Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.2015, Qupperneq 21

Læknablaðið - 01.05.2015, Qupperneq 21
LÆKNAblaðið 2015/101 253 Töflur og gröf voru búin til í Microsoft Excel. Marktektarmörk voru p=0,05. Við tölfræðilega úrvinnslu voru notuð kí-kvaðrat- próf ef breytan var raðbreyta. Öll próf voru einnig reiknuð ós- tikuð ef hópar voru smáir. Við skoðun á forspárþáttum var not- ast við einþátta lifunargreiningu (univariable survival analysis) og fjölþátta lifunargreiningu (multivariable Cox proportional hazards model). Logrank-próf var reiknað þegar bornar voru saman ein- stakar Kaplan-Meier-lifunarkúrfur. Brottfall var reiknað sem fjöldi þeirra sem hættu í meðferð á tímabilinu, bæði með og án 52 vikna takmarksins. Þeir sem luku meðferð með bata eða voru enn í virkri meðferð þegar eftirfylgnitíma rannsóknar lauk voru bornir saman við þá sem duttu úr meðferð þegar forspárþættir voru skoðaðir. Reiknaður var áhættutími hvers einstaklings á rannsóknartímabilinu (person time at risk) og þannig tekið tillit til mismunandi meðferðartíma hvers einstaklings við útreikninga. Leyfi fyrir rannsókninni var samþykkt af siðanefnd Land- spítalans. Einnig fékkst leyfi hjá Persónuvernd. Leyfi til aðgangs að sjúkraskrám var fengið hjá skráarhaldaranum, Birni Zoëga, lækningaforstjóra Landspítala. Niðurstöður Lýðfræðilegar upplýsingar um rannsóknarhóp Konur voru í miklum meirihluta og voru á aldrinum 17-53 ára en karlar á aldrinum 20-33 ára. Meðalaldur hópsins var 26,3 ár (±8,6). Meðalaldur kvenna var 26,2 ár en meðalaldur karla var 26,7 ár. Allir sjúklingar voru á lífi þegar rannsóknargögnum var safnað. Víðtækum lýðfræðilegum upplýsingum var safnað um sjúklinga- hóp en þær má finna í töflu I. Það sem einkennir hópinn er að þetta eru ungir einstaklingar, flestir með grunnskólapróf, búa með fjölskyldum og hafa háa tíðni fyrri áfalla (79,6%) og sjálfsvígs- tilrauna (23,6%). Átröskun og samsláttur geðraskana (comorbidity) Lotugræðgi var algengasta greiningin en hún greindist hjá 52,7%. Næst algengust var ÁENS, hjá 36,8% sjúklinga. Sjúklingar greind- ir með lystarstol voru 10,4%, sjá mynd 2. Við mat á tímalengd sjúkdóms var miðað við hvenær sjúk- lingur sjálfur taldi að átröskunin hefði byrjað samkvæmt grein- ingarviðtali. Stysti tími sjúkdóms var tæplega hálft ár en lengsti tíminn var rúmlega 35 ár. Meðaltímalengd sjúkdóms var 8,1 ár (±7,1). Fjöldi sjúklinga sem var í fyrsta skipti að leita meðferðar vegna átröskunar var 127 (69,8%) en 55 (30,2%) sjúklingar höfðu áður leitað aðstoðar vegna þess. Helstu samhliða geðraskanir voru skráðar og þeim skipt í flokka. Einungis var skoðað algengi greininga sem gerðar voru á meðferðartímabilinu þar sem verið var að kanna áhrif þeirra á meðferðarheldni og því þurftu einkenni að vera virk. R a n n s Ó k n Tafla I. Lýðfræðilegar og klínískar upplýsingar um sjúklingahóp sem fylgt var eftir (n= 182). N % kyn konur 176 (96,7) karlar 6 (3,3) Líkamsþyngdarstuðull <18,5 28 (15,6) 18,5-24,9 114 (63,3) 25,0-29,9 24 (13,3) >30,0 14 (7,8) Menntun Grunnskólapróf 112 (61,9) Stúdentspróf 44 (24,3) Háskólapróf 25 (13,8) Heimilisaðstæður Býr hjá foreldrum 69 (37,9) Býr ein/einn 27 (14,8) Býr með maka/vini 27 (14,8) Býr með fjölskyldu (barn á heimili) 59 (32,4) Þjóðerni Íslendingar 176 (96,7) Útlendingar 6 (3,3) Atvinna Atvinnulaus/á opinberri framfærslu 57 (31,3) Í vinnu 51 (28,0) Í skóla 74 (40,7) Tegund átröskunar Lystarstol (F50.0/ F50.1) 19 (10,4) Lotugræðgi (F50.2/ F50.3) 96 (52,7) Átröskun ekki nánar skilgreind (F50.9) 67 (36,8) Samhliða sjúkdómsgreiningar Einhver samhliða sjúkdómsgreining 136 (74,7) kvíða- eða þunglyndisröskun (F30.-/F40.-) 132 (72,5) ofvirkni og/eða athyglisbrestur (F90.-) 28 (15,4) Persónuleikaröskun (F60.-) 15 (8,2) Fíknigreiningar Fíknigreining einhvern tímann á lífsleið 56 (30,8) Skaðleg notkun alkóhóls (F10.1) 4 2,2) Fíkniheilkenni af völdum alkóhóls (F10.2) 23 (12,6) Fíkniheilkenni af völdum kannabisefna (F12.2) 1 (0,5) Misnotkun lyfja (F19.1) 3 (1,6) Lyfjafíkn (F19.2) 25 (13,7) Áföll á lífsleiðinni 144 (79,6) Saga um sjálfsvígstilraun/-tilraunir 43 (23,6) Mynd 2. Dreifing átröskunargreininga sjúklinga (n=182) samkvæmt ICD-10-kerfinu.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.