Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 54
286 LÆKNAblaðið 2015/101
Frá formanni Félags íslenskra þvagfæraskurðlækna
Bjartsýni og framþróun
Eiríkur Orri
Guðmundsson
sérfræðingur
í þvagfæraskurð -
lækningum
á Landspítala
eirikurg@landspitali.is
Munnþurrkur sambærilegur lyfleysu
1,2
Það er önnur leið
til að njóta lífsins.
Fyrsti ß3-örvinn við einkennum ofvirkrar þvagblöðru
Heimildir: 1. Khullar et al. European Urology 63;(2013):283–295.
2. Nitti et al. J Urol 2013;189:1388–1395.
IS
B
E
T-
1
4
0
1
9
5
0
3
.2
0
1
5
Það má segja að saga þvagfæraskurð-
lækninga á Íslandi sé jafn gömul og
saga byggð ar á Íslandi. Í Hrafns sögu
Sveinbjarnarsonar (1170-1213) er því lýst
hvernig hann skar til þvagblöðru steins
sem hann hafði áður fært niður og skorðað
af í þvagrás karlmanns sem þjáðist
af steinsótt. Síðan segir ekki frekar af
þvagfæraskurðlæknum hér á landi fyrr en
á 20. öld og má þá nefna frumkvöðla eins
og Matthías Einarsson sem framkvæmdi
fyrstur manna hvekknám um þvagrás
(TURP) árið 1940, langt á undan sinni
samtíð, með tæki sem enn er til og er til
sýnis í glerkassa á göngum Landspítalans.
Einnig má nefna aðra brautryðjendur eins
og dr. Friðrik J. Einarsson, Gunnar Cortes
og Stefán P. Björnsson sem allir voru
almennir skurðlæknar en með sérstakan
áhuga á þvagfærasjúkdómum.
Nútíma þvagfæraskurðlækningar
hefjast svo upp úr 1970 er þrír þvagfæra-
skurðlæknar komu heim frá námi eftir
að hafa fengið markvissa þjálfun á þessu
sviði og störfuðu þeir nær eingöngu við
þvagfæraskurðlækningar. Það voru þeir
Sverrir Haraldsson, Ólafur Örn Arnars-
son og Egill Jakobsen. Félag íslenskra
þvagfæraskurðlækna var stofnað árið 1976
og var Sverrir formaður félagsins fyrstu
18 árin. Guðmundur Vikar Einarsson
tók síðan við formennsku fram til ársins
2004 þegar Guðmundur Geirsson tók við.
Í lok síðasta árs tók undirritaður við for-
mennsku í félagi þvagfæraskurðlækna.
Tilgangur félagsins er að gæta félagslegra
og faglegra hagsmuna félagsmanna auk
þess að koma fram fyrir hönd þeirra við
gerð samninga vegna sérfræðiþjónustu
utan sjúkrahúsa. Núverandi félagsmenn
eru 14 og þar af eru 12 starfandi í faginu
hér á landi, 10 í Reykjavík og 2 á Akureyri.
Meirihluti þvagfæraskurðlækna starfar í
hlutastöðum á spítölum og á stofum úti í
bæ.
Félagið hefur haldið þrjú norræn þing
þvagfæraskurðlækna. Hið fyrsta var
haldið á Hótel Loftleiðum 1989. Næsta
þing var haldið 1999 í Borgarleikhúsinu
og hið þriðja árið 2009 á Hótel Nordica.
Öll hafa tekist með miklum ágætum, verið
fjölmenn og ánægjuleg í alla staði. Áætlað
er að næsta þing verði haldið hér 2019.
Haldnir eru formlegir fundir í félaginu
einu sinni til tvisvar á ári, auk þess sem
félagið stendur fyrir golfmóti þvagfæra-
skurðlækna. Félagið er svo lánsamt að geta
styrkt unga lækna til vísindarannsókna
tengda faginu og hafa þeir oft kynnt verk-
efni sín á norrænum þingum þvagfæra-
skurðlækna sem haldin eru á tveggja ára
fresti.
Miklar breytingar hafa orðið í faginu á
síðustu árum og áratugum. Má þar fyrst
nefna byltingu í meðferð steina í þvagveg-
um með tilkomu steinbrjótsins Mjölnis
á Landspítala 1993. Mikil aukning hefur
orðið á greiningu og meðferð karla með
krabbamein í blöðruhálskirtli, meðal ann-
ars vegna bættra greiningaraðferða á borð
við PSA, og á sama tíma hefur aðgerðum
vegna góðkynja stækkunar á blöðruháls-
kirtli fækkað verulega, einkum vegna til-
komu lyfja gegn þessum sjúkdómi. Mikil
fækkun hefur orðið á legudögum sjúk-
linga sem koma í aðgerðir á þvagfærum
og sífellt fleiri fara nú í gegnum dag- og
göngudeildir sjúkrahúsa eða á stofum
sérfræðinga úti í bæ. Á þessu ári var
tekinn í notkun svokallaður skurðarþjarki
(robot) á Landspítala sem í dag er aðal-
lega nýttur í þvagfæraskurðlækningum.
Hér er um að ræða mikla framför í faginu
sem gerir okkur kleift að gera mun fleiri
aðgerðir um kviðsjá en áður, með til-
heyrandi ávinningi fyrir sjúklinga. Þannig
er allt brottnám á blöðruhálskirtli nú gert
um kviðsjá með aðstoð þjarkans, allar
aðgerðir á nýrnaskjóðum fullorðinna og
jafnvel hlutabrottnám á nýra er nú hægt
að gera um kviðsjá með aðstoð þjarka.
Allar þessar aðgerðir eru tæknilega mjög
krefjandi en þjarkinn gerir þær mun
auðveldari í framkvæmd og auðveldar
vinnu skurðlæknisins til muna. Svona
tæki er dýrt í innkaupum og rekstri og má
réttilega gagnrýna svo stóra fjárfestingu
þegar heilbrigðiskerfið býr við þann
fjárskort sem verið hefur undanfarin ár.
Ávinning þeirra sem njóta góðs af tilkomu
þjarkans er hins vegar erfiðara að meta til
fjár, og hann kemur því miður ekki fram
í bókhaldi Landspítalans, en líklegra er
að þjóðhagslegur ávinningur sé meiri en
kostnaður og kemur hann einkum fram
í fækkun veikindadaga í kjölfar stórra
skurðaðgerða sem nú má gera um kviðsjá.
Undanfarin ár hefur orðið nokkur nýliðun
meðal þvagfæraskurðlækna á Íslandi. Þrír
ungir sérfræðingar hafa snúið heim úr
sérnámi og von á fleirum. Þá eru nokkrir
ungir læknar við sérnám í þvagfæra-
skurðlækningum í Ameríku og á Norður-
löndum, og við teljum framtíð fagsins á
Íslandi vera nokkuð bjarta.