Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 43
Málþing um aðgerðaþjarka Á nýafstöðnu vísindaþingi Skurðlæknafélgs Íslands (SKÍ), Svæf- inga- og gjörgæslulæknafélags Íslands (SGLÍ) og Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna (FÍFK) var haldið málþing um notkun aðgerðaþjarka í skurðlækningum (robotic surgery). Málþing- ið þótti takast sérlega vel og var húsfyllir í Kaldalónssal Hörpu. Frummælendur voru allt íslenskir læknar og komu tveir þeirra frá Svíþjóð, Daði Þór Vilhjálmsson sem greindi frá notkun aðgerða- þjarka við ristil- og endaþarmskrabbamein og Pétur V. Reynisson sem lýsti notkun hans í aðgerðum við leghálskrabbameini. Rafn Hilmarsson og Arnar Geirsson, báðir sérfræðingar sem nýlega eru komnir til starfa á Landspítala, greindu síðan frá notkun aðgerða- þjarkans í sínum sérgreinum, það er þvagfæraskurðlækningum annars vegar og hjarta- og lungnaskurðlækningum hins vegar. Allir hafa þessir læknar reynslu af aðgerðaþjarka úr sérnámi sínu erlendis. Fundarstjórn var í öruggum höndum Katrínar Kristjánsdóttur kvensjúkdómalæknis en hún hefur reynslu af notkun þjarkans. Tómas Guðbjartsson Staða sérfræðings í barnalækningum Laus er til umsóknar 100% staða sérfræðings í barnalækningum og veitist staðan frá 1. ágúst n.k. eða eftir samkomulagi. Ábyrgðarsvið: Starfinu fylgir vaktskylda, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar- og deildarlækna auk tækifæra til rannsóknavinnu. Starfið felur í sér þjónustu við sjúklinga á legudeild, göngudeild, bráðamóttöku og fæðingadeild. Hæfniskröfur: umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í barnalækningum. Við leitum að barnalækni með víðtæka reynslu í almennum barnalækn- ingum og grunnþekkingu í nýburalækningum. Þekking í undirsérgrein telst til kosta. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu auk hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús, sem veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri er eina barnadeildin á landsbyggðinni. Hún þjónar aðallega íbúum Norður- og Austur- lands frá fæðingu til 18 ára aldurs. Á deildinni er legudeild með lítilli nýburaeiningu auk fjölbreyttrar göngudeildarstarfsemi. Deildin sinnir öllum almennum lyflækningum barna og léttari vandamálum nýbura, en auk þess dvelja þar börn með sjúkdóma á sviði almennra skurðlækninga, bæklunarlækninga, HNE lækninga og kvensjúkdómalækninga á deildinni. Næsti yfirmaður er Andrea Andrésdóttir forstöðulæknir barnadeildar sem gefur nánari upplýsingar um stöðuna í síma 4630100 og í tölvu pósti andrea@fsa.is og Gróa B. Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri lyflækningasviðs í síma 4630100 og tölvupósti groaj@fsa.is. Starfs kjör fara eftir kjarasamningi Fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2014. umsóknum skal skilað á umsóknareyðublaði Embættis landlæknis um læknisstöður, sem fæst á vef sjúkrahússins www.fsa.is til Þóru Ákadóttur starfsmannastjóra sjúkrahússins eða á netfang thora@fsa.is. umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt upp- lýsingum um fræðilegar rannsóknir, rit- og kennslustörf og staðfest afrit af fylgigögnum. öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: öRYGGI – SAMVINNA – FRAM- SÆKNI. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður. Á myndinni eru frá vinstri: Daði Vilhjálmsson, Pétur V. Reynisson, Katrín Kristjáns- dóttir, Rafn Hilmarsson og Arnar Geirsson. Mynd: Helgi Kjartan Sigurðsson. u M F J ö l l u n O G G R E i n a R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.