Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 23
LÆKNAblaðið 2015/101 255 undanskilinni, áföll á lífsleiðinni, sjálfsvígstilraun/ir og fyrri með- ferð við átröskun. Niðurstöður úr spurningalistunum sem lagðir eru fyrir sjúklinga í greiningarviðtali og mæla einkenni og alvar- leika átraskana (CIA, BSQ, Bulit-R og EAT-26) sýndu engin mark- tæk tengsl við brottfall. Listarnir mæla röskun á líkamsímynd, sálfélagslegar afleiðingar átraskana, auk lotugræðgis og lystar- stolseinkenna. Umræða Niðurstöður þessarar íslensku rannsóknar sýndu að rúmlega helmingur sjúklinga sem býðst meðferð eftir greiningarviðtal hjá átröskunarteymi Landspítala hættir í meðferð áður en klínískum bata er náð samkvæmt mati meðferðaraðila. Þriðjungur þeirra sem hættir kemur hins vegar aftur í meðferð á rannsóknartímabilinu. Þetta er í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna sem lýsa því að allt frá 30-70% átröskunarsjúklinga hætta ótímabært í göngu deildarmeðferð.10,11,20,21 Sjúklingar með lystarstol héldust best í meðferð. Munur náði ekki marktækni og skýrist líklegast af því að stærsti hluti rannsóknarhóps (89,6%) greindist með lotugræðgi og blandaðar átraskanir (ÁENS). Hærra menntunarstig, eigið frumkvæði að meðferð og meiri kvíða- og þráhyggjueinkenni mældust sem verndandi þættir gegn brottfalli en fíknigreining jók brottfall. Mjög fáir sjúklingar mættu ekki í bókað greiningarvið- tal, hlutfall þeirra var 7% sem er um fjórfalt lægra hlutfall en lýst var í stórri norrænni rannsókn sem skoðaði þetta. Þetta hefur ekki áður verið skoðað á Íslandi. Lágt hlutfall no-shows gæti stafað af vinnulagsreglum átröskunarteymisins hérlendis en lagt var upp úr því að hringja beint í sjúklinginn til að mynda meðferðartengsl og kanna áhuga fyrir meðferð áður en tími var bókaður. Lystarstol greindist hjá hlutfallslega færri sjúklingum sem vísað var í meðferð hérlendis en til sambærilegra meðferðarstofn- ana í öðrum vestrænum löndum. Þar hefur hlutfalli sjúklinga með lystarstol verið lýst að sé allt að 23-40%.9,20 Hlutfallslega greindust mun fleiri með lotugræðgi á Íslandi en ÁENS virðist svipað og erlendis.22 Þetta vekur upp þá spurningu hvort lystarstol hafi lægri tíðni í almennu íslensku þjóðarþýði eða hvort sá sjúklingahópur sé einfaldlega að skila sér verr í meðferð hérlendis. Einnig gæti þetta skýrst af því að sjúklingar með lotugræðgi leiti sér frekar aðstoðar á Íslandi og aðgengi að þjónustu fyrir þann hóp sé betra en víða erlendis. Þá vitum við heldur ekki hve stór hluti sjúklinga með átröskun leitar sér aðstoðar á einkastofum sálfræðinga eða geðlækna, eða til annarra heilbrigðisstétta. Þetta væri áhugavert að skoða betur. Annað áhugavert var að stór hluti sjúklinga var með samhliða geðgreiningu (74,7%). Flestar rannsóknir sýna mjög hátt hlutfall kvíða- og þunglyndisraskana hjá sjúklingum með átraskanir23 en hlutfall í þessari rannsókn var jafnvel enn hærra en í öðrum vestrænum löndum. Sterk fylgni reyndist vera milli kvíða- og þunglyndiseinkenna í okkar rannsóknarhópi, enda fara þessar raskanir oft saman. Meiriháttar kvíði án þunglyndis samkvæmt DASS reyndist vera í 16% tilvika. Persónuleikaraskanir greind- ust sjaldnar en búist var við miðað við erlendar rannsóknir24 og hafa trúlega verið vangreindar. Almennt er þó forðast að greina persónuleikaraskanir þegar átröskunareinkenni eru virk þar sem svelti/vannæring getur valdið persónuleikabreytingum og litað samskipti sjúklings við umhverfi sitt.25 Teymið leggur ekki upp úr að skima fyrir persónuleikaröskunum sérstaklega og má áætla að greiningin hafi aðeins verið sett ef enginn vafi lék á að greiningar- skilmerki væru uppfyllt og einkenni alvarleg. Þessar niðurstöður renna stoðum undir að teymið sé að sinna flóknari málum sem séu líkleg til að krefjast þriðja þjónustustigs og aðkomu þverfaglegs teymis. Sá þáttur sem skipti mestu máli um meðferðarheldni var eigið frumkvæði sjúklings að komu í meðferð. Það er í samræmi við erlendar rannsóknir sem hafa sýnt að vilji til að breyta átrösk- unarhegðun og ná bata er mikilvægur þáttur í meðferðarheldni átröskunarsjúklinga.4,12 Hærra menntunarstig skilaði sér einnig í betri meðferðarheldni, en sýnt hefur verið fram á það í almennri geðmeðferð10 en ekki áður hjá átröskunarsjúklingum. Einnig leiddi R a n n s Ó k n Tafla II. Marktækir áhrifaþættir á meðferðarheldni átröskunarsjúklinga, einþátta lifunargreining. Allir Fjöldi sem lauk eða er enn í meðferð Fjöldi brottfallinna P-gildi HR 95% öryggis bil N n=83 (%) n=99 (%) Menntun Grunnskólapróf 112 46 (41,1) 66 (58,9) 1 Stúdentspróf 44 19 (43,2) 25 (56,8) 0,085 2,63 0,87 7,90 Háskólapróf 25 18 (72,0) 7 (28,0) 0,040 2,98 1,05 8,48 Frumkvæði að komu Foreldri/Maki 18 2(11,1) 16 (88,9) 1 Læknir/Fagaðili 83 38 (45,8) 45 (54,2) 0,085 1,70 0,93 3,10 Sjúklingur sjálfur 81 43 (53,2) 38 (46,9) 0,021 2,99 1,18 7,57 DASS-kvarði Stig kvíði > 8 128 63(49,0) 65(51,0) 0,015 2,40 1,18 4,85 Stig kvíði < 7 41 16(39,0) 25(61,0) 1 oCI-R kvarði 0,029 1,02 1,00 1,04 oCI-R (obsessive Compulsive Inventory Revised): Mælir þráhyggju og áráttueinkenni. HR ( Hazard ratio): Mælir hættuhlutfall. DASS (Depression Anxiety Stress Scales): kvíði á móti ekki kvíði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.