Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 41
LÆKNAblaðið 2015/101 273 ■ ■ ■ Hávar sigurjónsson U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Handbók í lyflæknisfræði kemur út á næstu vikum í fjórðu útgáfu og hefur tekið verulegum breytingum frá 3. útgáfu sem kom út árið 2006 og hefur notið mikilla vinsælda. Bókin hefur nýst fjölmörgum, ekki síst unglæknum í starfsnámi og læknanemum. Tveir nýir ritstjórar, læknarnir Davíð O. Arnar og Sigurður Ólafsson, bættust í rit- stjórn en fyrir voru þeir Ari Jóhannesson og Runólfur Pálsson. „Hlutverk ritstjóranna var að hafa frumkvæði að efnisvali, koma með faglegar ábendingar, annast samskipti við höfunda, hönnuð og útgefanda, og síðast en ekki síst lagfæra texta og samræma framsetningu,“ segja ritstjórar í inngangi. Að sögn ritstjóra er höfuðmarkmiðið með Handbók í lyflæknisfræði að styðja við skynsamlega nálgun og meðferð helstu vandamála í lyflækningum þar sem mið er tekið af aðstæðum á Íslandi. „Það skal tekið skýrt fram að efni bókarinnar er ein- göngu leiðbeinandi. Við klíníska ákvarð- anatöku eru sveigjanleiki og innsæi hverj- um lækni jafnmikilvægir þættir og bók sem þessi eða aðrar heimildir. Ábyrgðin á sjúklingum hvílir enda á herðum hans en ekki höfunda,“ segja ritstjórar. Í formála segir: „Tiltölulega langur tími frá fyrri útgáfu hefur kallað á umtals- verða endurskoðun á efni þótt vissulega sé það nokkuð misjafnt eftir köflum. Í nokkrum tilvikum hefur sú leið verið farin að skipta upp efni eldri kafla. Þannig er fjallað um notkun blóðhluta í sérstökum kafla og hið sama gildir um ofnæmis- og ónæmissjúkdóma og meðferð við ógleði. Þá lítur dagsins ljós nýr kafli um bráðalyf en vöntun þótti vera á handhægum upp- lýsingum á einum stað um helstu lyf til nota í bráðatilvikum. Til verulegra bóta er að bókinni fylgir núna efnisorðaskrá. Ætti það að auðvelda mjög alla leit í bókinni. Mesta nýmælið er þó að auk prentaðrar útgáfu verður Hand- bók í lyflæknisfræði gefin út rafrænt.“ Að sögn ritstjórnar var lögð sérstök áhersla á að nota íslensk íðorð þar sem því varð við komið. Telja ritstjórar það miklu skipta að íslenskir læknar hugsi og tjái sig á móðurmálinu við dagleg störf sín. Benda þeir á að ritháttur sá sem viðhafður er í bókinni hefur í mörgum tilvikum orðið öðrum höfundum fyrirmynd við ritun læknisfræðitexta. „Því má velta fyrir sér hvort þörf sé á íslenskri handbók um lyflæknisfræði í ljósi þess að fjölmargar er- lendar bækur eru fáanlegar um þetta efni. Það er álit okkar að bók sem þessi sé gagn- leg viðbót, ekki síst þar sem hún hefur sérstaka tilvísun í vinnulag og nálgun sem hefur þróast hérlendis. Vinsældir fyrri útgáfa bókarinnar styðja þetta algerlega. Handbók í lyflæknisfræði ætti að nýtast breiðum hópi lesenda, svo sem sérfræð- ingum í lyflækningum, heilsugæslulækn- um, deildarlæknum, aðstoðarlæknum og læknanemum. Ekki síst er það von okkar að útgáfa hennar ýti undir áhuga ungra lækna á lyflæknisfræði,“ segir ritstjórn. Handbók í lyflæknisfræði í nýrri og endurbættri útgáfu Ritstjórar 4. útgáfu Hand- bókar í lyflæknisfræði. Frá vinstri: Davíð O. Arnar, Ari Jóhannesson, Runólfur Páls- son og Sigurður Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.