Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2015/101 253 Töflur og gröf voru búin til í Microsoft Excel. Marktektarmörk voru p=0,05. Við tölfræðilega úrvinnslu voru notuð kí-kvaðrat- próf ef breytan var raðbreyta. Öll próf voru einnig reiknuð ós- tikuð ef hópar voru smáir. Við skoðun á forspárþáttum var not- ast við einþátta lifunargreiningu (univariable survival analysis) og fjölþátta lifunargreiningu (multivariable Cox proportional hazards model). Logrank-próf var reiknað þegar bornar voru saman ein- stakar Kaplan-Meier-lifunarkúrfur. Brottfall var reiknað sem fjöldi þeirra sem hættu í meðferð á tímabilinu, bæði með og án 52 vikna takmarksins. Þeir sem luku meðferð með bata eða voru enn í virkri meðferð þegar eftirfylgnitíma rannsóknar lauk voru bornir saman við þá sem duttu úr meðferð þegar forspárþættir voru skoðaðir. Reiknaður var áhættutími hvers einstaklings á rannsóknartímabilinu (person time at risk) og þannig tekið tillit til mismunandi meðferðartíma hvers einstaklings við útreikninga. Leyfi fyrir rannsókninni var samþykkt af siðanefnd Land- spítalans. Einnig fékkst leyfi hjá Persónuvernd. Leyfi til aðgangs að sjúkraskrám var fengið hjá skráarhaldaranum, Birni Zoëga, lækningaforstjóra Landspítala. Niðurstöður Lýðfræðilegar upplýsingar um rannsóknarhóp Konur voru í miklum meirihluta og voru á aldrinum 17-53 ára en karlar á aldrinum 20-33 ára. Meðalaldur hópsins var 26,3 ár (±8,6). Meðalaldur kvenna var 26,2 ár en meðalaldur karla var 26,7 ár. Allir sjúklingar voru á lífi þegar rannsóknargögnum var safnað. Víðtækum lýðfræðilegum upplýsingum var safnað um sjúklinga- hóp en þær má finna í töflu I. Það sem einkennir hópinn er að þetta eru ungir einstaklingar, flestir með grunnskólapróf, búa með fjölskyldum og hafa háa tíðni fyrri áfalla (79,6%) og sjálfsvígs- tilrauna (23,6%). Átröskun og samsláttur geðraskana (comorbidity) Lotugræðgi var algengasta greiningin en hún greindist hjá 52,7%. Næst algengust var ÁENS, hjá 36,8% sjúklinga. Sjúklingar greind- ir með lystarstol voru 10,4%, sjá mynd 2. Við mat á tímalengd sjúkdóms var miðað við hvenær sjúk- lingur sjálfur taldi að átröskunin hefði byrjað samkvæmt grein- ingarviðtali. Stysti tími sjúkdóms var tæplega hálft ár en lengsti tíminn var rúmlega 35 ár. Meðaltímalengd sjúkdóms var 8,1 ár (±7,1). Fjöldi sjúklinga sem var í fyrsta skipti að leita meðferðar vegna átröskunar var 127 (69,8%) en 55 (30,2%) sjúklingar höfðu áður leitað aðstoðar vegna þess. Helstu samhliða geðraskanir voru skráðar og þeim skipt í flokka. Einungis var skoðað algengi greininga sem gerðar voru á meðferðartímabilinu þar sem verið var að kanna áhrif þeirra á meðferðarheldni og því þurftu einkenni að vera virk. R a n n s Ó k n Tafla I. Lýðfræðilegar og klínískar upplýsingar um sjúklingahóp sem fylgt var eftir (n= 182). N % kyn konur 176 (96,7) karlar 6 (3,3) Líkamsþyngdarstuðull <18,5 28 (15,6) 18,5-24,9 114 (63,3) 25,0-29,9 24 (13,3) >30,0 14 (7,8) Menntun Grunnskólapróf 112 (61,9) Stúdentspróf 44 (24,3) Háskólapróf 25 (13,8) Heimilisaðstæður Býr hjá foreldrum 69 (37,9) Býr ein/einn 27 (14,8) Býr með maka/vini 27 (14,8) Býr með fjölskyldu (barn á heimili) 59 (32,4) Þjóðerni Íslendingar 176 (96,7) Útlendingar 6 (3,3) Atvinna Atvinnulaus/á opinberri framfærslu 57 (31,3) Í vinnu 51 (28,0) Í skóla 74 (40,7) Tegund átröskunar Lystarstol (F50.0/ F50.1) 19 (10,4) Lotugræðgi (F50.2/ F50.3) 96 (52,7) Átröskun ekki nánar skilgreind (F50.9) 67 (36,8) Samhliða sjúkdómsgreiningar Einhver samhliða sjúkdómsgreining 136 (74,7) kvíða- eða þunglyndisröskun (F30.-/F40.-) 132 (72,5) ofvirkni og/eða athyglisbrestur (F90.-) 28 (15,4) Persónuleikaröskun (F60.-) 15 (8,2) Fíknigreiningar Fíknigreining einhvern tímann á lífsleið 56 (30,8) Skaðleg notkun alkóhóls (F10.1) 4 2,2) Fíkniheilkenni af völdum alkóhóls (F10.2) 23 (12,6) Fíkniheilkenni af völdum kannabisefna (F12.2) 1 (0,5) Misnotkun lyfja (F19.1) 3 (1,6) Lyfjafíkn (F19.2) 25 (13,7) Áföll á lífsleiðinni 144 (79,6) Saga um sjálfsvígstilraun/-tilraunir 43 (23,6) Mynd 2. Dreifing átröskunargreininga sjúklinga (n=182) samkvæmt ICD-10-kerfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.