Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 50
282 LÆKNAblaðið 2015/101 Gögn í lyfjagagnagrunni Embættis land- læknis ná aftur til 2003 en hann hefur verið starfræktur til eftirlits síðan 2006. Í grunninum eru persónugreinanleg gögn varðveitt í 30 ár. Þessi lyfjagagnagrunnur er öflugt tæki til eftirlits með lyfjaávís- unum og lyfjanotkun almennt en einnig er hann notaður í vaxandi mæli til vísinda- rannsókna. Nú hefur verið opnað fyrir aðgang lækna og almennings að þessum grunni eins og hér verður nánar lýst. Aðgangur lækna Allir læknar með lækningaleyfi hafa sjálf- krafa aðgang að þessum grunni, þó mest þrjú ár aftur í tímann. Þeir þurfa einungis að fara á vefsíðuna lyfsedlar.landlaeknir.is/ og tengja sig með rafrænum skilríkjum. Með því að slá inn kennitölu fá þeir upp- lýsingar um viðkomandi sjúkling. Þarna er hægt að sjá óútleysta lyfseðla og lyfja- sögu sjúklingsins. Hægt er að endurnýja lyfseðla og skrifa nýja. Einnig er hægt að ógilda lyfseðla í rafrænu lyfseðlagáttinni. Allar þessar upplýsingar uppfærast jafn- óðum. Læknar hafa um árabil getað haft samband við lyfjateymi Embættis land- læknis til að fá upplýsingar um útleysta lyfseðla en nú geta þeir sjálfir sótt meiri og nýrri upplýsingar á þann hátt sem hér er lýst. Læknar hafa einnig aðgang að lyfja- gagnagrunninum í gegnum sjúkraskrár- kerfin sem eru í notkun og unnið er að því að bæta þann aðgang enn frekar. Eitt af vandamálum við lyfjaávísanir er læknaráp (doctor shopping) en aðgangur að lyfjagagnagrunni getur hindrað slíkt með bættu upplýsingaflæði. Upplýsingagjöf til lækna hefur snúist um ávísanir sem þegar er búið að leysa út en með nýjum grunni geta læknar séð rauntímagögn. Þetta skiptir máli vegna þess að dæmi eru um að einstaklingar fái ávísað sama lyfi frá fleiri en einum lækni sama daginn. Margir læknaráparar eiga við alvarlega lyfjafíkn að stríða og sem dæmi má nefna að árið 2014 leystu 242 einstaklingar út að minnsta kosti eitt ávanabindandi lyf frá fleiri en 10 læknum. Í fæstum til- fellum þegar einstaklingar leita eftir sömu ávanabindandi lyfjum til margra lækna, vita þeir af ávísunum kollega sinna. Til eru dæmi sem eiga sér eðlilegar skýringar um að einstaklingar fái ávísað lyfjum frá mörgum læknum, til dæmis hjá þeim sem eru ekki með fastan heimilislækni, en nýr gagnagrunnur gagnast við utanumhald meðferðar hjá þeim. Aðgangur sjúklinga Allir landsmenn geta nú sjálfir sótt upplýsingar um sína eigin lyfjasögu á netinu. Þeir þurfa bara að fara á vefsíðuna heilsuvera.is/ og tengja sig með rafrænum skilríkjum. Þarna getur fólk nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá, meðal annars lyfja- sögu. Sjá má óútleysta lyfseðla og nýlega útleysta seðla. Þetta er einkar gagnlegt til dæmis fyrir þá sem muna ekki með vissu hvort þeir eiga lyfjaávísun í rafrænu gátt- inni fyrir tiltekið lyf. Aðgangur að eigin lyfjaávísunum er hluti af stærra dæmi sem er aðgangur að eigin sjúkraskrá, bólusetningaskrá svo og samskiptum við heilbrigðiskerfið, svo sem tímapöntunum í heilsugæslu og fleira. Sumt af þessu er komið í gagnið en annað er í þróun. Framtíðin Þau kerfi sem hér er lýst eru að slíta barnsskónum og eiga eftir að þróast og slípast á næstu mánuðum og misserum. Vonast er til að þessi kerfi bæti þjónustu við sjúklinga en stuðli jafnframt að eðlilegri og skynsamlegri lyfjanotkun. Stefnt er að því að allar lyfjaávísanir verði rafrænar og segja má að með kerfinu sem hér er lýst sé opnað fyrir þann möguleika. Auk lyfjaávísana er bundin von við að hægt verði að koma inn viðmiðum og viðvörunum í grunninn, til dæmis til að draga úr hættu á milliverkunum lyfja, svo eitthvað sé nefnt. Niðurlag Aðgangur lækna og almennings að lyfja- gagnagrunni er mikil framför. Bætt upplýsingaflæði af þessu tagi á að geta veitt sjúklingum betri þjónustu, gert lyfjanotkun markvissari og öruggari og dregið úr misnotkun ávanabindandi lyfja og annarra lyfja sem stundum eru mis- notuð. Hjá Embætti landlæknis eru miklar vonir bundnar við þetta kerfi en það gerir ekki gagn nema það sé notað og þess vegna eru læknar og sjúklingar hvattir til að byrja sem allra fyrst að nota þessa upp- lýsingaveitu. Á vef Embættis landlæknis eru nánari leiðbeiningar um notkun kerfisins: landlaeknir.is Aðgangur að lyfjagagnagrunni Magnús Jóhannsson læknir magnus@landlaeknir.is Ólafur b. Einarsson sérfræðingur lárus s. Guðmundsson lyfjafræðingur F R Á E M b æ T T i l a n D l æ k n i s 9 . p i s t i l l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.