Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 27
LÆKNAblaðið 2015/101 259
Undanfarið hefur mikið verið rætt um
aukna einkavæðingu eða einkarekstur í
heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Skiptar skoð-
anir eru um ágæti þess eins og gengur og
skiptast menn gjarnan í tvær fylkingar
með og á móti. Fer það oft eftir almennum
stjórnmálaskoðunum fólks, hægri eða
vinstri. Skemmst er að minnast nýafstað-
inna bréfaskipta í fjölmiðlum milli Birgis
Guðjónssonar læknis og þingmannsins
Ögmundar Jónassonar.
Nú er það svo að undanfarin ár hefur
hlutur einkareksturs verið að aukast þrátt
fyrir að við völd hafi verið bæði vinstri-
sinnuð og nú hægrisinnuð ríkisstjórn. Það
er mín skoðun að hlutur einkareksturs
eigi eftir að aukast enn frekar á komandi
árum, óháð því hvaða skoðun stjórnvöld
hafa á hverjum tíma. Reyndar virðist sem
einkarekstur vaxi hvað hraðast meðan
vinstrimenn eru við stjórnvölinn. En hvers
vegna skyldi það vera?
Heilbrigðiskerfið er botnlaus hít og
raunar á það við um velferðarmálin í
heild sinni. Allir eiga rétt á ýmiss konar
þjónustu að því er virðist takmarkalaust.
Fjármagn ríkisins er hins vegar takmarkað
eins og flestir vita. Forgangsröðun vinstri
manna í átt að til dæmis félagsmálum, oft
á kostnað heilbrigðismála, leiðir til þess
að heilbrigðisþjónusta versnar sem oftast
birtist með lengri bið eða biðlistum. Það
er einmitt þessi bið sem skapar farveg
fyrir aukinn einkarekstur. Þegar fólk þarf
að bíða er alltaf ákveðinn hópur sem er
tilbúinn til þess að borga aukalega til þess
að stytta biðtímann. Gott dæmi um þetta
nú eru augasteinsaðgerðir þar sem ríkið
greiðir fyrir of fáar aðgerðir á ári, sem
skapar biðlista til 2-3 ára. Margir þeirrra
sem bíða eftir slíkum aðgerðum eru
komnir vel á aldur og eru gjarnan tilbúnir
til þess að borga sjálfir fyrir aðgerðina.
Þeir hafa nefnilega ekki endalausan tíma.
Í rekstri okkar hjá Röntgen Domus
fáum við reglulega fyrirspurnir um hvort
ekki sé hægt að borga sig framhjá bið-
listum. Ekki hefur verið opnað fyrir slíkt
en það er þó vel þekkt frá nágrannalönd-
unum. Þar er þetta jafnvel komið enn
lengra og alvanalegt er að fólk vilji borga
sjálft alla upphæðina til þess að komast
framhjá biðröðum. Þetta hefur síðan aftur
leitt til þess að tryggingafyrirtæki hafa séð
sér leik á borði og bjóða nú tryggingar sem
dekka þennan kostnað. Nokkuð algengt
er að slíkar tryggingar séu orðnar hluti af
launakjörum fólks, til dæmis í Noregi. Það
virðist því vera góð leið til þess að styrkja
einkarekstur að takmarka um of greiðslu-
þátttöku ríkisins. Að sjálfsögðu er þetta
ekki bara svona einfalt og fleira kemur til,
fjárskortur til opinbera kerfisins hefur að
vissu leyti sömu áhrif. Nú kann margur að
halda að ef nóg fjármagn er sett í opinbera
kerfið verði engin eftirspurn eftir einka-
rekstri og hann í raun óþarfur.
Eitt aðalvandamál við rekstur opinbera
kerfisins er að beisla kostnaðinn. Læknar
hjá hinu opinbera bera oftast ekki mikla
ábyrgð á rekstri og kostnaðarvitund getur
verið lítil. Læknar standa frammi fyrir
þeim vanda að vilja veita bestu meðferð
en geta það ekki vegna fjárskorts. Stöðugt
koma fram ný meðferðarúrræði, lyf og
tæki sem bæta árangur. Ég man í fljótu
bragði ekki eftir neinu nýju í þessu sam-
hengi sem er ódýrara en gamla meðferðin.
Vegna takmarkana á fjármagni þarf að for-
gangsraða og velja hvaða meðferð eigi að
veit eða hverjir eiga að fá „bestu“ meðferð.
Læknar hafa ekki viljað taka þá ákvörðun
einir og óska eftir að stjórnvöld komi að
þeirri ákvörðunartöku.
Í Noregi var fyrir skemmstu skipuð
nefnd til þessa verkefnis, kölluð „prioriter-
ingsutvalget“ (prioriteringsutvalget.stat.no)
sem kom með tillögur að forgangsröðun.
Það er nefnilega þannig að við erum ekki
eina þjóðin í heiminum sem ekki hefur
efni á að veita öllum sem þurfa nýjustu og
dýrustu lyfin. Ekki einu sinni ríkasta þjóð
heims getur það. Þetta hvetur stjórnvöld
til þess að reyna að finna hagkvæmustu
leiðina og þá er gjarnan leitað til einka-
reksturs þar sem hægt er að gera samning
um ákveðin verk fyrir ákveðið verð.
Magn er þó ekki sama og gæði. Eitt
af hlutverkum Sjúkratrygginga Íslands
er að gera samning um læknisverk sjálf-
stætt starfandi lækna. Hingað til hefur
bara verið samið um taxta eða verðskrá
en minni áhersla hefur verið lögð á gæði.
Ekkert eða lítið eftirlit er með hvernig
þjónustan er veitt, hvers vegna og hvernig.
Eru tæki endurnýjuð? Sinnir starfsfólk
endurmenntun? Er verið að gera óþarfa
aðgerðir og rannsóknir?
Ég held ég geti mælt fyrir munn flestra
sem tilheyra þeim hópi sem vinnur í
„einkageiranum“ að slíkar kröfur til
einkareksturs eru æskilegar og bara til
þess fallnar að auka gæði þjónustunnar og
veita hinu opinbera aukna og heilbrigða
samkeppni um verkefni og starfsfólk. Því
þrátt fyrir það sem margur heldur, snýst
einkarekstur ekki bara um að græða pen-
inga, við erum líka læknar.
Ú R P E n n a s T J Ó R n a R M a n n a l í
Þorbjörn jónsson, formaður
orri Þór ormarsson, varaformaður
Magnús Baldvinsson, gjaldkeri
Magdalena Ásgeirsdóttir ritari
Arna Guðmundsdóttir
Björn Gunnarsson
Hildur Svavarsdóttir
Tinna Harper Arnardóttir
Þórarinn Ingólfsson
Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna
LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins.
magnus.baldvinsson@simnet.is
stjórn lí 2015
Meira um einkarekstur
Magnús
baldvinsson
sérfræðingur í
læknisfræðilegri
myndgreiningu