Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2014, Síða 13

Læknablaðið - 01.04.2014, Síða 13
LÆKNAblaðið 2014/100 213 faraldurinn 1882. Hann stóð yfir í um þrjá mánuði og meðalfjöldi dauðsfalla yfir þrjá mánuði í hverri sýslu árin 1880-81 var dreginn frá fjölda dauðsfalla í júní til ágúst í hverri sýslu árið 1882. Notast var við manntalsskýrslu frá 1880. Meðalfjöldi fæðinga eftir mán- uðum árin 1877-1881 var fenginn úr gögnum Hagstofu Íslands og reiknað 95% öryggisbil. Áhrif faraldursins 1882 voru metin með því að bera saman fjölda fæðinga næstu 12 mánuði eftir að far- aldurinn náði hámarki, við meðalfjölda fæðinga árabilið 1877-1881. Niðurstöður Faraldurinn 1846 – sögulegt yfirlit Í upphafi ársins 1846 voru Íslendingar 58.667 talsins. Síðar það sama ár geisaði annar af tveimur stærstu mislingafaröldrum á Ís- landi fyrr og síðar. Mislingarnir bárust til landsins með Dönum sem komu í höfn í Hafnarfirði þann 20. maí.22, 23 Veikin dreifði sér hratt þaðan um allt landið. Það var talið til tíðinda ef einn eða tveir í heilli kirkjusókn fengu ekki mislinga. Fjöldi dauðsfalla jókst mjög tímabilið frá júní og til ársloka, en náði hámarki í júlí. Þeir þjóðfélagshópar sem urðu verst úti voru börn undir þriggja ára aldri, fólk yfir fimmtugt og drykkjumenn.22 Í ársritinu Gesti Vest- firðingi árið 1847 er ritað að í júní 1846 hafi mislingar borist með skólapiltum til Vestfjarða og fólk veikst í hrönnum: „[H]ún hlífði eingum manni, lagðist fólk svo gjörsamlega, að margir voru þeir R A N N S Ó K N bæir, þar er hvorki varð gegnt heyvinnu né öðrum atvinnuvegum í tvær eða þrjár vikur, og sumstaðar kvað svo mikið að sóttveiki manna, að um tíma varð hvorki búsmali hirtur né sjúklingum að- hjúkrað.“ Fjöldi dauðsfalla af völdum sýkingarinnar var misjafn í sveitum, 5-6 af hverjum 100 létust í sumum þeirra. Á þessum tíma geisaði sóttin einnig í Færeyjum. Þar var hún svo slæm að af 800 manns sem bjuggu í Þórshöfn veiktust 700 á stuttum tíma og margir létust í júní. Þetta var í fyrsta skipti sem mislingar bárust til Færeyja frá árinu 1781.23 Samkvæmt grein í Þjóðólfi sem birt var við upphaf mislingafaraldursins 1882 var árið 1846 það mann- skæðasta af því sem liðið var af 19. öld. Þá létust rúmlega 2000 fleiri en vanalega, en næst því komst árið 1843 (kvefsóttarár) þegar aukning dauðsfalla var rúmlega 1900 manns umfram meðaltal.22 Faraldurinn 1846 – töluleg gögn úr kirkjubókum Alls fækkaði Íslendingum um rúmlega 2% árið 1846, en það ár lét- ust rúmlega 3300 Íslendingar. Það er 1600-2000 manns umfram það sem vænta mátti. Fjöldi dauðsfalla eftir mánuðum árin 1845-1847 er sýndur á mynd 2. Árin á undan og eftir faraldrinum eru sýnd til samanburðar. Á myndinni sést að faraldurinn náði hámarki í júlí 1846. Þá lést 741, rúmlega fjórfalt fleiri en sama mánuð árið á undan og 3,5-falt fleiri en sama mánuð árið eftir. Faraldurinn var víðast hvar farinn að hjaðna í desember (mynd 2). Með því að skoða mánaðarlegt dánarhlutfall í hverri sýslu má sjá útbreiðslu faraldursins yfir landið. Bylgjan færðist í báðar áttir út frá Reykja- vík og nágrenni, en stöðvaðist við mót Suðurlands og Austurlands en hélt áfram réttsælis hringinn um landið (mynd 3). Dánarhlut- fall náði síðast hámarki á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Um- framdánarhlutfall eftir sýslum er sýnt á mynd 4. Eins og sjá má var ekkert umframdánarhlutfall í A-Skaftafellssýslu sem var mjög strjálbýl, en hæst í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Faraldurinn 1882 – sögulegt yfirlit Árið 1882 bárust mislingar til Íslands með Helga Helgasyni snikk- ara, sem kom frá Kaupmannahöfn með póstskipinu Valdemar.24 Skipið lét úr höfn 15. apríl frá Danmörku22,25 en mislingafaraldur hafði gengið þar í febrúar sama ár.26 Skipið kom til Reykjavíkur Mynd 2. Fjöldi dauðsfalla í hverjum mánuði árin 1845-1847. Mynd 3. Útbreiðsla faraldursins 1846. Grafið sýnir dánarhlutfall í landshlutum Ís- lands árið 1846. Mynd 4. Umframdánarhlutfall í sýslum landsins þá mánuði þegar mislingafaraldrar 19. aldar gengu yfir landið árin 1846 og 1882. *Í A-Skaftafellssýslu var umframdánar- hlutfall ekkert. Gu llb rin gu - o g Kj ós ar sý sla

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.