Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 24
256 LÆKNAblaðið 2015/101 R a n n s Ó k n þessi rannsókn í ljós að meiri kvíða- og þráhyggjueinkenni sam- kvæmt sjálfsmatsskölum höfðu jákvæð áhrif á meðferðarheldni en ekki fundust neinar birtar rannsóknir sem höfðu skoðað þessa þætti áður. Það gæti bent til að undirliggjandi fullkomnunarárátta og samviskusemi hvetji sjúklinga til að sinna meðferð og sé að því leyti hjálpleg. Þetta þyrfti þó að skoða nánar. Sjúklingar með fíknigreiningu sýndu tilhneigingu til aukins brottfalls, einkum ef þeir voru með virka fíkn innan mánaðar frá greiningarviðtali. Þetta er í takt við aðrar rannsóknir.15 Lífsalgengi fíknisjúkdóms í rannsóknarhóp var hátt (30,8%), algengust var áfengisfíkn og fjöllyfjafíkn. Það er því mikil skörun á þessum sjúkdómum. Það þarf að huga sérstaklega að þessum áhættuhóp og þróa samþætta meðferð fyrir slíka einstaklinga sem mögulega gæti komið í veg fyrir einkennaflökt (symptomatic shifting) þar sem vísbendingar eru um að horfur sjúklinga séu verri ef báðir sjúk- dómar eru virkir samtímis. Bæði upplifa sjúklingar oft versnun á átröskunareinkennum þegar þeir eru í fíknimeðferð og mögulega gæti átröskunarmeðferð ýtt undir fall í neyslu.16 Tegund átröskunar hefur oft verið nefnd sem áhrifaþáttur á meðferðarheldni. Þó hefur aðallega verið staðfest meira brottfall hjá sjúklingum með losunarhegðun, bæði lotugræðgi og lystarstol, ofáts- og hreinsunargerð (binge purging type).20 Á spurningalista sem mælir losunarhegðun (Bulit-R) kom ekki fram marktækur munur á brottfalli eftir skori á þeim lista, sem bendir ekki til sterkra tengsla við ofáts-hreinsunarhegðunar og brottfalls í okkar rann- sókn. ICD-10 greinir ekki á milli tegunda lystarstols (aðhaldsgerð/ ofáts-hreinsunargerð) og við gerðum það ekki í okkar rannsókn. Við sjáum hins vegar að lystarstolshópurinn í heild helst betur í meðferð en meðferðartíminn er mun lengri en hjá sjúklingum með lotugræðgi (miðgildi 55,6 vikur á móti 28,6 vikum). Styrkur þessarar rannsóknar er að hún er raunlýsing á meðferð- arafdrifum allra fullorðinna sjúklinga með átröskun sem leita sér meðferðar án útilokunarskilyrða. Erlendar rannsóknir binda oftast meðferðartíma fyrirfram, eru með stöðluð meðferðarprógrömm og velja sjúklinga í meðferð eftir ákveðnum inntökuskilyrðum, oft með sömu greiningarnar.11,26 Slíkar rannsóknir ná því ekki að lýsa hinum klíníska raunveruleika. Veikleiki rannsóknarinnar er að hún er afturskyggn og ekki var skráð hvernig meðferðarsamband var milli sjúklings og meðferð- araðila, en það hefur verið talinn sterkur áhrifavaldur á meðferðar- heldni í erlendum rannsóknum. Batavilji var ekki metinn sérstak- lega í greiningarviðtali og var ekkert skráð um það í sjúkraskrá. Þá eru ástæður brottfalls líka ókunnar, en mögulegt er að aðrir ytri þættir, til dæmis kostnaður, áföll eða önnur veikindi, hafi stuðlað að brottfalli. Ekki er hægt að gefa sér að „ónógum meðferðar- árangri“ hafi í öllum tilvikum verið um að kenna. Rannsóknar- hópinn má telja stóran miðað við margar erlendar rannsóknir sem skoða átröskun, en þrátt fyrir það var erfitt að ná tölfræðilegum styrk í sumum breytum, sérstaklega ef þær voru fjölþátta. Annað vandamál var að skilgreina brottfall. Erfitt er að finna sameiginlega skilgreiningu á brottfalli í erlendum rannsóknum, sem gerir allan samanburð erfiðan. Stundum er talað um „ótíma- bæra stöðvun í meðferð“ (brottfall-A), ef sjúklingur hættir einhliða að mæta í meðferðartíma, hvort sem það er strax eftir greiningar- viðtal eða þegar meðferð er vel á veg komin. Aðrir telja að með- ferð sé lokið þegar sjúklingar hafa mætt í 75% af áætlaðri meðferð. Aðrir skilgreina það sem brottfall ef sjúklingi hefur ekki tekist að ná meðferðarmarkmiðum sínum, til dæmis að verða >19 í lík- amsþyngdarstuðul. Sumir aðgreina jafnvel „snemm-brottfall“ ef sjúklingar hætta að mæta innan mánaðar og „síð-brottfall“ hætti sjúklingar eftir meira en mánuð í meðferð.10 Í þessari rannsókn var ákveðið að skoða „lifun“ sjúklinga yfir langan tíma. Eftirfylgdar- tími var óvenju langur miðað við aðrar rannsóknir og var ákveð- ið að reikna brottfallið bæði yfir allt rannsóknartímabilið (nálægt þremur árum), og einnig hjá þeim sem héldust í meðferð yfir 52 vikur. Við sjáum skyndilega verri meðferðarheldni eftir tæplega ársmeðferð hjá lystarstolssjúklingum en lotugræðgissjúklingar hafa slæma meðferðarheldni strax í upphafi meðferðar (mynd 4). Þegar eftirfylgdartíminn var skoðaður í einungis eitt ár, reyndust bæði frumkvæði að því að leita í meðferð og fíkniröskun sjálf- stæðir áhrifaþættir brottfalls. Áhugavert framhaldsverkefni væri að skoða afdrif hópsins alls, bæði hjá þeim sem luku meðferð og hvernig þeim vegnaði sem hættu í meðferð án samráðs við meðferðaraðila. Mögulegt er að brottfallshópurinn hafi haft gagn af þeim viðtölum sem hann fékk og getað nýtt sér þau til áframhaldandi bata, eða fundið önnur úrræði sem hafi hentað þeim betur. Átröskunarteymi Landspítala hefur í framhaldi af þessari rannsókn hvatt einstaklinga til að leita sér aðstoðar að eigin frumkvæði með því að senda til dæmis tölvu- póst og ekki er krafist tilvísana í meðferð lengur. Lokaorð Átröskun er alvarlegt lýðheilsuvandamál sem mikilvægt er að sinna með gagnreyndum starfsháttum. Þessi rannsókn veitir inn- sýn í það hve tvístígandi sjúklingar eru gagnvart meðferð og hve fjölþættur vandi þeirra er. Mikilvægt er fyrir heilbrigðisstarfsmenn að átta sig á hárri tíðni brottfalls úr meðferð og vera meðvitaðir um mikilvægi meðferðarsambandsins. Viðkvæmasti hópurinn sem hættir í meðferð eru einstaklingar með fíknisjúkdóma en augljóst er að aðrar geðraskanir skipta líka miklu máli og nauðsynlegt er að vinna heildstætt með vanda sjúklinga. Þakkir fá læknaritarar geðdeildar Landspítala fyrir aðstoð við skráarleit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.