Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 38
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R 270 LÆKNAblaðið 2015/101 Kristján Skúli Ásgeirsson skurðlæknir hefur sérhæft sig í brjóstnámi og brjósta- uppbyggingum, meðal annars í áhættu- minnkandi skyni, en vaxandi eftirspurn er eftir aðgerðum á heimsvísu. Hann ræðir hér um undirbúning, kosti og möguleg eftirköst slíkra aðgerða, upp- byggingu brjósta jafnhliða skurðaðgerð og tillögur um hvernig koma megi þeim málum í farsælan farveg á Íslandi. Þeim konum fer fjölgandi sem láta fjar- lægja brjóst sín og einnig eggjastokka, þó heilbrigðar séu, ef þær hafa vitneskju um að þær beri arfgengt gen, BRCA (BReast CAncer) sem veldur krabbameini. Leikkon- an Angelina Jolie vakti heimsathygli þegar hún gekkst undir slíkt brjóstnám árið 2013 og nýlega lét hún taka eggjastokkana. Hún missti móður sína unga úr eggjastokka- krabbameini og vissi að hún bæri svo- kallað BRCA1-gen sem eykur bæði hættu á brjósta- og eggjastokkakrabbameini. Konur á Íslandi sem eiga fjölskyldu- sögu um brjóstakrabbamein sækjast í sívaxandi mæli eftir fyrirbyggjandi brjóst- námsaðgerðum eftir að hafa notið þjón- ustu erfðaráðgjafar Landspítala. Í þeim hópi íslenskra kvenna sem bera BRCA-gen er BRCA2 mun algengara en BRCA1, öfugt við það sem reynist vera annars staðar í heiminum. BRCA2-geni fylgir minni hætta á eggjastokkakrabbameini en BRCA1, en hætta á brjóstakrabbameinsmyndun er álíka mikil. Rannsóknir sýna líka að munur er á stökkbreytingum milli þessara gena. Hér á landi eru konur með ættgengt brjóstakrabbamein oftast með svokallaðar landnemabreytingar, annaðhvort í BRCA2 eða 1 (kallast 999del5 í BRCA2 og G5193A í BRCA1). Ákveðin sérstaða getur fylgt svona landnemabreytingum því hægt er að greina hvort um stökkbreytingu er að ræða í þessum genum á nokkrum dögum. Þar sem slíkar landnemabreytingar eru ekki fyrir hendi þarf að skoða allt genið og það getur tekið nokkra mánuði að fá niðurstöðurnar. Hér á landi hefur þetta meðal annars þá þýðingu að þurfi kona að gangast undir skurðaðgerð vegna meins í brjósti er mögulegt að nema burtu hitt brjóstið í fyrirbyggjandi skyni í sömu að- gerð. Nýlegar rannsóknir sýna að konum sem gera það getur vegnað betur. Erlendis er meira um að þessar að- gerðir séu aðskildar, nema að sjálfsögðu ef niðurstöðurnar um þessar stökkbreyt- ingar liggja fyrir áður en þær hafa fengið brjóstakrabbamein. Þessi vísindi er Kristján Skúli Ás- geirsson brjóstaskurðlæknir að fræða mig um. Hann hefur gert flestar þeirra BÍFÁS- aðgerða (brjóstnám í fyrirbyggjandi eða áhættuminnkandi skyni) sem hafa verið gerðar á síðustu árum hér á landi. Þetta árið starfar hann við The Nottingham Breast Institute og vinnur meðal annars við að setja á fót sérhæfða einingu sem sinnir ráðgjöf og fyrirbyggjandi skurðað- gerðum fyrir konur sem eru arfberar BRCA 1 og 2. Þó er hann á Landspítal- anum nokkra daga í mánuði og það var í slíku stoppi sem Læknablaðið fékk hann í viðtal um gildi þessara aðgerða. Angelina Jolie - andlit aðgerðanna Kristján Skúli segir að þótt Angelina Jolie hafi orðið nokkurs konar andlit áhættuminnkandi brjóstnámsaðgerða hafi þróunin verið farin af stað áður en hún steig sitt skref. Skurðlæknar hafi gert eina og eina aðgerð víðast hvar í heiminum en stefnan núna, að minnsta kosti í Bretlandi, sé sú að einangra þessa starfsemi við fáar sérhæfðar deildir. „Eina leiðin til að fá fyrsta flokks árangur er að skurðlæknar fái að gera margar samskonar aðgerðir og það er sérstaklega mikilvægt þegar þessar aðgerðir eiga í hlut,“ segir hann. „Það má ekki gleyma því að flestar konurnar eru heilbrigðar og það sem við skurðlæknarnir gerum markar þeirra líkamsmynd og lífs- gæði í áratugi. Auk þess tel ég mikilvægt að þær fái fyrsta flokks upplýsingagjöf, fræðslu og sálrænan stuðning.“ Til skamms tíma lögðu skurðlæknar sem gerðu aðgerðir á BRCA-konum með brjóstakrabbamein, alla krafta sína í að nema burt meinið sem til staðar var, veita Áhugi kristjáns Skúla á brjóstakrabbameinum er tengdur ákveðnum rannsóknum á þeim sem hann vann undir handleiðslu Helgu ögmundsdóttur prófessors. Rannsóknarstofan var tengd krabbameinsfélaginu og á sömu stofu var jórunn Eyfjörð og fleiri vísindamenn að vinna að rannsóknum á BRCA-genum. Þar sem kristján Skúli hafði áhuga á skurðlækning- um ákvað hann að sinna brjóstakrabbameini gegnum þær og sú sérgrein sem hann tók var að samtengja krabbameinsaðgerðir og uppbyggingaraðgerðir á brjóstum jafnhliða. Getum verið í fararbroddi þjóða – segir brjóstnámsskurðlæknir ■ ■ ■ Gunnþóra Gunnarsdóttir Áhætta á að fá brjóstakrabbamein Allar konur konur með arfgengar BRCA stökkbreytingar 11% 60-80%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.