Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 48
280 LÆKNAblaðið 2015/101 Ö l D U n G a D E i l D Stjórn Öldungadeildar Magnús B. Einarson formaður, Þórarinn Sveinsson ritari, Hörður Alfreðsson gjaldkeri, Guðrún Agnarsdóttir, kristrún Benediktsdóttir. Öldungaráð Bergþóra Ragnarsdóttir, jóhann Gunnar Þorbergsson, jón Hilmar Alfreðsson, Sigurður E. Þorvaldsson, Tryggvi Ásmundsson, Valgarður Egilsson. Umsjón síðu Páll Ásmundsson Vefsíða: http://innri.lis.is/oldungadeild-li Meðfylgjandi mynd fann ég í fórum tengdaföður míns, Sigurðar heitins Sig- urðssonar fyrrum landlæknis. Myndin olli mér nokkrum heilabrotum, einkum varðandi tilefni hennar. Allnokkra á myndinni bar ég kennsl á og enn fleiri með aðstoð Védísar Skarphéðinsdóttur og Ingu Láru Baldvinsdóttur safnvarðar Ljósmyndasafns Íslands. Tilgáta var um að þetta væru kennarar læknadeildar Há- skóla Íslands. Væri svo, fannst mér skjóta skökku við að Guðmundur Björnsson landlæknir sæti fremst fyrir miðju því ég vissi að hann kenndi fremur lítið eftir að læknadeildin tók til starfa en vissi einnig að Guðmundur Magnússon sem ég taldi líklega sitja nafna sínum til vinstri handar var fyrsti forseti læknadeildar. Þá flaug mér í hug hvort hér sætu kenn- arar Læknaskólans í Reykjavík en hann starfaði frá 1876 til 1911 er hann var lagður niður við stofnun Háskólans. Ég fann grein eftir Árna Árnason lækni sem hann skrifaði rétt fyrir andlát sitt. Birtist greinin í Læknablaðinu 1973 og nefnist Læknaskól- inn í Reykjavík. Í grein Árna eru taldir þeir 8 kenn- arar er síðast kenndu við Læknaskólann. Áður voru borin örugg kennsl á 6 þeirra á myndinni og Guðmund Magnússon með nokkurri vissu. Með samanburði við myndir fundnar á timarit.is varð því slegið föstu að Guðmundur og Vilhelm Bernhöft tannlæknir væru einnig á myndinni. Hér voru því á mynd allir síðustu kennarar Læknaskólans í Reykjavík. Allir héldu þeir reyndar áfram kennslu við HÍ en seta Guðmundar Björnssonar fyrir miðri mynd staðfestir stöðu hans sem forstöðumanns Læknaskólans. Kennslugreinar þessara manna eru birtar í myndatexta. Námið í Læknaskólanum Árni Árnason nefnir 19 síðustu nem- endur skólans. Af þeim lauk einn námi við lok skólans. Hinir luku allir námi við læknadeild HÍ nema þrír sem ekki finnast í Læknatali. Í grein sinni lýsir Árni námi við skólann allítarlega. Af 12 kennslubókum sem hann telur upp voru 8 á þýsku, þrjár á dönsku og ein á ensku. Verklegt nám var frekar fábrotið. Nefnir Árni meðal Síðustu kennarar Læknaskólans í Reykjavík Fremri röð frá vinstri: Sæmundur Bjarnhéðinsson: lyfjafræði og námskeið um holdsveiki, Guðmundur Björnsson landlæknir: lyflæknisfræði og fæðingarhjálp, Guðmundur Magnússon: handlæknisfræði, lífeðlisfræði og meinafræði. Aftari röð: Þórður Sveinsson: réttarlæknisfræði og námskeið um geðveiki, Andrés Fjeldsted: augnlækningar, Guðmundur Hannesson: líffærafræði og heilbrigðisfræði, Vilhelm Bernhöft: námskeið í tannlækningum, Ásgeir Torfason: efnafræði. Ljósmyndara er ekki getið en Inga Lára Baldvinsdóttir safnvörður Ljósmyndasafns Íslands giskar á Ólaf Magnússon (1889-1955). Páll Ásmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.