Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.2014, Page 14

Læknablaðið - 01.04.2014, Page 14
214 LÆKNAblaðið 2014/100 2. maí og varð þar faraldur í kjölfarið sem breiddist út um allt land.22,24,27 Helgi fann fyrir slappleika á leiðinni til Íslands og fór beinustu leið í lyfjabúðina við Thorvaldsenstræti þegar hann kom á land. Þar hitti hann Jón Tómasson afgreiðslumann og bað hann um eitthvað hressandi því að „slen“ væri í sér. Tveimur dögum síðar komu útbrot fram á Helga og hann varð það slappur að hann lagðist í rúmið. Við þetta fóru viðvörunarbjöllur í gang og hús Helga var sett í einangrun með það að markmiði að stöðva út- breiðslu mislinganna.26 Þessar aðferðir dugðu ekki til, enda hafði Helgi farið víða og nánast óhjákvæmilegt að hann hefði smitað fleiri áður en hann lagðist. Afgreiðslumaður lyfjabúðarinnar lagðist næst, síðan bæjarbúar hver á fætur öðrum.24 Jónas Jónassen landlæknir sendi út rit til að sporna gegn útbreiðslu mislinganna en allt kom fyrir ekki. Sóttin gerði fljótlega vart við sig í Latínuskól- anum. Kennsla féll niður og flestum vorprófum frestað til næsta hausts. Um það leyti sem Latínuskólanum var lokað var talið að 1000-1100 manns hefðu fengið mislingana. Illvíg lungnabólga var algengur fylgikvilli. Margir fengu slæman hlustarverk og misstu heyrn um tíma og sumir misstu sjón. „Breitt var fyrir alla glugga, því sjúklingar þoldu illa birtuna, og þegar komið var inn í húsin heyrðist ekki annað en veikindastunur í hálfrökkrinu.”24 Talið var að nær allir þeir sem ekki höfðu fengið mislinga áður hafi veikst. Þungaðar konur urðu hvað verst úti, ásamt ungbörnunum, og mislingarnir höfðu þau áhrif að þær fæddu iðulega fyrir tímann. Mörg börn fæddust því andvana og margar mæður létust af barns- förum. Samkvæmt Þorvaldi Jónssyni, héraðslækni á Ísafirði árið 1882, var veikin sérstaklega hættuleg ungbörnum, veikluðu fólki og barnshafandi konum. Flestar barnshafandi konur misstu fóstur eða fæddu fyrir tímann og flest þau börn létust.24,28 Árið 1882 var erfitt að mörgu leyti. Sumarið var óvenjukalt og samgöngur erf- iðar. Ekki var hægt að fá mat frá útlöndum vegna samgönguleysis og matvælaskortur var í verslunum víðs vegar um landið. Ofan á allt bættust mislingarnir.24 Faraldurinn 1882 – töluleg gögn úr kirkjubókum Fjöldi dauðsfalla eftir mánuðum árin 1881-1883 er sýndur á mynd 5. Sjá má að fjöldi dauðsfalla náði hámarki í júlí 1882, þegar 1084 létust. Það var rúmlega sexföld aukning á fjölda dauðsfalla miðað við sama mánuð árið á undan og rúmlega fjórföld aukning miðað við árið á eftir. Alls létust 1916 manns í júní, júlí og ágúst árið 1882 en aðeins 507 og 637 þessa sömu mánuði árin 1881 og 1883 hvort um sig. Umframdánarhlutfall eftir sýslum meðan faraldurinn stóð sem hæst er sýnt á mynd 4. Eins og sjá má af myndinni var hlutfallið lægst í Þingeyjarsýslum, Múlasýslum og A-Skaftafells- sýslu. Sýslan með hæsta umframdánarhlutfallið árið 1882 var N-Ísafjarðarsýsla. Sú sýsla var með fimmta lægsta dánarhlutfallið árið 1846. Aldurs- og kynbundin dánartíðni Íslendinga sem létust á meðan faraldurinn stóð sem hæst er sýnd á mynd 6. Sjá má að stærsti hlutinn voru börn, 0-4 ára, og konur á barneignaaldri voru í meirihluta miðað við karla á sama aldri. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar var meðalfjöldi látinna barna á fyrsta aldursári árin 1877-1881 386 börn á ári, en alls létust 1010 börn á fyrsta aldurs- ári árið 1882. Ef gögn um fjölda fæðinga eru skoðuð sést að þeim fækkaði mjög þegar faraldurinn náði hámarki, en einnig kemur fram 50% fækkun 7-9 mánuðum síðar (mynd 7). Umræða Í þessari grein hefur verið leitast við að lýsa tveimur af stærstu mislingafaröldrum sem þekktir eru með vissu hér á landi. Þrátt fyrir að aðstæður séu nú gerbreyttar frá 19. öld þegar Ísland var R A N N S Ó K N Mynd 5. Fjöldi dauðsfalla á Íslandi í hverjum mánuði árin 1881 – 1883. Mynd 6. Aldurs- og kynbundið dánarhlutfall Íslendinga á aldrinum 0-36 ára, er létust í júní, júlí og ágúst árið 1882. Mynd 7. Áhrif mislingafaraldursins 1882 á fjölda fæðinga árið 1883. Rauðbrúna flatarmálsgrafið sýnir fjölda dauðsfalla frá júní 1882 til og með maí 1883. Græna línan sýnir meðalfjölda fæðinga í hverjum mánuði á 5 ára tímabilinu 1877-1881 með 95% öryggisbili. Rauða línan sýnir fjölda fæðinga frá júní 1882 til maí 1883.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.