Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 29
LÆKNAblaðið 2015/101 261 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R innan kerfisins, sjúklingarnir og ekki síst þeir sem fjármagna kerfið sjái svart á hvítu hverju það er að skila.“ Embætti landlæknis er sá aðili sem sjúk- lingar leita til ef þeir telja sig hafa orðið fyrir tjóni af völdum heilbrigðiskerfisins. Það hefur borið á því að kvartað væri undan meðferð embættisins á slíkum málum. „Ég hef kynnt mér ítarlega hvernig embættið tekur á kvörtunarmálum og þar má ýmislegt bæta. Sérstaklega má bæta afstöðu embættisins til þess að við erum hér til að greiða götu sjúklinga og hjálpa þeim í kerfinu því það er flókið. Embættið á vissulega að gæta hlutleysis gagnvart öllum aðilum í slíkum málum en við erum þegar farin að ræða leiðir til að draga úr skriffinnsku við meðferð slíkra mála og leita raunverulegra lausna.“ Er ekki jafn slæmt að leita að einstaklingum innan kerfisins þegar mistök eiga sér stað og skella skuldinni á þá? „Það er mjög slæmt enda sjaldnast ein- hverjum einum að kenna þegar eitthvað fer úrskeiðis. Mistök stafa langoftast af slæmum verkferlum og mér finnst ekki rétt að gera einstaklinga ábyrga fyrir slíku. Kerfið ber ábyrgðina og þá er eina vitið að endurskoða verkferlana. Það hefur margsýnt sig að þegar einstaklingar eru gerðir ábyrgir hættir fólk að rapportera og það getur valdið enn stærri slysum. Þetta hefur verið rannsakað í þaula í fluginu og við getum tileinkað okkur öryggisferla þaðan.“ Fráleitt að afnema sykurskatt og selja áfengi í matvöruverslunum Hlutverk Embættis landlæknis er margþætt samkvæmt lögum. Það á að vera stjórnvöldum til ráðgjafar, það á að sinna eftirliti með heil- brigðiskerfinu og það á að sinna lýðheilsu og gæta hagsmuna sjúklinga. Getur embættið gegnt öllum þessum hlutverkum án þess að lenda í mótsögn við sjálft sig? „Já, ef við göngum útfrá því að embætt- ið sé sjálfstætt og dragi ekki taum neins af þessum aðilum á kostnað hins. Við erum einfaldlega ekki í liði með neinum. Hlutverk okkar er að greiða götu fólks og styðja það til að gera rétta hluti. Hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk er mér efst í huga að innleiða hugsun þar sem öryggi og gæði eru ávallt á oddinum. Hvað varðar sjúklinga vil ég að þeir finni hér stuðning til að finna rétta leið í gegnum oft á tíðum mjög flókið kerfi. Gagnvart stjórnvöldum er mikilvægt að veita ráð- leggingar eftir bestu vitund en vera líka gagnrýnin þegar við teljum að stefnt sé í ranga átt. Þetta er sannarlega jafnvægislist en ég tel að okkur eigi að takast að standa í fæturna.“ Ríkisstjórnin hefur afnumið skatt á sykur og fyrir Alþingi liggur frumvarp um að leyfa sölu á áfengi í matvörubúðum. Hver er skoðun embættisins á þessum málum? „Afstaða embættisins í báðum þessum málum er algjörlega afdráttarlaus enda stangast hvorutveggja á við öll þekkt markmið um lýðheilsu og heilbrigði al- mennings. Hlutverk embættisins í lýð- heilsumálum er alveg skýrt. Okkur er ætlað að koma fram með leiðbeiningar um heilbrigði og mataræði og þar undir falla forvarnir á ýmsum sviðum, ekki síst hvað varðar tóbak og áfengi. Stærsti áhættuþáttur Íslendinga hvað varðar sjúk- dóma er offita og mataræði á þar stærstan þátt. Markviss stefna í þá átt að draga úr neyslu sykurs hlýtur að vera eitt af því mikilvægasta sem hægt er að gera í þeim efnum. Embætti landlæknis hefur nýlega „Embætti landlæknis hefur nýlega gefið út nýjar leiðbeiningar um heilsusamlegt mataræði og stjórnvöld tóku nánast samtímis ákvörðun um afnám sykurskatts sem gengur þvert á markmið lýðheilsustefnunnar. Það sjá allir sem vilja hversu fráleitt þetta er. Embættið hefur einnig nýlega skilað umsögn um frumvarpið um breytingar á áfengissölu og þar kemur skýrt fram að frá heilbrigðisjónarmiði er þetta afar slæm ráðstöfun,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.