Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 30
262 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R gefið út nýjar leiðbeiningar um heilsusam- legt mataræði og stjórnvöld tóku nánast samtímis ákvörðun um afnám sykurskatts sem gengur þvert á markmið lýðheilsu- stefnunnar. Það sjá allir sem vilja hversu fráleitt þetta er. Embættið hefur einnig nýlega skilað umsögn um frumvarpið um breytingar á áfengissölu og þar kemur skýrt fram að frá heilbrigðissjónarmiði er þetta afar slæm ráðstöfun. Það er auðvitað alveg ljóst að ákveðið pólitískt gildismat ræður þarna ferðinni og það er hreinlega hörmulegt þegar það stangast svo aug- ljóslega á við líf og heilsu almennings í landinu. Undir þetta taka allir sem þekkja til og reynsla annarra þjóða tekur af öll tvímæli um hversu slæm ákvörðun þetta yrði. Þjóðin öll og ekki síst heilbrigðis- kerfið mun sitja uppi með afleiðingarnar og ég segi bara hreint út að við þurfum ekki á því að halda.“ Hversu langt er embættið tilbúið að ganga til að verja hagsmuni almennings gagnvart stjórnvöldum þegar lýðheilsusjónarmið eru algjörlega afdráttarlaus? „Við komum okkar afstöðu á framfæri við stjórnvöld og einnig almenning í gegn- um fjölmiðla og heimasíðu embættisins með því að birta eins ítarlegar upplýsingar og okkur er unnt og styðja skoðun okkar með faglegum rökum. Á hinn bóginn er það Alþingi Íslendinga sem setur okkur lög og undir þau verðum við að beygja okkur. Maður vonar bara að löggjafinn beiti skynsemi og hlusti á fagleg sjónarmið við ákvarðanir sínar.“ Skráning upplýsinga er lykilatriði Embættið tók við dánarmeinaskrá af Hag- stofunni árið 2011. Skráningin hefur nánast legið niðri síðan og hamlar rannsóknum og vísindavinnu. Er von á að úr þessu verði bætt á næstunni? „Skráningin er vissulega langt á eftir. Á þessu ári næst vonandi að ljúka skráningu fyrir árin 2012 og 2013 og á næstu tveimur árum ættum við að ná að vinna upp þennan hala. Ég er ekki hlynntur því að hér sé flöskuháls sem tefji rannsóknir og vísindastarf. Við munum gera okkar besta til að ná utanum þetta verkefni.“ PIP-brjóstapúðamálið var eitt stærsta heil- brigðismál ársins 2013 og þó það sé ekki lengur í umræðunni er ýmislegt því tengt enn óljóst og ófrágengið. Skráningu aðgerða á stofum utan sjúkrahúsanna virðist í mörgum tilfellum ábótavant og læknar bera fyrir sig þagnar- skyldu gagnvart sjúklingum. „Það er alveg ljóst að hér hefur viðgeng- ist að gerðar væru aðgerðir og settir íhlutir í fólk, brjóstapúðar meðal annars, án þess að viðunandi skráning færi fram undir eftirliti Embættis landlæknis. PIP-málið svokallaða var greinilega birtingarmynd þess að þegar mistök eiga sér stað eða aukaverkanir koma fram þá verðum við að geta rakið okkur til baka og komist að því að hvað gerðist. Þetta mál sýndi okkur að við verðum að hafa slíkar skráningar í lagi og hafa alveg skýra yfirsýn, hvort sem það er borgað af opinberum fjármunum eða beint úr vasa sjúklingsins. Ef eitthvað kemur uppá verðum við að vita hvað gerðist og geta rakið mistökin til upphafs- ins. Það má vel vera að persónuverndar- sjónarmið vegi þyngra í einhverjum til- fellum en upplýsingaskylda viðkomandi læknis en ef Embætti landlæknis á að geta gegnt lögbundnu hlutverki sínu verðum við að hafa þessar upplýsingar.“ Einkarekstur og einkavæðing í heilbrigðis- kerfinu hefur verið í umræðunni og ekki síst eftir að ríkisstjórnin og læknafélögin skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu samhliða kjarasamningum en þar kom fram skýr vilji til aukins einkareksturs eða fjölbreyttari rekstrar- forma eins og það er orðað í yfirlýsingunni. Með auknum einkarekstri hlýtur eftirlitshlut- verk Embættis landlæknis að verða enn mikil- vægara en ella? „Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er tvenns konar. Annars vegar einkarekstur þar sem sjúklingurinn borgar sjálfur þjónustuna að fullu og hins vegar einka- rekstur þar sem greitt er fyrir þjónustuna af opinberu fé og kostnaður sjúklings því hinn sami hvort sem um einkarekstur eða opinberan rekstur þjónustunnar er að ræða. Í flestum tilvikum erum við að tala um slíkan einkarekstur. Í öllum tilvikum þarf eftirlit með þjónustunni að vera í lagi og það þarf í rauninni að koma úr tveimur áttum að mínu mati. Í fyrsta lagi þarf Embætti landlæknis að fylgjast með því að þjónustan og öryggið sé í lagi en greiðandi þjónustunnar, Sjúkratryggingar Íslands, á líka að spyrja sig fyrir hvað hann er að borga. Þarna þurfa kröfurnar um gæði og öryggi þjónustunnar að vera alveg skýrar og regluverk um upplýsingaskyldu þarf einnig að vera hafið yfir vafa. Þarna tel ég að megi gera mun betur enda eiga skatt- borgarar þessa lands skýlausa heimtingu á því að vita hvaða þjónustu þeir eru að kaupa í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Rafræn skráning bæði sjúkraskráa og lyfja er komin á það stig að hægt er að gera þá kröfu til allra sem reka eða hyggjast reka heilbrigðisþjónustu að allar aðgerðir og lyfjaávísanir séu skráðar rafrænt í viðeig- andi grunna. Þetta er lykilþáttur í tryggja gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga.“ Mikilvægt að skerpa hlutverkin Skráning gagna, eftirlit með þjónustunni, upp- lýsingasöfnun eru greinilega þættir sem þér eru hugleiknir og ekki verður annað ráðið af orðum þínum en að kerfið sé ekki að standa sig fyllilega í þessum efnum. „Þetta er gegnumgangandi í öllu heil- brigðiskerfinu okkar. Allir segja mér að þeir séu að gera góða hluti og ég efast ekki um það. En þegar ég bið um gögn því til staðfestingar verður minna um svör. Þetta veldur því líka að hlutverkaskiptingin innan kerfisins er óljós og tvíverknaður er óþarflega algengur. Hvert er nákvæm- lega hlutverk heilbrigðisráðuneytisins? Hvert er hlutverk Sjúkratrygginga Íslands? Hvert er hlutverk Tryggingastofnunar? Hvert er hlutverk Embættis landlæknis? Hvað eru hinar ýmsu sjúkrastofnanir að gera? Vissulega er þetta allt sett niður í lög og reglugerðir en þegar kemur að fram- kvæmdinni verður hún á köflum ómark- viss og verkefni skarast. Þarna er hægt að skerpa á hlutverkunum og með því tel ég að við fáum hagkvæmara og öruggara heilbrigðiskerfi.“ Þú tekur til starfa þegar læknar hafa náð nýjum kjarasamningi og svo virðist sem hin mjög svo neikvæða umræða um heilbrigðis- kerfið hafi snúist í jákvæðari átt. „Mér finnst ríkja nokkur bjartsýni núna og tækifærin til að gera betur og ráðast í ný verkefni eru fjölmörg. Það væri eitt- hvað skrýtið ef þessi þjóð gæti ekki fengið heilsugæslu og sjúkrahúsþjónustu sem er með því besta sem býðst. Við höfum alla möguleika til þess.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.