Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 22
254 LÆKNAblaðið 2015/101
Af heildarúrtakinu, 182 sjúklingum, greindust 74,7% með aðra
samhliða geðröskun. Hluti þeirra var með fleiri en eina samhliða
greiningu en 17% fengu tvær samhliða greiningar og 2,2% þrjár.
Kvíða- eða þunglyndisröskun var langalgengust og greindist hjá
132 sjúklingum (72,5%). Við nánari skoðun á sambandi þung-
lyndis- og kvíðaeinkenna með því að nota DASS-skor á undir-
kvörðum fyrir kvíða og þunglyndi í byrjun meðferðar, kom í ljós
að 84% hópsins höfðu meðalalvarleg eða alvarleg þunglyndis- og
kvíðaeinkenni. Kvíði og þunglyndi reyndust nátengd (kí-kvaðrat =
46,65; p =0,000). Þó reyndust 16% einstaklinga einungis hafa hreina
kvíðaröskun en ekki þunglyndi. Ofvirkni og/eða athyglisbrestur
voru greind hjá 28 sjúklingum (15,4%) og persónuleikaröskun var
greind hjá 15 sjúklingum (8,2%).
Fíknigreiningar voru skráðar sérstaklega, og skoðað lífsalgengi
(life time prevalence). Reyndust 56 (30,8%) sjúklingar hafa fengið
fíknigreiningu einhvern tíma á ævinni, mislangt var liðið frá virk-
um neysluvanda. Nokkrar tegundir fíknigreininga voru skráðar
en þær má sjá í töflu I.
Meðferðarheldni
Í heildina voru 200 sjúklingar bókaðir í greiningarviðtal en 14
mættu ekki, eða 7%. Þegar meðferðarheldni er skoðuð hjá þeim
182 sjúklingum sem mættu, voru 99 (54,4%) sjúklingar sem luku
ekki meðferðarlotunni sem hófst á rannsóknartímabilinu. Af
þessum sjúklingum hættu 83 (45,6%) að eigin frumkvæði en 16
(8,8%) hættu að frumkvæði meðferðaraðila sem mat að meðferðar-
lota gengi ekki sem skyldi og mælti með meðferðarhléi. Sjúklingar
sem luku meðferð og útskrifuðust frá átröskunarteyminu voru 50
(27,5%). Sjúklingar sem voru enn í virkri meðferð þegar eftirfylgni-
tíma lauk voru 33 (18,1%) talsins en þeir höfðu þá þegar lokið að
minnsta kosti 120 daga meðferð. Heildarbrottfall var því 99 sjúk-
lingar, en 27 þeirra (27,3%) komu aftur í meðferð á tímabilinu, 15
innan árs en 12 eftir meira en ár (mynd 3).
Meðaldagafjöldi meðferðar hjá öllum hópnum (N=182) mældist
178 (±213) dagar en dreifingin var frá einum degi upp í þrjú ár sem
var hámarkstími rannsóknar. Tuttugu og átta (15,4%) sjúklingar
mættu ekki aftur eftir greiningarviðtal og hófu því ekki meðferð.
Voru þetta 14 (50,0%) sjúklingar greindir með lotugræðgi og 14
(50,0%) með ÁENS. Allir sjúklingar með lystarstol hófu meðferð
hjá teyminu eftir greiningu.
Þegar rannsakaður var tími í meðferð kom í ljós að sjúkling-
ar með lystarstol sýndu tilhneigingu til betri meðferðarheldni
(p=0,086) yfir allt tímabilið. Miðgildi á meðferðalengd hjá lystar-
stolshópnum var 55,6 vikur miðað við 28,6 vikur hjá lotugræðgis-
hópnum og 17,3 vikur hjá ÁENS-hópnum (sjá mynd 4.).
Áhrifaþættir fyrir meðferðarheldni
Ýmsir þættir voru skoðaðir með tilliti til brottfalls, bæði klínískir
og félagslegir (sjá töflu I og sjálfsmatskvarða í Efni og aðferðir).
Þegar gerð var einþáttagreining voru þeir þættir sem höfðu jákvæð
áhrif á meðferðarheldni: háskólagráða, eigið frumkvæði sjúklings
að komu í meðferð, aukin kvíðaeinkenni samkvæmt DASS skala
og aukin þráhyggju- og áráttueinkenni samkvæmt OCI-R skala
(tafla II). Sjúklingar með lotugræðgi voru ekki með tölfræðilega
marktækt verri meðferðarheldni en aðrar átraskanir (p= 0,082).
Við fjölþáttagreiningu sýndi sig að eigið frumkvæði að komu
var eini sjálfstæði áhrifaþátturinn sem hafði jákvæð áhrif á með-
ferðarheldni yfir allt tímabilið, og var hann mjög sterkur (HR = 3,02,
95%CI 1,51-6,07; p=0,021). Aðrir þættir sem náðu ekki marktækni
voru fíkn (p=0,074), áföll á lífsleiðinni (p=0,075) og lágt menntunar-
stig (p=0,086) en þeir höfðu allir neikvæð áhrif á meðferðarheldni.
Allir áhrifaþættir voru endurreiknaðir í fjölþáttagreiningu
þar sem miðað var við brottfall innan 52 vikna í útreikningum
en það hafði lítil áhrif á niðurstöðurnar. Fíkn varð þá sjálfstæður
marktækur áhrifaþáttur samhliða breytunni „eigið frumkvæði að
komu“ (HR=0,596, 95%CI 0,36-0,97; p=0,039).
Þeir þættir, bæði félagslegir og klínískir, sem sýndu ekki for-
spárgildi fyrir brottfall sjúklinga voru eftirfarandi: aldur, líkams-
þyngdarstuðull, tímalengd sjúkdóms, kyn, heimilisaðstæður,
þjóðerni, atvinna, aðrar samhliða sjúkdómsgreiningar að fíkn
R a n n s Ó k n
Mynd 3. Meðferðarheldni sjúklinga (N=182) yfir allt rannsóknartímabilið. Einnig er
sýnt það hlutfall sjúklinga sem kom aftur í meðferð til átröskunarteymis eftir brottfall á
tímabilinu.
Mynd 4. Myndin lýsir meðferðarheldni eftir undirflokkum átraskanna. Lystarstols-
sjúklingar eru á mörkum þess að hafa betri meðferðarheldni (lifun) yfir allt eftirskoðun-
artímabilið (p=0,054) í samburði við lotugræðgi eða ÁENS-sjúklinga. Meðferðarheldni
er hins vegar augljóslega betri hjá lystorstolssjúklingum fyrstu 50 vikur meðferðar.
Miðgildislifunartími lystarstols var 53,6 vikur en einungis 24,7 vikur fyrir lotugræði
og 16,2 fyrr ÁENS.
Í meðferð
18% Lauk
meðferð
27%
Brottfall
40%
Brottfall-
koma aftur
15%