Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 45
LÆKNAblaðið 2015/101 277
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Siglufjörður, Egilsstaðir, Hvammstangi og
Blönduós en þeir eru í viðmiðunarhópnum
þar sem ekki eru hitaveitur, en hafa engu
að síður notað jarðhitavatn aðeins fáeinum
árum skemur en áhættuhópurinn. Annað
dæmi um gallaða umfjöllun er hitaveitan
í Skútustaðahreppi sem tók til starfa árið
1971 en notaði einungis jarðhitavatn fyrstu
árin, en frá árinu 1984 hefur verið notað
hitað grunnvatn með varmaskiptum. Íbú-
arnir þar hafa því búið við hitaveitu með
jarðhitavatni mun skemur en stór hluti íbúa
á viðmiðunarsvæðunum.
Þrátt fyrir þessa ágalla í fyrstu greinun-
um1,2 er fullyrt án nokkurs fyrirvara í þeirri
þriðju3 að íbúar á „háhitasvæðum“ hafi
aukna tíðni á ýmiss konar krabbameinum.
Því sé tilgangur hennar að kanna hvort
þetta endurspeglist í aukinni dánartíðni.
Svæðisskiptingin er hin sama og í annarri
greininni. Höfundar finna út að dánar-
líkur almennt og líkur á að látast af völd-
um krabbameina séu nánast hinar sömu
í þýðunum.3 Hins vegar að í tilteknum
undirhópum væru auknar líkur til staðar
á „háhitasvæðum“ að látast af ýmsum
gerðum krabbameina en einnig af öðrum
ástæðum. Þessar niðurstöður standast vart
heldur vegna ágalla sem þegar hefur verið
bent á. Auk þess er varað við að rannsaka
lifun í undirhópum, jafnvel í slembirann-
sóknum, hvað þá faraldsrannsóknum,5-7
ekki síst þegar enginn munur er til staðar
í heildarlifun.
Truflandi þættir
Augljós valvilla er til staðar þar sem rann-
sóknarþýðið og viðmiðunarþýðin eru fyrir-
fram ólík með lykilbreytuna í huga, sem
er nýgengi krabbameina, en það kemur
fram í umfjöllun að greinarhöfundum var
kunnugt um að nýgengi krabbameina væri
breytilegt eftir landshlutum. Það er fyrir-
fram lægst á Austfjörðum og Vestfjörðum,
en hæst í Reykjavík og á Reykjanesi, og
því næst á Suðurlandi.12 Í sömu heimild
frá Krabbameinsskránni12 er varað við því
með dæmum að oftúlka niðurstöður um
nýgengi krabbameina eftir búsetu.
Ef nýgengi krabbameina væri í raun
hærra en ella vegna mengunar frá „há-
hitasvæðum“ mætti ætla að það væri hærra
hér en á hinum Norðurlöndunum. Óveru-
legur munur er hins vegar á nýgengi og
dánartíðni hér á landi og á hinum Norður-
löndunum, líka fyrir þau krabbamein sem
greinarhöfundar tiltaka sérstaklega,13 sem
hlýtur að veikja rannsóknartilgátuna.
Annar augljós truflandi þáttur er til
staðar, sem greinarhöfundum hefur verið
bent á. Um 0,5% þjóðarinnar eru arfberar
fyrir krabbameinsáhættugeninu BRCA2,
sem eykur margfalt áhættuna að fá ýmiss
konar krabbamein. Valgarður Egilsson
læknir og prófessor, sem lagði grunninn að
rannsóknum á BRCA2 arfberum hérlendis,
hefur bent á að óvenju mikið væri af þeim
í Árnessýslu. Samkvæmt óbirtum rann-
sóknum Agnars Helgasonar, mannfræð-
ings hjá deCODE, staðfestir hann þetta og
ennfremur býr hann yfir gögnum sem sýna
að útskýra megi aukna áhættu á brjósta-
krabbameini í Árnessýslu og Suður-Þing-
eyjarsýslu með hliðsjón af auknum fjölda
BRCA2-arfbera á þeim svæðum.
Lokaorð
Títtnefndar greinar hafa marga annmarka
eins og hér hefur verið rakið. Rannsókn-
artilgátan sjálf er ekki vel undirbyggð,
ekki síst þegar haft er í huga að skilgrein-
ing greinarhöfunda á því að vera íbúi á
„háhitasvæði“ og notandi jarðvarmavatns
er þeirra hugarsmíð, sem ekki á sér stoð í
raunveruleikanum. Umfjöllun um radon
og geislavirkni sem mögulega áhættuþætti
er langsótt. Einnig eru annmarkar á að-
ferðafræði, bæði eru augljósir truflandi
þættir og valvillur til staðar, ennfremur
tölfræðilegir annmarkar. Að gefa síðan í
skyn að um orsakasamband sé að ræða er
að okkar mati dæmi um það þegar rann-
sakendur fara fram úr sér og þeim gögnum
sem þeir eiga að byggja ályktanir sínar á.
Fregnum af rannsóknunum og viðtöl við
rannsakendur hefur ítrekað verið slegið
fram í æsifréttastíl, meðal annars „Rann-
saka stórauknar líkur á banvænu krabbameini
á jarðhitasvæðum“. Klárlega veldur slík um-
fjöllun ugg á meðal íbúa. Vísindamönnum
ber að sýna sérstaka varfærni í ályktunum
og viðtölum sem þessum, ekki síst þegar
um faraldsfræðirannsóknir er að ræða, sem
í eðli sínu eru þreifirannsóknir.7
Heimildir
1. Kristbjörnsdóttir A, Rafnsson V. Incidence of cancer
among residents of high temperature geothermal areas
in Iceland: A census based study 1981 to 2010. Environ
Health 2012;11:73-85.
2. Kristbjörnsdóttir A, Rafnsson V. Cancer incidence among
population utilizing geothermal hot water: A census-
based cohort study. Int J Can 2013;133: 2944-52.
3. Kristbjörnsdóttir A, Rafnsson V. Cancer mortality and
other causes of death in users of geothermal hot water.
Acta Oncol 2015;54: 115-23.
4. Hill AB. The environment and disease: Association or
causation? Proc R Soc Med 1965; 58: 295-300.
5. Vandenbroucke JP, Elm E, Altman DG, Gøtzsche PC,
Mulrow CD, Pocock SJ, et al. Strengthening the reporting
of observational studies in epidemiology (STROBE):
explanation and elaboration. PLoS Medicine 2007; 4: e297.
6. Hernán MA, Hernández-Díaz S, Robins JM. A structural
approach to selection bias. Epidemiology 2004; 15: 615-25.
7. Elm E, Egger M. The scandal of poor epidemiological
research. BMJ 2004; 329: 868-9.
8. International Agency for Research on Cancer (IARC).
www.iarc.fr - apríl 2015.
9. Geislavarnir Ríkisins. Styrkur radons í húsum á Íslandi
(2014). www.gr.is/?s=Radon&lang=is - apríl 2015.
10. Einarsson P, Theodorsson P, Hjartardottir AR, Gudjonsson
GI. Radon changes associated with the earthquake
sequence in June 2000 in the South Iceland seismic zone.
Pure Appl Geophys 2008; 165: 63-74.
11. Fridleifsson IB. Geothermal activity in Iceland. Jökull
1979, 29: 47-56.
12. Jónason JG, Tryggvadóttir L. Krabbamein á Íslandi.
Krabbameinsfélag Íslands. Reykjavík 2012.
13. Nordcan. www.dep.iarc.fr/nordcan.htm - apríl 2015.
Sérstakar þakkir til Agnars Helgasonar mannfræðings hjá
deCoDE fyrir mat á vægi BRCA2-arfbera á tíðni brjóst-
krabbameins eftir sýslum á Íslandi.