við hann er kennd.3 Ferðabók Sveins þykir eitt merkilegasta rit um náttúrufræði sem komið hefur út um íslenska náttúru og var tímamótarit þegar hún kom út á dönsku, í fyrstu sem ritgerð en í bókarformi árið 1880. Ferðabókin kom þó ekki út á íslensku fyrr en árið 1945. En Sveinn var ekki síður fær læknir og mikið var leitað til hans eftir að hann tók við stöðu fjórðungslæknis í Sunnlendingafjórð- ungi árið 1799.4 Hann bjó lengst af í Suður-Vík í Mýrdal og sinnti þaðan læknisvitjunum. Heimildir greina frá því að hann hafi farið í vitjanir allt frá Eyrarbakka til Djúpavogs, og þurfti því oft að fara yfir beljandi jökulfljót.4 En læknislaunin voru léleg og dugðu ekki til framfærslu stórrar fjölskyldu. Þurfti hann því samhliða læknis- störfum að stunda búskap og róa til fiskjar. Sveinn Pálsson var ekki aðeins farsæll læknir, bóndi og sjómaður, heldur var hann einnig einstaklega afkastamikill náttúrufræðingur og raunar frumkvöðull á því sviði hér á landi. Hann gekk fyrstur manna, eftir því sem best er vitað, á tvo af tilkomumestu útsýnistindum landsins, Sveinstind við Langasjó (1090 m) og Sveinstind í Öræfajökli (2044 m) (mynd 1), og eru þeir báðir við hann kenndir. Við ætlum að heiðra minningu Sveins með því að greina frá gönguferðum á báða þessa tinda. Höfundar hafa gengið nokkrum sinnum á Sveinstind við Langasjó og gert tvær atlögur að nafna hans í Öræfajökli sem er krefjandi ganga. Markmið okkar með þessum skrifum er að hvetja sem flesta til að ganga á þessa tinda sér til heilsubótar og ánægju. Sjón er alltaf sögu ríkari. Sveinstindur við Langasjó Sveinn Pálsson er talinn hafa gengið fyrstur á þennan svipmikla tind, en það er Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur sem á heiðurinn af að gefa honum nafnið þegar hann rannsakaði þetta svæði í lok 19. aldar.5 Einstakt útsýni er af fjallinu þótt hæð tinds- ins sé aðeins 1090 m yfir sjávarmáli. Ekið er sem leið liggur eftir Sveinstindar tveir – gengið í fótspor Sveins Pálssonar Engilbert Sigurðsson, Tómas Guðbjartsson tomasgud@landspitali.is Engilbert er ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins, Tómas er í ritstjórn blaðsins. Mynd 1. Sveinstindur við Langasjó (blár punktur) og í Öræfajökli (rauður punktur). Mynd 2. Greinarhöfundar með Sveinstind við Langasjó í baksýn. Myndin er tekin fyrir rúmum áratug þegar fjallgöngufatnaður var frábrugðinn því sem tíðkast í dag. Mynd: Hákon Guðbjartsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.