Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 49
LÆKNAblaðið 2015/101 281 annars beinaskoðun og krufningar í anatómíunámi. Liður í lyflæknis- og handlæknisfræðinámi var vinna við „frílækningu á póliklíník“ sem rekin var í skólahúsinu. Skrifuðu nemar sjúkraskrár, framkvæmdu rannsóknir og spreyttu sig á sjúkdómsgreiningu undir handleiðslu kennara. Tæki til klínískra rannsókna sem nú eru sjálfsögð, svo sem röntgenskoðanir, hjartarafrit, jafnvel blóðþrýstingsmælar, voru enn ekki komin fram. Helsta tækið var hlustpípan og flestir nemarnir áttu smásjá og opthalmoskóp. Efnarannsóknir á líkamsvökvum voru allþróaðar. Lögð var áhersla á hinar sígildu skoðunaraðferðir: inspectio, palpatio, percussio og auscultatio. Árni ber kennurum skólans góðan vitnisburð. Auðsæ er aðdáun á Guðmundi Magnússyni sem jafnan var kallaður „magister“ og lýsir Árni hnitmiðaðri rök- vísi Guðmundar við sjúkdómsgreiningu. Fyrsta læknakennsla Fyrstu landlæknarnir, Bjarni Pálsson og Jón Sveinsson, kenndu læknisfræði og luku fjórir námi frá Bjarna en tveir frá Jóni. Næstu landlæknar höfðu nema en enginn lauk námi fyrr en kom að Jóni Hjaltalín sem hóf skipulega kennslu 1861 og hlaut hún viðurkenningu og styrk frá yfirvöldum. Fram til 1871 voru menn útskrifaðir með fullum réttindum til læknisstarfa hérlendis en eftir það var þess krafist að menn störfuðu um tíma á Fæðingarstofnuninni í Kaupmanna- höfn og hlutu menn til þess siglingastyrk og dvalarstyrk. Jón sá í fyrstu einn um kennsluna en frá 1868 var Jónas Þ. Jónas- sen aðstoðarkennari hans og fengu þeir kennsluaðstöðu í Sjúkrahúsi Reykjavíkur er þá tók til starfa. Alls útskrifaði Jón 13 nemendur á þessu 25 ára tímabili. Á sama tíma útskrifuðust 7 íslenskir læknar frá Hafnarháskóla. Læknaskóli reykjavíkur Skólinn var stofnaður 1876 og tók við af þeirri kennslu er Jón Hjaltalín hafði ann- ast. Veitti Jón Læknaskólanum forstöðu til 1881 og síðan þrír landlæknar er eftir hann komu: Jónas Þ. Jónassen (settur) 1881-1882, Hans J. G. Schierbeck 1882-1895, Jónas Þ. Jónassen 1895-1906 og Guðmundur Björns- son frá 1906. Við stofnun skólans voru kennarar þrír. Auk þeirra Hjaltalíns og Jónassen hóf Tómas Hallgrímsson kennslu við skólann. Smám saman bættust við fleiri kennarar og voru þeir 8 er hann var lagður niður. Læknaskólinn í Reykjavík útskrifaði 62 nemendur. Á sama tíma útskrifaði Hafnarháskóli 32 íslenska lækna. Við stofnun skólans var, auk vinnu á fæðing- arstofnun í Kaupmannahöfn eftir útskrift, krafist misserislangrar vinnu á sjúkrahúsi. Þessar kvaðir héldust lengi eftir stofnun læknadeildar. Læknaskólinn hóf starfsemi í Sjúkra- húsi Reykjavíkur hinu fyrra er stóð fyrir suðurenda Aðalstrætis þar sem Herkastal- inn stendur nú en haustið 1884 flutti hann í nýbyggt sjúkrahús við Þingholtsstræti 25 en það var aðalsjúkrahús Reykjavíkur þar til Landakotsspítali var vígður 1902. Þetta hús stendur enn, kallað Farsóttarhúsið eft- ir því hlutverki er það gegndi um árabil. Mörgum þótti frá upphafi lítt til húss- ins í Þingholtsstræti koma. Þótti það bæði lítið og aðbúnaður lélegur. Oft fóru fram aðgerðir í annarri kennslustofu hússins en þar var hvorki rennandi vatn né skólpfrá- rennsli. Í Árbók háskólans 1913 er sagt frá því að skólinn hafi sagt upp húsnæðinu í Þingholtsstræti og því lýst svo að kennslu- stofur séu litlar kytrur og lágt undir loft. Borð og bekkir eru sagðir óboðlegir í léleg- asta barnaskóla. Fluttist læknakennslan þá í Alþingishúsið. Með kennslu Jóns Hjaltalíns 1861-1876 og Læknaskólans í Reykjavík 1876-1911 var stórt skref stigið í læknisvæðingu lands- ins. Þrátt fyrir lélegan aðbúnað skólans má telja að hann hafi lagt drjúgan skerf til þróunar heilbrigðismála á Íslandi í lok 19. aldar og upphafi hinnar 20. (Myndirnar eru fengnar úr bókinni Lækningar og saga eftir Vilmund Jónsson.) Heimildir Árnason Á. Læknaskólinn í Reykjavík. Læknablaðið 1973; 59: 8-10. Blöndal LB, Jónsson V. Læknar á Íslandi. Sögufélagið, Reykjavík 1944: 42-51 Jónsson V. Lækningar og saga. Tíu ritgerðir. I. Menningarsjóður, Reykjavík 1969. Ísberg JÓ. Líf og lækningar. Íslensk heilbrigðissaga. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2005: 70-1. Þrír fyrstu kennarar Læknaskóla Reykjavíkur Jón Hjaltalín (1807-1882) Jónas Þ. Jónassen (1840-1910) Tómas Hallgrímsson (1842-1893) Sjúkrahús Reykjavíkur hið yngra (1884-1903) stóð við Þingholtsstræti 25. Það tók við af hinu gamla og var af vanefnum gert. Læknaskólinn og síðan læknadeildin var hér til húsa til ársins 1913. Húsið stendur enn, þekkt sem „Farsóttarhúsið“. Teikning: Aa. E. Nielsen Sjúkrahús Reykjavíkur hið eldra (1866- 1884) stóð þar sem nú er hús Hjálpræðis- hersins. Sjúkra- húsið var á efri hæð en niðri var greiðasala og samkomusalur. Hér var Lækna- skólinn til húsa til ársins 1884. Teikning: Aa. E. Nielsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.