Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2015/101 269
Practical og Congress Reykjavík hafa nú sameinað
krafta sína undir merkjum CP Reykjavík. Við erum
frísklegt og skapandi þjónustufyrirtæki sem skipu-
leggur viðburði, ferðir og ráðstefnur fyrir innlenda
og erlenda viðskiptavini.
RÁÐSTEFNUR / VIÐBURÐIR / HVATAFERÐIR
Við gerum
atvinnulífið
viðburðaríkara
www.cpreykjavik.is
Í nýafstaðinni kjaradeilu kristallaðist
grundvallarspurning um hvernig heil-
brigðiskerfi við viljum hafa hér á landi.
Laun lækna eru eitt; eftir er að laga að-
stöðu og tækjakost. Einnig þarf verulega
að bæta eftirlit og kröfur um fagmennsku.
Reynslan hefur sýnt að íslenskir læknar
sem fara utan standast vel kröfur þeirra
landa. En því miður er ekki samskonar eft-
irlit með gæðum og fagmennsku hérlendis.
Engar kröfur eru gerðar um símenntun til
að viðhalda lækningaleyfi. Ekkert reglu-
legt eftirlit virðist vera með því hvernig
læknar vinna og skrá samskipti. Og þekk-
ist annað land (sem við viljum bera okkur
saman við) þar sem lausar læknastöður
eru mannaðar með því að láta læknanema
þykjast vera útskrifaðir læknar?
Skortur á eftirliti og aðhaldi leiðir til
þess að sumir læknar komast upp með
ófagleg vinnubrögð. Þetta hefur auð-
vitað slæmar afleiðingar fyrir sjúklinga
þeirra. En þessir fáu smita líka frá sér,
og fæla aðra frá því að vilja vinna hér.
Læknanemar og unglæknar læra þá slæmu
siði sem fyrir þeim eru hafðir. Útlærðir
læknar gefa afslátt á almennum stöðlum
um vinnubrögð, ekki síst þegar mönnun er
léleg og álag mikið. Ófagleg vinnubrögð á
einum stað leiða til aukins álags á öðrum
stað. Léleg vinnubrögð eru ekki leiðrétt og
standardinn drabbast niður.
Hér skortir gæðaeftirlit, en ekki síður að
tekið sé á vandanum og viðurlögum beitt
þegar eftirlitsaðilar verða varir við brota-
lamir. Eftirlitsstofnanir á Íslandi eru litlar
að umfangi og skortir ef til vill lagastoð
til að taka á málum; en mér sýnist einnig
vanta vilja til að beita þeim viðurlögum
sem þær hafa.
Árið 2009, stuttu eftir að hafa flutt
hingað eftir sérnám, hafði ég það miklar
áhyggjur af gæðum heilbrigðisþjónust-
unnar að ég sendi landlækni bréf, þar
sem ég náði ekki eyrum viðkomandi
stjórnenda. Ég tíundaði tilfelli þar sem
sjúklingar höfðu fengið þjónustu sem var
afar ábótavant. Ég lýsti einnig víðtækari
vandamálum sem báru vott um skort á aga
og eftirliti: læknar sem höfðu árum saman
ekki skráð samskipti sín við sjúklinga og
voru þar með að brjóta lög; læknar sem
svöruðu ekki skilaboðum frá kollegum,
hvað þá frá sjúklingum; algjör skortur á
eftirliti hjá sjúklingum með langvinna
sjúkdóma.
Þáverandi landlæknir hitti mig vegna
þessa bréfs, og svaraði að hann þekkti vel
viðkomandi forstöðulækna þar sem þeir
voru saman í læknadeild. Þetta væru góðir
menn sem hann treysti til úrbóta. Ekkert
breyttist. Ég sendi afrit af bréfinu til næsta
landlæknis árið 2011. Því var ekki svarað.
Þessi reynsla mín sýnir glöggt óvirkt
eftirlit og skort á afleiðingum vegna
lélegra vinnubragða. Þessi tvö fyrirbæri
þrífast á fleiri sviðum í opinbera geiran-
um, þar sem illa gengur að losna við óhæft
starfsfólk vegna ótta yfirmanna við að
takast á við vandamálin. Smæð og skyld-
leiki er engin afsökun fyrir að reglum og
gæðastöðlum sé ekki fylgt.
Mörgum finnst væntanlega óþægilegt
að lesa þetta, og sumir hefðu viljað að ég
hefði ekki tjáð mig opinberlega. Er það
ekki einmitt hluti af vandamálinu, tregða
til að ræða hlutina opinskátt vegna ótta
við að særa aðra og vilja til að trúa að hér
sé allt best í heimi?
Þetta er því ákall til stjórnenda og
eftirlitsstofnana að láta reglur um gæði
og fagmennsku ekki vera eintóm orð á
pappír. Þetta er ekki síður ákall til allra
heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga að láta
í sér heyra þegar þeir verða vitni að lélegri
þjónustu. Íslendingar eiga nefnilega skilið
það heilbrigðiskerfi sem þeir sætta sig við.
Meredith Cricco
lyf- og öldrunarlæknir
Hvernig heilbrigðiskerfi eiga Íslendingar skilið?
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
meredithcricco@yahoo.com