Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 31
■ ■ ■ Hávar sigurjónsson Verðlaunahafi úr sjóði Árna Kristins- sonar og Þórðar Harðarsonar árið 2015 er Sigurður Yngvi Kristinsson prófessor fyrir rannsóknir sínar á sviði faralds- fræði blóð- og mergsjúkdóma. Verð- launin voru afhent við hátíðlega athöfn á Vísindadögum Landspítalans 28. apríl. Um er að ræða verðlaunasjóð í læknisfræði og skyldum greinum sem stofnaður var af Árna Kristinssyni og Þórði Harðarsyni sem báðir voru yfirlæknar á Landspítal- anum og prófessorar við Háskóla Íslands. Þetta er í 7. skipti sem verðlaunin eru veitt og nema þau 3,5 milljónum króna. Þau eru því einhver stærstu verðlaun sem veitt eru íslenskum vísindamönnum. Fimm til- nefningar bárust nú og eru allt mjög hæfir vísindamenn á ýmsum sviðum líffræði og læknisfræði. Verðlaunahafinn að þessu sinni er Sig- urður Yngvi Kristinsson prófessor. Hann lauk sérnámi í lyflækningum og blóð- sjúkdómafræði við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi árið 2006 og doktorsprófi í blóðsjúkdómafræði árið 2009. Eftir það starfaði hann í þrjú ár við sömu stofnun við lækningar og rannsóknir. Sigurður Yngvi er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og starfandi læknir á Landspítala, en viðheldur einnig starfstengslum við Karolinska sjúkrahúsið. Frami Sigurðar hefur orðið skjótur. Strax eftir lokapróf í læknisfræði birti hann sem fyrsti höfundur tvær greinar í virtum tímaritum. Þær fjölluðu báðar um faraldsfræði sjúkdóma, sykursýki og hvít- blæðis og tengsl þeirra við erfðir. Segja má að þessar fyrstu greinar hafi sagt fyrir um framtíðarrannsóknarferil Sigurðar Yngva. Núna liggja eftir hann á 8. tug vísindagreina sem birst hafa í virtum tímaritum. Þær hafa að verulegu leyti snúist um faraldsfræði blóð- og mergsjúk- dóma. Hann hefur nálgast viðfangsefni sitt frá ýmsum hliðum: Út frá erfðamynstri, áhættuþáttum, greiningu, nýgengi, með- ferð, lifun, afdrifum, fylgikvillum, t.d. storknunarhættu, ónæmisfræði, auk félags- legra þátta. Sigurður Yngvi hefur oftar en ekki verið fyrsti höfundur greina sinna. Eftir heimkomuna hefur hann haft örvandi áhrif á ungt íslenskt vísindafólk og gengið á hólm við vísindaverkefni sem íslenskur veruleiki ber í skauti sínu. Á sviði faraldsfræði blóðsjúkdóma stendur Sigurður Yngvi í fremstu röð á heimsvísu. Skilja betur eðli sjúkdómanna Í stuttu spjalli við Læknablaðið um rann- sóknir sínar kveðst Sigurður hafa ein- beitt sér að undanförnu að rannsóknum á sjúkdómnum mergæxli (myeloma) og for- stigi hans. „Ég hef lagt áherslu á að reyna að skilja áhættuþætti þessara sjúkdóma, til dæmis erfðamynstur og áhrif þeirra á horfur einstaklinga með sjúkdóminn. Ég hef verið svo heppinn að fá með mér frábært fólk í rannsóknarhópinn minn, sem hefur stækkað tiltölulega fljótt síðan ég flutti til Íslands 2012 og samanstendur nú af 6 doktorsnemum og tölfræðingi auk þess sem nokkrir læknanemar og almennir læknar hafa tekið þátt í ýmsum verkefn- um. Ég legg mikla áherslu á að nemarnir læri vísindalega nálgun og komi að öllum stigum rannsóknanna til að setja sig inn í fræðin, skilgreina rannsóknartilgátur, hanna rannsóknarsnið, túlka tölfræði- aðferðir og skrifa grein ásamt því að kynna niðurstöður á vísindaþingum. Efniviður rannsókna okkar eru meðal annars gagnagrunnar sem við settum saman í Svíþjóð og byggja á sænskum sjúklingaskrám en einnig erum við nú að rannsaka íslenska sjúklinga. Hér á Íslandi eru ótrúleg tækifæri til framúrskarandi vísindarannsókna og hef ég verið svo heppinn að vera í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu um rannsóknir á blóð- sjúkdómum og höfum við nú þegar birt greinar úr þeim efnivið. Einnig höfum við í samstarfi við Hjartavernd og há- skólastofnanir í Bandaríkjunum sett af stað umfangsmiklar rannsóknir á afdrifum ein- staklinga með forstig mergæxlis. Allt snýst þetta að sjálfsögðu um sjúklingana og að reyna að skilja sjúkdómana betur svo að við getum í framtíðinni fundið við þeim lækningu. Rannsóknir okkar eru vonandi liður í þvi ferli.“ Aðspurður um hvaða þýðingu verð- launin hafi segir Sigurður ljóst að sam- keppnisstyrkir hér á landi séu færri og fjárhæðirnar lægri hér en víða annars staðar. „Þess vegna hefur það mikla þýðingu fyrir minn rannsóknarhóp að fá þennan styrk. Við munum geta haldið áfram því starfi sem við lögðum upp með og að öllum líkindum ná að stækka hópinn strax í haust. Fyrir mig persónulega er styrkurinn mikil viðurkenning á því sem við höfum verið að gera og hvatning til að halda áfram á sömu braut.“ Viðurkenning fyrir rannsóknir á blóð- og mergsjúkdómum Stjórn verðlaunasjóðsins ásamt verðlaunahafa: Frá vinstri: Árni Kristinsson, Sigurður Yngvi Kristinsson, Steinunn Þórðardóttir og Þórður Harðarson. LÆKNAblaðið 2015/101 263 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.