Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.2014, Side 37

Læknablaðið - 01.04.2014, Side 37
LÆKNAblaðið 2014/100 237 U M F J ö l l U n O G G R E i n a R til lífstíðar. Minni brunar komu sjaldan til okkar.“ Síðar fékk Sigurður námsstöðu við Roswell Park Memorial Institute sem er krabbameinsspítali í Buffalo í New York- fylki. „Það var dálítið sláandi að koma í anddyrið á þessum spítala því allan hring- inn í móttökunni var svæði sem kallað var Cancer Hall of Fame, þar voru myndir af frægu fólki, körlum og konum, að auglýsa sígarettur. Myndirnar sýndu gjarnan fólk við íþróttaiðkanir eða í fallegu fjallaum- hverfi. Öll höfðu þau dáið úr krabbameini. Það var áhrifamikil viðvörun til þeirra sem sáu. Minnisstæðasti kennari minn var læknir að nafni Bakhamjian, Armeni að uppruna, ákaflega hugmyndaríkur þegar kom að lagfæringu þeirra lýta sem hlut- ust af ágengum krabbameinsaðgerðum í andliti eða munnholi. Hann sagði okkur eiginlega aldrei fyrir- fram hvernig hann ætlaði að lagfæra lýtin sem mundu hljótast af aðgerðunum en á endanum voru lausnir hans augljóslega þær réttu og sniðnar að vandanum. Ég vildi einnig öðlast meiri færni í aðgerðum á klofinni vör og gómi og fékk námsstöðu við University of Miami hjá lækni sem hét Ralph Millard. Hann hafði sem ungur maður verið læknir í Kóreu- stríðinu og þar í sveitum sá hann mörg börn sem skutust um og földu sig, en voru greinilega með klofna vör. Sagan segir að þar sem erfitt var að fá foreldra til að koma með börnin hafi hann eins og sannur kúreki farið um ríðandi og snarað fyrsta barnið. Þegar fólk sá hvað barnið leit vel út eftir aðgerðina streymdu börnin til hans. Þegar ég var í námi hjá honum staðfesti hann söguna. Að þessum langa undirbúningstíma loknum tók ég próf í almennum skurð- lækningum og síðar í lýtalækningum. Mér buðust freistandi störf en eins og margur annar Íslendingurinn tók ég ekki þeim boðum því hjartað sló annars staðar.“ Endursköpun brjósta aðalverkefnið Voru margir lýtalæknar við störf á Íslandi þegar þú komst heim frá námi? „Árni Björnsson og Knútur Björnsson. En þá voru engar stöður þannig að við sinntum líka almennum skurðlækningum og oft svokölluðum bæjarvöktum á kvöldin og nóttunni, sem voru einskonar heimilislæknisvitjanir í hús. Ég var mest á Landakoti. Málin þróuð- ust þannig að ég gerði margar aðgerðir til að endurskapa brjóst eftir brottnám vegna krabbameins. Það var krefjandi og eftir að hafa verið 8 ár á Landakoti fór ég til Bandaríkjanna á ný og var ráðinn hjá stofnun í San Diego í Kaliforníu sem heitir Kaiser Permanente. Þar var mitt aðalverkefni endursköpun brjósta og með- ferð klofinnar varar og góms. Algengasta aðferð við brjóstaendursköpun þá var að fluttur var vöðvi af bakinu með yfir- liggjandi húð og sílikon-brjóstapúði settur undir vöðvann. En önnur tegund aðgerða var að ryðja sér til rúms. Þar var tekin húð og undirliggjandi fita frá nafla niður að lífbeini og flutt upp á bringuna sem spor- öskjulagaður vefur, sem brjóst var mótað úr. Þetta krafðist tengingar grannra æða með aðstoð smásjár. Ég fór því til þriggja mánaða námsdvalar hjá Harry Buncke við Ralph K. Davies spítala í San Francisco, einum af brautryðjendum í skurðaðgerð- um með aðstoð smásjár og endurtengingu örsmárra æða. Buncke varð frægur fyrir að flytja stóru tá á hendi í stað þumals, fyrst á öpum og síðan mönnum. Árið 2000 birti blaðið Plastic Surgery News lista yfir 10 lýtalækna sem höfðu Þau hjónin Sigurður E. Þorvaldsson lýtalæknir og Jóna Þorleifsdóttir.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.