Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 41
LÆKNAblaðið 2014/100 361 Forstöðulæknir skurðlækninga Laus er til umsóknar 100% staða forstöðulæknis skurðlækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri. Staðan veitist frá 1. september 2014 eða nánara samkomulagi og er veitt til 5 ára. Ábyrgðarsvið: Forstöðulæknir veitir skurðlækningum faglega forstöðu, ber rekstrarlega ábyrgð og starfsmannaábyrgð. Forstöðulæknir ber ábyrgð á kennsluhlutverki og tekur þátt í klínísku starfi. Hæfniskröfur: Umsækjandi skal hafa lækningaleyfi á Íslandi og fullgild réttindi í skurðlækningum, auk faglegrar reynslu, fræðilegar þekkingar og reynslu af stjórnun og kennslu. Lögð er áhersla á leiðtogahæfileika og hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Skurðlækningasvið Sjúkrahússins á Akureyri þjónar aðallega íbúum Norður- og Austurlands á sviði skurðlækninga. Starfsemin er fjölbreytt. Sérfræðingar sviðsins sjá um vaktir í almennum skurðlækningum við sjúkrahúsið, sinna skurðstofustarfsemi og sjúk- lingum á legudeildum og göngudeildum. Þeir taka einnig þátt í kennslu nema í læknis- og hjúkrunarfræði. Næsti yfirmaður er Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri handlækningasviðs sem gefur nánari upplýsingar um starfið í tölvupósti ses@fsa.is eða í síma 4630100. Starfskjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Skurðlæknafélags Íslands. Umsóknarfrestur er til 21. júní 2014. Umsóknum skal skilað á umsóknareyðublaði Embættis landlæknis um læknisstöður sem fæst á vef sjúkrahússins fsa.is, til Þóru Ákadóttur starfsmannastjóra sjúkrahússins eða á netfang thora@fsa.is. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt upp- lýsingum um fræðilegar rannsóknir, rit- og kennslustörf og staðfest afrit af fylgigögnum. öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: öRYGGI – SAMVINNA – FRAMSÆKNI. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður. Sjúkrahúsið á Akureyri veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir, það er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins og er kennslusjúkrahús. WMA - fundur Fundur WMA var haldinn í Tókýó 24.-26.apríl síðastliðinn. Fulltrúi Íslands var Jón G Snædal. Á myndunum má sjá formann ráðsins, Chair of WMA Council, Dr. Mukesh Haikerwal frá Ástr- alíu, Dr. Otmar Kloiber fram- kvæmdastjóra WMA ( secretary general) og konurnar þrjár eru sem hér segir: Forseti Americal Medical Association: Dr.Ardis D.Hoven, forseti World Medical Association: Dr. Margaret Mung- herera frá Uganda og forseti Evrópusamtaka lækna, CPME: Katrín Fjeldsted. U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.