Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 44
276 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Þrjár vísindagreinar hafa birst eftir Aðal- björgu Kristbjörnsdóttur doktorsnema í lýðheilsufræðum og Vilhjálm Rafnsson lækni og prófessor, sem er leiðbeinandi hennar, um að tengsl séu á milli búsetu á „háhitasvæðum“ og aukinnar áhættu að fá krabbamein.1-3 Það er skylda vísindamanna á sviði faraldsfræði að leggja hlutlægt mat á það hvort rannsóknartilgáta uppfylli skilmerki um orsakasamhengi,4,5 einnig hvort töl- fræðileg fylgni geti verið tilviljanakennd (spurious correlation),5-7 eða hvort truflandi þættir (confounding factors),5-7 valvillur (sel- ection biases)5-7 og tölfræðilegir veikleikar séu fyrir hendi eins og þegar leitað er að marktækum mun í undirhópum.5-7 Nokkuð skortir á að þetta sé gert í ofangreindum greinum sem er tilefni þessa bréfs. Rannsóknartilgátan er ekki sannfær- andi, en greinarhöfundar telja einna helst að áhættan sé „geislunartengd“. Að radoni undanskildu eru engir þekktir krabba- meinsvaldar í þeim fjölmörgu efnum, sem greinarhöfundar tilgreina að séu til staðar, samkvæmt upplýsingum frá IARC, sem er alþjóðastofnun sem hefur eftirlit með slíku.8 Rannsóknir Geislavarna ríkisins og Ís- lenskra orkurannsókna sýna að geislaálag er óverulegt vegna radons hérlendis,9 einn- ig í jarðhitaholum samkvæmt rannsóknum Páls Einarssonar og samstarfsmanna hans, sem mældu styrk radons í jarðhitavatni úr sjö borholum á Suðurlandi samfellt í heilt ár.10 Með öðrum orðum: radon í íslensku jarðhitavatni er hverfandi lítið, þótt annað sé gefið í skyn í greinunum.1-3 Ekki reyndist vera aukin áhætta á lungnakrabbameini á rannsóknarsvæðinu, jafnvel var hún minni en á viðmiðunarsvæðunum (HR=0,8),2 en það er eina krabbameinið sem hefur verið tengt við radongeislun.8 Ekki varð heldur aukning á bráðamergfrumuhvítblæði og skjaldkirtilskrabbameini,2 sem eru öðrum æxlum fremur tengd auknu geislaálagi.8 Íbúasvæði eftir jarðvarmastöðu Tenging rannsóknanna við búsetu er vill- andi. Sem dæmi má nefna er skilgreining höfunda á háhitasvæðum ekki rétt,11 en háhitasvæði eru skilgreind svo bæði hér- lendis og erlendis að þar sé hiti á 1000 m dýpi 200°C eða hærri, en ekki 150°C eins og höfundar setja fram.1 Í fyrstu greininni1 bera höfundar saman áhættuna hjá íbúum á „háhitasvæðum“ og annars staðar á landinu, að höfuðborgar- svæðinu og Reykjanesi undanskildu því krabbameinstíðnin þar sé of há, en hún er hærri þar en á „háhitasvæðum“ rannsókn- arinnar. Höfundar skilgreina Hveragerði og Skútustaðahrepp sem „háhitasvæði“. Hveragerði er vissulega í jaðri háhitasvæðis, en einungis hluti Skútustaðahrepps er það. Marktæk aukning var hjá íbúum á „háhita- svæðum“ að fá krabbamein og líkur taldar benda til aukinnar áhættu á „geislunar- tengdum krabbameinum.“ Í annarri greininni2 er tilgátan útvíkkuð. Til rannsóknar eru íbúar með búsetu árið 1981 í sveitarfélögum sem höfðu fengið hita- veitu árið 1972 eða fyrr. Jafnframt er tekið fram að þau séu öll um miðbik landsins og innan gosbeltisins. Bætt er við tveimur byggðakjörnum, Húsavík og Selfossi ásamt nokkrum fámennum sveitarfélögum. Einnig er landinu skipt í svæði eftir aldri berggrunnsins. Yngsti berggrunnurinn, þar sem berg er yngra en 0,8 milljón ára, er skilgreint sem „háhitasvæði“. Tvö viðmið- unarsvæði eru valin, annars vegar „volgt“ svæði þar sem undirliggjandi berggrunnur er sagður vera 0,8-3,3 milljón ára og hins vegar „kalt“ svæði þar sem hann er sagður vera eldri en 3,3 milljón ára. Hér kemur fram enn einn galli, það er að blandað er saman tveimur breytum, annars vegar hve lengi íbúarnir höfðu búið við hitaveitu og hins vegar hversu gömlum berggrunni íbúasvæðið liggur á. Þegar jarðfræðikort af Íslandi eru skoðuð11 er ljóst að hluti „háhitasvæðisins“ hvílir ekki á yngsta berggrunninum, þar með taldir stóru byggðakjarnarnir. „Volga“ viðmiðunarsvæðið nær í raun líka yfir allt annað en sagt er í texta, bæði á Norður- og Suðurlandi þar sem það teygir sig meðal annars yfir jaðarsvæði gosbeltanna með mjög ungu bergi og þaðan yfir í meira en 11 milljón ára gamalt berg. Innan þess er að finna svæði með verulegum jarðvarma og annars staðar köld jarðlög. „Volga“ viðmið- unarsvæðið er sem sagt „hrærigrautur“ af ungu og gömlu bergi. Umfjöllun um jarðvarmatengda hita- veitu er gölluð. Valið á ártalinu 1972 er sérstakt, en Húsavík fékk hitaveitu það ár. Á næstu 5-6 árum fékk fjöldi annarra þéttbýlisstaða hitaveitu, til dæmis Akureyri, „Háhitasvæði“ og krabbamein Helgi sigurðsson Prófessor/yfirlæknir í krabbameins- lækningum, læknadeild HÍ/ Landspítali helgisi@landspitali.is Ólafur G. Flóvenz dr. scient. Forstjóri ÍSOR og jarðeðlisfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.