Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.2015, Qupperneq 47

Læknablaðið - 01.05.2015, Qupperneq 47
LÆKNAblaðið 2015/101 279 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R málum. Anna mælir með því að ef menn standa frammi fyrir flóknum málum sé alltaf umsvifalaust kallað eftir ytri hjálp hjá almannatengli. Hún ítrekar að fyrsta boðorð í öllum viðkvæmum málum sé að segja alltaf satt, bjóða samtal, biðja afsökunar og taka ábyrgð. Hún sýnir aðgerðaáætlun Landspítala vegna ebóla, og fundargestir fyllast aðdáun því planið virðist vera alhliða, vel skilgreint og æft, og hvergi lausir endar. Teitur Guðmundsson – framkvæmda- stjóri Heilsuverndar – lýsti hvernig honum hefur gengið að tala til almennings, og hvað hann hefur haft að leiðarljósi. Hann hefur útdeilt fræðslu og upplýsingum og verið í sjónvarpi, útvarpi og skrifaði pistla í Fréttablaðið, aðalatriðið er að hafa boð- skapinn allan á mannamáli. Gunnar Steinn Pálsson var síðastur á dagskrá og ræddi aðkomu sína að LÍ haustið 2014 þegar verkfall var yfir- vofandi. Hann fór fögrum orðum um skrifstofu LÍ og starfsfólk og Þorbjörn Jónsson formaður væri toppurinn þar á, yfirvegaður, kurteis og þolinmóður. Fjöl- miðlar voru spenntir, langaði í verkfall og almenningur og fjölmiðlar stóðu með læknum, það var auðfundið. Læknafélagið hafði aldrei áhrif á fréttir, sendi ekkert frá sér nema fréttatilkynningar, stýrði engu segir Gunnar Steinn. En auðvitað skrifuðu læknar sjálfir í blöðin þessa mánuði og það varð æ meira stress eftir því sem á haustið leið. Um miðjan desember var staðan orðin brothætt og stjórnvöld farin að titra. Öryggi sjúklingi í hættu, nefnt var að læknar vildu 50% launahækkun og vonleysi fólks var auðheyrt. Samninga- nefnd LÍ haggaðist aldrei, það var magnað. Fjölmiðlar fengu aldrei á tilfinninguna að það væri verið að nota þá, þeir þurftu alltaf að dæla uppúr Þorbirni, hann lét aldrei móðan mása. Það fyrsta sem hann sagði eftir undirritun var að þeir lægst launuðu fengju 20% hækkun, og það varð aðalatriði. Stuðningur almennings var knúinn áfram af ótta, enginn vill að heilbrigðiskerfið liðist í sundur. Þetta var fyrsta verkfall í syrpu sem framundan er nú, og enginn leiður á þessu. Í lokin sýndu læknar rosa samstöðu, það voru haldnir stórir fundir og almenn ánægja var mikil. Af þessu ber að draga nokkra lærdóma: sýna hæversku, ekki nýta fjölmiðla, hana- slagur skilar engu, virðing lækna er fjör- egg þeirra, – almannatengslafulltrúi er alltaf með sama meðalið handa kúnnanum sínum: eina róandi sprautu, ekkert annað. Það er úthald sem skiptir öllu máli í þessu. Aukaverkanir nýrra samninga er að taka meiri ábyrgð og vera sýnilegri. Nú verður læknum kannski kennt um launaskrið, þeir eiga að taka þátt í samfélagsumræð- unni, þess er vænst að þeir tjái sig. Lokaorð Gunnars Steins vörðuðu fram- tíðina: Næstu samningslotur lækna verða í sviðsljósi, og þá má sjálfstraust lækna ekki ofrísa eða kæruleysi taka yfir, það þurfa allir læknar gæta að tungutaki sínu á samskiptamiðlum. Læknafélagið stendur föstum fótum og heiðarleiki og auðmýkt eru besta veganestið. Í pallborðsumræðu þátttakenda og samtali þeirra við fundargesti kom fram að verkfallið og sigling LÍ gegnum það skapaði mikla virðingu félagsmanna fyrir því, menn voru glaðir að tilheyra þessum hópi. Það er viðkvæmt ástand þegar útí svona sjó er komið einsog verkfall, og þá ber að halda ró sinni, ákefð stuðnings- manna getur orðið hættulegri en öflugur andstæðingur. Ungt fólk er komið til starfa í heil- brigðiskerfinu, þeirra líf fer fram á öðrum og nýrri miðlum en eldri kollega, snap- chat, twitter, facebook, instagram, og það fer fram linnulaust, allan sólarhringinn. Landspítali er með í farvatninu reglur um upptöku, myndbirtingu og þess háttar innan spítalans, bæði fyrir sjúklinga og aðstandendur og starfsfólk. Það þyrfti annað málþing fyrir alla siðfræðina í kringum þetta, hvað má og hvað má ekki. Björn Gunnarsson svæfingalæknir á Akranesi stýrði málþinginu af prúð- mennsku og þótt of fáir væru viðstaddir var ávinningur þeirra þeim mun meiri. Björn Gunnarsson á Akranesi sem er í stjórn LÍ reynir að hafa hemil á fundargestum. Í pallborðinu eru Hjalti Már Björnsson, Anna Sigrún Baldursdóttir, Teitur Guðmundsson og Gunnar Steinn Pálsson. Reynir Arngrímsson erfðafræðingur, Guðmundur Björnsson endurhæfingarlæknir og Jörundur Kristinsson heimilis- læknir voru nokkuð hugsi yfir ýmsu sem fram kom á þinginu.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.