Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.2014, Side 13

Læknablaðið - 01.06.2014, Side 13
LÆKNAblaðið 2014/100 333 Af niðurstöðum rannsóknarinnar má sjá að nýgengi koma og innlagna Reykvíkinga á Landspítala vegna áverka á höfði hefur farið lækkandi síðasta áratuginn. Ástæður þessa geta verið marg- víslegar, en líklegt er að aukin vitund fólks um slys og slysahættur, til dæmis í heima- og frítímaslysum, aukin notkun bílbelta, auk- inn áróður fyrir umferðaröryggi, bætt gatnakerfi, aukin löggæsla og hjálmanotkun hafi skilað þessum árangri. Sambærileg þróun sást til að mynda í fjölda andláta í um- ferðarslysum á rannsóknartímabilinu. Alls létust 32 einstaklingar í umferðarslysum árið 2000, en aðeins 17 árið 2009.12 Í Slysaskýrslu Umferðarstofu fyrir árið 2012 má sjá að slysum á hver 1000 öku- tæki frá árunum 1999 til 2009 fór fækkandi.13 Á Íslandi hefur verið unnið öflugt starf í slysaforvörnum barna síðastliðna tvo áratugi. Góður árangur hefur náðst, eins og sést í nýlegri skýrslu frá evrópskum stýrihóp um slysavarnir barna, þar sem Ísland fær hæstu einkunn fyrir frammistöðu í barnaslysavörnum. Slysum og dauðaslysum barna hefur um leið fækkað töluvert síðustu árin.14 Mikið hefur áunnist í slysavörnum hjá sjómönnum. Sam- kvæmt niðurstöðum nýlegrar íslenskrar rannsóknar hefur bana- slysum meðal sjómanna fækkað mikið en slysatíðni er ennþá há, sérstaklega á fiskiskipum.15 Í rannsókninni kemur fram að tíðni banaslysa lækkaði úr 15 í 2,4 á ári á tímabilinu frá árinu 1980 til ársins 2005. Áverkar á höfði og hálsi voru samtals 5% allra áverka. Fækkun alvarlegra slysa meðal sjómanna má sennilega rekja til aukinnar þjálfunar varðandi öryggisþætti, betri stöðugleika skipa og framþróunar í veðurspám. Þetta endurspeglar mikilvægi for- varnaraðgerða gegn slysum.15 Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að karlar hljóta oftar áverka á höfði en konur og er það í samræmi við fyrri rannsóknir.6,16 Um og eftir unglingsárin varð tímabundin aukning á áverkum á höfði meðal karla, á meðan konurnar stóðu nokkurn veginn í stað. Svipuð niðurstaða fékkst í rannsókn á áverkum á höfði í Stavanger í Noregi.16 Einnig sáum við að slagsmál og ofbeldi orsökuðu um þriðjung áverka á höfði á þessum aldri, en voru sjaldgæf orsök á öðrum aldursbilum. Á þessum aldri verða margar breytingar í lífi einstaklinga, þeir verða kynþroska, fá rétt til bílprófs, fá sjálfræði, fá leyfi til áfengiskaupa og fleira. Þessar breytingar virðast hafa meiri áhrif á karla en konur hvað varðar áverka á höfði. Rætt hefur verið um að hækka aldur til bílprófs úr 17 árum í 18 ár. Forvitnilegt verður að fylgjast með, ef af verður, hvort það muni hafa áhrif á tíðni áverka á höfði í þessum aldurshópi. Í rannsókninni frá Stavanger var skoðað nýgengi áverka á höfði, að undanskildum mjúkpartaáverkum, fyrir árið 2003. Til að auðvelda samanburð skoðuðum við einnig gögnin okkar án mjúkpartaáverkahópsins. Í norsku rannsókninni kom fram að nýgengi innlagna á spítala vegna áverka á höfði var 157/ár/100.000 íbúa í Stavanger.16 Samkvæmt okkar rannsókn var nýgengi inn- lagna 110/ár/100.000 íbúa á sama tíma í Reykjavík. Í yfirlitsgrein kom fram að árlegt nýgengi innlagna á sjúkrahús vegna áverka á höfði var 91-546/ár/100.000 íbúa í Evrópu, og að nýgengið var iðulega lægra í Skandinavíu og hærra í suðurhluta Evrópu.2 Sænsk rannsókn á faraldsfræði áverka á höfði á árunum 1987-2000 sýndi meðaltalsnýgengi 229/ár/100.000 íbúa, og var það nokkuð stöðugt yfir tímabilið.17 Því er ljóst að tíðni áverka á höfði á Íslandi er lág í samanburði við önnur lönd.2,16,17 Þekkt er að stór hluti líffæragjafa kemur frá sjúklingum með alvarlega áverka á höfði. Í rannsókn á líffæragjöfum á Íslandi á árunum 1992-2002 sást að tíðni þeirra var heldur lægri en á öðrum Norðurlöndum.18 Í ljósi niðurstaðna okkar rannsóknar má velta því fyrir sér hvort lág tíðni áverka á höfði hérlendis skýri þennan mun að einhverju leyti. Þessar rannsóknir eru þó gerðar á mismunandi tímabilum og því ekki fyllilega samanburðarhæfar. R a n n S Ó k n Mynd 3. Árlegt nýgengi innlagna vegna áverka á höfði í Reykjavík á árunum 2000- 2005 og 2008-2009. Tafla I. Tegund áverka á höfði meðal Reykvíkinga á árunum 2000-2005 og 2008-2009 og fjöldi innlagna. Áverkar Fjöldi (n) Fjöldi innlagðra (n) Mjúkpartaáverkar 22.630 577 Beináverkar 1961 251 Innankúpu- og heilataugaáverkar 5084 515 Augnáverkar 5255 27 Fjöláverkar 101 77 Tafla III. Orsakir áverka á höfði samkvæmt Norræna orsakaskráningarkerfinu um orsakir slysa, óhappa og ofbeldis, hlutfall af hundraði, %. orsakir 0-9 ára (n= 11.297) 15-29 ára (n= 9.043) 75+ ára (n= 1727) Heild (n= 35.031) Slys og önnur óhöpp 96,6 63,7 87,8 80,5 Slagsmál/ofbeldi 0,4 29,4 0,3 12,7 Sjúkdómur/ástand án beins samhengis við ytri orsök 0,9 3,6 8,7 3,7 Ástæða ótilgreind 0,3 1,7 1,9 1,5 Vantar orsakaskráningu 1,8 1,2 1,1 1,5 Lögmæt íhlutun 0,0 0,2 0,1 0,1 Sjálfsskaði og sjálfsvígstilraun 0,0 0,1 0,1 0,1 Tafla II. Tegundir innankúpu- og heilataugaáverka meðal Reykvíkinga á árunum 2000-2005 og 2008-2009 og fjöldi innlagna. Flokkur Fjöldi (n) Fjöldi innlagðra (n) Heilahristingur 4892 357 Innankúpublæðing 91 82 Alvarlegur heilaáverki 75 58 Áverki á heilataugum 4 1 Ótilgreint 22 17

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.