Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2015/101 245 til að bera saman hópa og kyn og til að meta víxlverkun (interac- tion) á milli þessara breyta. Þegar víxlverkun fannst var munur á hópum innan kyns skoðaður. Krosstöflur (crosstabs) voru notaðar til að skoða dreifingu hópanna í flokka viðmiðunargildanna og kí-kvaðrat (chi-square) notað til að meta hvort marktækur munur væri á milli hópanna. Gögnin eru birt sem óvörpuð meðaltöl og staðalfrávik og tölfræðileg marktækni var sett við p<0,05. Niðurstöður Niðurstöður almennra líkamsmælinga, blóðþrýstings og hlut- falls líkamsfitu má sjá í töflu I. Almenn skólabörn voru hávaxnari (8,6 cm, p<0,001) en höfðu lægri summu húðfellinga (-22,7 mm, p<0,001), neðri mörk blóðþrýstings (-6,3 mmHG, p=0,006) og hlut- fall af líkamsfitu (-4,0 prósentustig, p=0,008) en börn með þroska- hömlun. Þvert á hópa höfðu drengir lægri summu húðfellinga (-15,7 mm, p=0,006), hærri neðri mörk blóðþrýstings (3,3 mmHG, p=0,007) og lægra hlutfall líkamsfitu (-4,9 prósentustig, p<0,001) en stúlkur. Víxlverkun fannst á mittismáli (p=0,024) þar sem drengir með þroskahömlun voru með hærra mittismál en almennir skóla- drengir (6,3 cm, p=0,009) en enginn marktækur munur fannst hjá stúlkunum (p=0,601). Samkvæmt BMI flokkuðust marktækt fleiri börn með þroskahömlun of feit, eða 13% á móti 2% hjá almennum skólabörnum, og færri í kjörþyngd (p=0,017, mynd 2A). Á mynd 2B sést flokkun barnanna eftir hlutfalli líkamsfitu (mælt með DXA) en mun fleiri börn með þroskahömlun flokkuðust of feit (41% á móti 19% hjá almennum skólabörnum) og mun færri flokkuðust í meðallagi (43% á móti 69% hjá almennum skólabörnum, p=0,006). R a n n s Ó k n Í töflu II má sjá mælda hreyfingu og úthald þátttakenda. Víxlverkun kom fram í MVPA (p=0,002) sem fólst í að munurinn Tafla I. Líkamlegir eiginleikar þátttakenda. ÞH drengir n=62 ASB drengir n=58 ÞH stúlkur n=29 ASB stúlkur n=35 Allir ÞH n=91 öll ASB n=93 Aldur (ár) 11,8 (2,8) 11,9 (2,9) 11,9 (2,6) 12,0 (2,3) 11,9 (2,9) 11,9 (2,7) Þyngd (kg) 47,7(21,0) 47,1 (16,5) 43,1 (14,3) 49,9 (12,0) 46,2 (19,2) 48,2 (15,0) Hæð (cm) 149,1 (18,4) 155,7 (20,7) 144,1 (14,6) 156,7 (13,9) 147,5 (17,4) 156,1 (18,3)* BMI (kg/m2) 20,6 (5,6) 18,7(2,8) 20,3 (4,3) 20,1 (2,9) 20,5 (5,2) 19,2 (2,9) Húðf. (mm) 75,6 (45,1) 45,9 (29,7) 83,7 (31,5) 71,2 (25,7) 78,2 (41.3) 55.5 (30.7)*† Mittismál (cm) 71,1 (16,1) 64,8 (8,3)a 66,1 (9,9) 67,3 (8,3) 69,5 (14,6) 65,7 (8,4)*‡ Slagþr. (mmHG) 116,0 (9,5) 112,2 (7,8) 114,5 (7,0) 115,1 (5,3) 115,5 (8,8) 113,3 (7,1) Þanþr. (mmHG) 75,7 (7,6) 71,6 (8,2) 71,8 (6,8) 69,3 (7,2) 74,5 (7,6) 70,7 (7,9)*† n=48 n=49 n=23 n=32 n=71 n=81 Líkamsfita (%) 28,5 (10,4) 22,7 (5,8) 31,5 (8,1) 29,7 (5,8) 29,5 (9,8) 25,5 (7,5)*† ÞH = börn með þroskahömlun, ASB = almenn skólabörn, BMI = líkamsþyngdarstuðull, ΣHúðf. = summa húðfellinga, Slagþr. = efri mörk blóðþrýstings, Þanþr. = neðri mörk blóðþrýstings, * = Munur á milli hópa p<0,05, † = munur á milli kynja p<0,05, ‡ = víxlverkun milli hópa og kynja p<0,05, a = munur á drengjum með þroskahömlun og almennum skóladrengjum p<0,05. Tafla II. Hreyfing og úthald þátttakenda. ÞH drengir n=62 ASB drengir n=58 ÞH stúlkur n=29 ASB stúlkur n=35 Allir ÞH n=91 öll ASB n=93 MVPA (mín) 24,3 (15,9) 65,9 (28,6)a 24,7 (12,8) 44,9 (22,9)b 24,4 (14,9) 57,9 (28,4)*‡† n=26 n=45 n=12 n=31 n=38 n=76 Vo2max (ml/mín/kg) 36,3 (6,2) 44,82 (5,85) 35,39 (3,74) 39,55 (4,01) 36,02 (5,34) 42,67 (5,77)*† n=55 n=58 n=26 n=35 n=81 n=93 PWC170 (w/kg) 1,46 (0,43) 1,93 (0,37) 1,38 (0,40) 1,66 (0,32) 1,43 (0,42) 1,83 (0,38)*† Áætlað19 Vo2max (ml/mín/kg) 35,28 (6,2) 42,06 (5,35) 34,07 (5,77) 38,13 (4,60) 34,89 (6,03) 40,58 (5,41)*† ÞH = börn með þroskahömlun, ASB = almenn skólabörn, MVPA = hreyfing af miðlungs- til erfiðri ákefð * = Munur á milli hópa p<0,05, † = munur á milli kynja p<0,05, ‡ = víxlverkun milli hópa og kynja p<0,05, a = munur á drengjum með þroskahömlun og almennum skóladrengjum p<0,05, b = munur á stúlkum með þroskahömlun og almennum skólastúlkum p<0,05. Mynd 2. Holdafarsflokkun þátttakenda samkvæmt líkamsþyngdarstuðli (A) og hlutfalli líkamsfitu (B). Tölurnar í súlunum sýna fjölda einstaklinga. ÞH = börn með þroskahömlun, ASB = almenn skólabörn, * = munur á milli hópa p<0,05.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.