Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.2014, Side 30

Læknablaðið - 01.04.2014, Side 30
230 LÆKNAblaðið 2014/100 fram hefur komið á slembirannsóknirnar því hún byggir á nýjum skilningi á sjúkdómum sem kallar á öðruvísi íhlutun- arrannsóknir. En svo má ekki gleyma því að eins mikilvægt og það er að skilja sameindalíffræðilega orsök sjúkdóma nær sá skilningur aldrei fyllilega utan um allan raunveru- leikann. Sjúkdómur er flókið tilveru- og reynslusvið þar sem mætast líffræðilegur skilningur og huglæg lífsreynsla.27 Er nokkur von til þess að slembirannsóknir né nokkur önnur rannsóknaraðferð nái utan um þetta allt? Veikleikar í framkvæmd slembirannsókna: 1. Brot á grundvallarreglum. Þrátt fyrir alþjóðlegt regluverk sem sátt ríkir um eru algengustu frávik í framkvæmd slembirann- sókna sennilega brot á einhverjum af grundvallarreglum að- ferðarinnar. Slík brot leiða af sér sveigð og valda því kerfis- bundnu fráviki frá sannleikanum.28 Slembun sem ekki er ógagnsæ, ófullkomin blindun, brot á reglunni um að upp- hafleg skipun í meðferðarhóp haldist þótt meðferð breytist (intention to treat sem er ætlað að varðveita slembunina), und- irhópar fái óeðlilega athygli í post hoc-úrvinnslu og loks birt- ingarsveigð. Allt eru þetta vel þekkt dæmi um bresti í fram- kvæmd og úrvinnslu slembirannsókna.4,5,20,21 Þá eru ótaldir hagsmunsárekstrar, ekki síst óhófleg afskipti kostunaraðila en einnig akademískir og tilvistarlegir hagsmunaárekstrar (sam- anber „að kynna eða hverfa“) og að rannsóknir séu stöðvaðar of snemma vegna „fyrirsjáanlegs ávinnings“.21 2. Gallar í skipulagi og tölfræðilegri úrvinnslu. Ófullnægjandi samanburðarhópar, til dæmis söguleg viðmið, of litlir rann- sóknarhópar sem auka hættu á fastheldnismistökum (þá er ályktað að ekki sé munur á hópum þegar í reynd er munur til staðar), ekki leiðrétt fyrir margskoðun gagna, ekki gerður skýr greinarmunur á tölfræðilegri marktekt og klínísku mikil- vægi, rangir eða óheppilegir endapunktar og loks vandinn við fjölþættan samanburð þegar íhlutanir eru margar og enda- punktar líka, breytileg tímamörk eru notuð og margir undir- hópar teknir til athugunar.6,21 3. Misbrestir í hagnýtingu. Rannsóknarniðurstöður birtar seint og á ógagnsæjan hátt,29,30 sóun á öllum stigum, allt frá skipulagi til framkvæmdar til úrvinnslu, eftirlits og hagnýtingar.31 Fyrir vikið eru rannsóknirnar tímafrekar, kostnaðarsamar og óskil- virkar, nýtast sjúklingum ekki sem skyldi og eiga drjúgan þátt í vaxandi kostnaði í heilbrigðisþjónustunni.32 Regluverk og skriffinnska tútna út og bregða fæti fyrir rannsóknir sem eru mikilvægar fyrir sjúklinga og almennt heilsufar.23 Gagnreynd læknisfræði Ekki er nema rúm öld síðan sjúklingar fóru að geta vænst þess að hafa að jafnaði gagn af þeirri læknismeðferð sem á boðstólum var. Fyrir þann tíma var stór hluti allra meðferðarkosta gagnslaus eða jafnvel skaðlegur. Þótt flestir sjúklingar geti vænst þess nú á tímum að hafa gagn af læknisfræðinni, birtast regulega skýrslur um breytileika í meðferð sem erfitt er að finna rök fyrir. Einnig dæmi um hæpna meðferð eða beinlínis ranga og um sívaxandi kostnað í heilbrigðiskerfinu. Því er það sanngjörn krafa að traust- ar sönnur séu færðar á gagnsemi þeirrar meðferðar sem veitt er. Með tilkomu framskyggnra slembirannsókna varð ljóst að unnt var að renna miklu styrkari vísindalegum stoðum en áður undir læknismeðferð. Hugtakið gagnreynd læknisfræði (evidence based medicine) var sett fram til að ná utan um þær kröfur sem rétt þótti að gera til heilbrigðisþjónustunnar.33 Hugmyndin þótti þó lengi róttæk og sætti gagnrýni. Andstæðingarnir bentu á ónákvæmar skilgreiningar og jafnvel voru settar fram ásakanir um að það væri ábyrgðarleysi að tala digurbarkalega um svo óljósar hugmyndir.22 Einnig komu fram þau sjónarmið að gagnreynd læknisfræði væri í reynd matreiðslubókarlæknisfræði. Fylgt væri stöðluðum upp- skriftum en lífeðlisfræðilegum skilningi væri varpað fyrir róða. Sú tilhugsun að taka við fyrirmælum frá einhverjum spekingum fjarri vettvangi virkaði illa á marga. Aðrir töldu hugmyndina ill- framkvæmanlega. Þrátt fyrir þessar áhyggjur hefur krafan um að meðferðarúr- ræði byggi á gagnreyndum (vísindalega prófuðum) upplýsingum orðið miðlæg í nútímalæknisfræði ásamt verkfærum sem henni tengjast, safngreiningu (metaanalýsu) og klínískum leiðbein- ingum.5,7 Nákvæm skilgreining hefur vissulega verið á reiki og sumir höfundar hafa gengið svo langt að flokka eingöngu til gagnreyndrar læknisfræði þá meðferð sem prófuð hefur verið í framskyggnri slembirannsókn.34 Þótt flestir séu sammála um að traustustu upplýsingarnar fáist með þeirri aðferð, liggja ekki alltaf fyrir slíkar niðurstöður og á sumum sviðum eru slíkar rannsóknir óframkvæmanlegar. Krafan er því oft óraunhæf og úrlausnarefnið óleyst enda gömul saga og ný að oft verður að taka læknisfræði- legar ákvarðanir án þess að fyrir liggi traust gagnreynd rök. Þá verður að grípa til þeirra upplýsinga sem traustastar eru og út á það gengur gagnreynd læknisfræði.35 Óopinber virðingarstigi gagnreyndra rannsóknarniðurstaðna lítur svona út:5 1. Samþættar niðurstöður úr mörgum stórum slembirannsóknum. 2. Ein stór slembirannsókn. 3. Samþætting margra lítilla slembirannsókna. 4. Ein lítil slembirannsókn. 5. Samþætting margra hóprannsókna. 6. Ein hóprannsókn. 7. Samþætting margra tilfellamiðaðra rannsókna. 8. Ein tilfellamiðuð rannsókn. 9. Samþætting upplýsinga úr mörgum þversniðsrannsóknum. 10. Ein þversniðsrannsókn. 11. Tilfellarannsókn. Röðin í virðingarstiganum getur breyst eftir því hvort um er að ræða sjúkdómsgreiningu eða spurningu um horfur eða með- ferð. Einhugur er um að slembirannsóknir eigi sæti efst þegar um er að ræða meðferð, vegna þess að slembunin upphefur sveigð í vali á meðferð og er eina aðferðin sem dugar til að losna undan áhrifum óþekktra áhrifa- eða orsakavalda. Fullyrða má að læknar nútímans verði að þekkja klínískar leiðbeiningar á sínu starfs- sviði og stór frávik verða að hvíla á ígrunduðum málefnalegum forsendum. Samt er augljóst að einstaklingsbundnar aðstæður, svo ekki sé talað um einstaklingsbundnar skoðanir, óskir og þrár sjúklinganna, kalla á einstaklingsbundnar ákvarðanir og í við- S A G A L Æ K N I S F R Æ Ð I N N A R

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.