Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 14
246 LÆKNAblaðið 2015/101
á drengjahópunum var tvöfalt meiri (42 mínútur) en munurinn
á stúlknahópunum (20 mínútur). Mikill munur var á úthaldi
þátttakenda eftir því hvorum hópnum þeir tilheyrðu, sama hvaða
mæliaðferð var notuð. Almenn skólabörn voru með marktækt
betra úthald samkvæmt VO2max (6,65 ml/mín/kg, p<0,001), PWC170
(0,40 W/kg, p<0,001) og áætlaðri VO2max (5,69 ml/mín/kg, p<0,001)
en börn með þroskahömlun. Eins voru drengir með betra úthald
en stúlkur samkvæmt VO2max (3,31 ml/mín/kg, p=0,005), PWC170
(0,16 w/kg, p=0,001) og áætlaðri VO2max (2,36 ml/mín/kg, p=0,001)
þvert á hópa.
Á mynd 3 má sjá hve hátt hlutfall þátttakenda frá hvorum hópi
fyrir sig náði ráðlagðri hreyfingu dag hvern og viðmiði um út-
hald. Ekkert barn með þroskahömlun náði ráðlagðri hreyfingu að
meðaltali yfir alla vikuna á meðan um 40% almennra skólabarna
gerði það (p<0,001) og einungis tæplega 26% barna með þroska-
hömlun náði viðmiði um úthald á meðan um 75% almennra skóla-
barna náði því viðmiði (p<0,001).
Lítill munur var á blóðsýnum þátttakenda (tafla III). Aðeins á
insúlíni fannst víxlverkun þar sem drengir með þroskahömlun
voru marktækt hærri (2,44 μU/mL, p=0,026) en almennir skóla-
drengir en enginn munur var á milli hópanna hjá stúlkunum
(p=0,457).
Hlutfall þátttakenda sem voru yfir/undir ráðlögðum mörkum
ýmissa áhættuþátta hjarta-, æða- og efnaskiptasjúkdóma má sjá
á mynd 4. Fyrir utan þríglýseríð og insúlín þar sem engir þátt-
takendur greindust með of há gildi, greindust oftast mun fleiri
börn með þroskahömlun með of há/lág gildi en almenn skóla-
börn. Rúmlega 20% þroskahamlaðra barna mældist með of mikið
R a n n s Ó k n
mittismál en einungis um 8% almennra skólabarna (p=0,019),
34% barna með þroskahömlun voru með of háan blóðþrýsting á
móti 16% almennra skólabarna (p=0,004), 21% barna með þroska-
hömlun var með of lágt HDL á móti 6% almennra skólabarna
(p=0,015) og 16% barna með þroskahömlun mældust með of hátt
LDL en 4% almennra skólabarna (p=0,021) en ekki reyndist mark-
tækur munur (p=0,227) á blóðsykri á milli hópanna. Eitt barn með
þroskahömlun greindist svo með of hátt gildi heildarkólesteróls
en ekkert almennu skólabarnanna. Að sama skapi greindist ekkert
almennu skólabarnanna með efnaskiptavillu en tæplega 7% barna
með þroskahömlun (p<0,001).
Umræður
Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar voru þær að íslensk
grunnskólabörn með þroskahömlun komu mun verr út en almenn
skólabörn hvað holdafar, hreyfingu og úthald varðar og nokkuð
verr hvað blóðsýni varðar. Tæplega 33% barna með þroskahömlun
voru of þung eða of feit samkvæmt BMI en um 55% sömu barna
voru með of hátt hlutfall líkamsfitu eða of feit samkvæmt DXA.
Ekkert barn með þroskahömlun náði ráðlagðri hreyfingu að
meðaltali yfir vikuna og einungis um 25% náðu viðmiðum fyrir
úthald. Rúmlega 20% barna með þroskahömlun voru með of mik-
ið mittismál, 34% með of háan blóðþrýsting, 21% með of lágt HDL,
16% með of hátt LDL, 13% með of háan blóðsykur, 2% með of hátt
kólesteról og tæplega 7% barna greindist svo með efnaskiptavillu.
Mynd 4. Hlutfall þátttakenda yfir/undir ráðlögðum mörkum fyrir ýmsa áhættuþætti
hjarta, æða- og efnaskiptasjúkdóma. Tölurnar í súlunum sýna fjölda einstaklinga.
ÞH = börn með þroskahömlun, ASB = almenn skólabörn, HDL = háþéttnifituprótein,
LDL = lágþéttnifituprótein, *= munur á milli hópa p<0,05.
Mynd 3. Hlutfall þátttakenda sem náðu ráðlagðri hreyfingu MVPA og viðmiðum um
úthald. Tölurnar í súlunum sýna fjölda einstaklinga.
ÞH = börn með þroskahömlun, ASB = almenn skólabörn, * = munur á milli hópa
p<0,05.
Tafla III. Blóðfitur og blóðsykurstjórnun þátttakenda.
ÞH drengir n=43 ASB drengir n=45 ÞH stúlkur n=20 ASB stúlkur n=30 Allir ÞH n=63 öll ASB n=75
kólesteról (mmol/L) 4,24 (0,81) 4,21 (0,63) 4,38 (1,09) 4,31 (0,20) 4,29 (0,90) 4,25 (0,63)
HDL (mmol/L) 1,49 (0,42) 1,66 (0,32) 1,56 (0,34) 1,56 (0,29) 1,51 (0,39) 1,62 (0,31)
LDL (mmol/L) 2,47 (0,81) 2,30 (0,56) 2,53 (1,01) 2,41 (0,64) 2,49 (0,87) 2,35 (0,59)
Þríglýseríð (mmol/L) 0,64 (0,23) 0,56 (0,22) 0,67 (0,31) 0,74 (0,20) 0,65 (0,26) 0,63 (0,23)
Blóðsykur (mmol/L) 5,10 (0,46) 5,07 (0,39) 5,12 (0,48) 4,95 (0,33) 5,10 (0,47) 5,02 (0,37)
Insúlín (μU/mL) 9,57 (5,95) 7,13 (3,99)a 9,07 (4,44) 10,29 (5,15) 9,42 (5,49) 8,39 (4,72)‡
ÞH = börn þroskahömlun, ASB = almenn skólabörn, kólesteról = heildarkólesteról, HDL = háþéttnifituprótein, LDL = lágþéttnifituprótein, ‡ = víxlverkun milli hópa og kynja p<0,05,
a = munur á drengjum með þroskahömlun og almennum skóladrengjum p<0,05.