Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2015/101 243
Inngangur
Minnkandi hreyfing er eitt helsta heilbrigðisvanda-
mál iðnríkja í dag, því hægt er að tengja hana við ýmsa
áhættuþætti fyrir hjarta-, æða- og efnaskiptasjúkdóma,
svo sem sykursýki 2 og kransæðavandamál.1 Samhliða
minnkandi hreyfingu eru ofþyngd og offita vaxandi
alheimsvandamál og hafa Íslendingar ekki farið var-
hluta af þessari miklu aukningu undanfarna áratugi
þó vissulega hafi dregið úr aukningunni allra síðustu
ár.2 Á milli 17 og 23% 9 og 15 ára íslenskra barna voru
yfir kjörþyngd á árunum 2003 og 20043 og hafa rann-
sóknir auk þess sýnt að offita á unglingsárum eykur
dánartíðni meira en ofþyngd á fullorðinsárum.4
Á sama tíma og gögnum er skipulega safnað um
lýðheilsu hjá almennu þýði, hefur hingað til ekki verið
unnið sérstaklega með gögn um börn með þroska-
hömlun. Þær fáu erlendu rannsóknir sem gerðar hafa
verið hafa sýnt að meðal þessa hóps einstaklinga er
staðan mun verri hvað varðar hreyfingu, holdafar og
almennt heilsufar.5,6 Að sama skapi hafa fáar rann-
sóknir verið gerðar á hreyfingu meðal barna og ung-
linga með þroskahömlun með hlutlægum mælingum.
Flestar þeirra hafa verið með lítil úrtök (n<20) og
sýna fram á allt að helmingi minni hreyfingu en hjá
almennum skólabörnum.7 Íslensk rannsókn á stóru
úrtaki (n=91) barna með þroskahömlun sýndi fram á
að þau hreyfa sig um 33% minna en almenn skólabörn
og að hinn hefðbundni hreyfingarmunur á milli kynja
og á milli virkra daga og helga fannst ekki hjá börnum
1Rannsóknarstofu í
íþrótta- og heilsufræðum,
menntavísindasvið HÍ, 2KU
LEUVEN, Department of
Kinesiology, Faculty of
Kinesiology and Rehabi-
litation Science, Leuven,
Belgíu
inngangur: Lítið er vitað um hreyfingu, holdafar og áhættuþætti fyrir
ýmsum hjarta-, æða- og efnaskiptasjúkdómum á meðal barna með
þroskahömlun. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna líkamlegt
ástand grunnskólabarna með þroskahömlun.
Efniviður og aðferðir: Úrtak barna með þroskahömlun (n=91) og aldurs-
og kynjajafnaður samanburðarhópur almennra skólabarna (n=93) voru
mæld á hlutlægan hátt á hreyfingu, úthaldi, líkamssamsetningu, blóð-
þrýstingi, blóðfitum og blóðsykurstjórnun.
niðurstöður: Börn með þroskahömlun voru lágvaxnari (-8,6 cm, p<0,001)
en með hærri summu húðfellinga (22,7 mm, p<0,001), þanþrýsting (3,8
mmHG, p=0,006) og hlutfall líkamsfitu (4,0 prósentustig, p=0,008) en
almenn skólabörn. Drengir með þroskahömlun voru með meira mittismál
en almennir skóladrengir (6,3 cm, p=0,009) en enginn munur fannst á
stúlknahópunum. Samkvæmt hlutfalli líkamsfitu greindist hærra hlutfall
(41%) barna með þroskahömlun með offitu en almennra skólabarna (19%,
p=0,006). Börn með þroskahömlun hreyfðu sig aðeins 24 mínútur á dag af
miðlungs- til erfiðri ákefð en almenn skólabörn tæplega 60 mínútur. Ekkert
barn með þroskahömlun náði ráðlagðri daglegri hreyfingu, á móti 40% hjá
almennum skólabörnum. Einungis 25% barna með þroskahömlun náðu
úthaldsviðmiðum, á móti 75% (p<0,001) almennra skólabarna. Rúmlega
20% barna með þroskahömlun voru með of hátt mittismál, 34% með of
háan blóðþrýsting, á milli 13 og 21% greindust með áhættuþætti í blóði
og tæplega 7% með efnaskiptavillu, sem var í öllum tilvikum mun hærra
algengi en hjá almennum skólabörnum.
Ályktanir: Líkamlegt ástand barna með þroskahömlun er alls ekki gott
og koma þau oftast verr út en jafnaldrar þeirra án þroskahömlunar. Það
þarf að kanna vel hvaða ástæður liggja að baki þessari slæmu útkomu hjá
þessum hópi og hvað er hægt að gera til að bæta ástandið.
ÁgrIp
Fyrispurnir:
Ingi Þór Einarsson
issi@hi.is
Greinin barst
7. nóvember 2014,
samþykkt til birtingar
1. apríl 2015.
Höfundar hafa
útfyllt eyðublað um
hagsmunatengsl.
Hreyfing og líkamlegt ástand íslenskra
grunnskólabarna með þroskahömlun
Ingi Þór Einarsson1 íþrótta- og heilsufræðingur, Erlingur Jóhannsson1 lífeðlisfræðingur, Daniel Daly2 hreyfingarfræðingur,
Sigurbjörn Árni Arngrímsson1 þjálfunarlífeðlisfræðingur
með þroskahömlun.8 Mjög fá börn með þroskahömlun
virðast ná ráðlögðum viðmiðum um lágmarkstíma
hreyfingar á miðlungs- til erfiðri ákefð (moderate-to-
vigorous physical activity, MVPA).8,9,10 Þó hefur verið sýnt
fram á að með því að auka íþróttakennslu og virkni í
frímínútum hjá börnum með þroskahömlun á skólatíma
náðu allir þátttakendur ráðlögðum viðmiðum um
MVPA á virkum dögum.11
Ungmenni með þroskahömlun hafa mælst með tvö-
falt hærri tíðni ofþyngdar/offitu en almenn skólabörn5,
6 og hefur tíðnin farið yfir 40%. Minna er vitað um
aðra áhættuþætti hjarta-, æða- og efnaskiptasjúkdóma
hjá þessum hópi en sænsk rannsókn á 16-21 árs ein-
staklingum með þroskahömlun sýndi að sá hópur hafði
mun hærri tíðni áhættuþátta fyrir hjarta-, æða- og efna-
skiptasjúkdóma og var með lægra úthald en almenning-
ur á sama aldri.12 Það er einnig nokkuð vel þekkt að hátt
hlutfall fullorðinna einstaklinga með þroskahömlun
þjáist af hjarta-, æða- og efnaskiptasjúkdómum.13
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna líkam-
lega heilsu grunnskólabarna með þroskahömlun með
því að mæla beint helstu áhættuþætti hjarta-, æða- og
efnaskiptasjúkdóma. Holdafar, úthald, hreyfing, blóð-
þrýstingur, blóðfita og blóðsykur voru mæld hjá börn-
unum og á sama tíma var aldurs- og kynjajafnaður
samanburðarhópur almennra skólabarna mældur með
sömu aðferðum. Tilgáta okkar var sú að börn með
R a n n s Ó k n
Spiriva® Respimat® (tíótrópíum) og
Spiriva Respimat
(tíótrópíum)
Striverdi Respimat
(olodaterol)
Nýtt!
Nú fæ
st LA
BA
í Res
pima
t
Striverdi Respimat (olodaterol) er
langverkandi β2-örvi (LABA) í Respimat
Einu sinni á dag
– eins og Spiriva Respimat (tíótrópíum)
Respimat innöndunartæki
– eins og Spiriva Respimat (tíótrópíum)
Skammtur 5 μg (tvær úðanir, hvor um sig 2,5 μg)
– eins og Spiriva Respimat (tíótrópíum)
Striverdi® Respimat (olodaterol)
TILVALIÐ SAMAN
IS
S
tr
-1
4-
01
-0
4
fe
b.
2
01
4
Ábending: Tíótrópíum er ætlað sem berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð
til að lina einkenni hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT).
Ábending: Striverdi Respimat er ætlað sem berkjuvíkkandi
viðhaldsmeðferð hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT).
®