Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 4
572 LÆKNAblaðið 2014/100
F R Æ Ð I G R E I N A R
11. tölublað 2014
575
Þorbjörn Jónsson
Vá fyrir dyrum í
heilbrigðiskerfinu
Strax í kjölfar efnahags-
hrunsins 2008 fækkaði
læknum á Íslandi um allt
að 10%.
579
Jóhanna Fríða Guðmundsdóttir, Sigurður Ragnarsson, Arnar Geirsson,
Ragnar Danielsen, Tómas Guðbjartsson
Árangur míturlokuviðgerða á Íslandi 2001-2012
Vægur míturlokuleiki er meðhöndlaður með lyfjum en við alvarlegan leka þarf að
beita skurðaðgerð, en viðgerðir með hjartaþræðingartækni eru í örri þróun. Mítur-
lokuviðgerðir rutt sér til rúms í stað lokuskipta. Lokublöðin eru lagfærð og komið fyrir
míturlokuhring. Rannsóknir hafa sýnt að snemmkominn árangur og langtímalifun eru
umtalsvert betri eftir viðgerð en lokuskipti.
587
Margrét Einarsdóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Jónína Einarsdóttir
Vinnuslys ungmenna: orsakir og alvarleiki
Spurningalisti var lagður fyrir 2000 manna tilviljunarúrtak 13-17 ára ungmenna í Þjóð-
skrá 2008. Svarhlutfallið var 48,4%. Spurt var í lokaðri spurningu hvort ungmennin
hefðu orðið fyrir vinnuslysi og um alvarleika slyssins en í opinni spurningu um áverka
og slysavalda.
521
Ragnheiður M. Jóhannesdóttir, Steinn Jónsson, Felix Valsson, Hrönn Harðardóttir,
Ólöf R. Ámundadóttir, Eyþór Björnsson, Sigfús Nikulásson, Tómas Guðbjartsson
Próteinútfellingar í lungnablöðrum meðhöndlaðar
með lungnaskolun – sjúkratilfelli
Ungur karlmaður greindist eftir að hafa verið með versnandi mæði, hitavellu, þyngd-
artap og truflun á súrefnisupptöku í nokkra mánuði. Lungnamynd sýndi dreifðar þétt-
ingar í báðum lungum. Greining fékkst með vefjasýnatöku við berkjuspeglun. Ákveð-
ið var að skola bæði lungu með saltvatni. Tveimur árum síðar er sjúklingur nánast
einkennalaus og öndunarmælingar sýna góða lungnastarfsemi.
577
Þórarinn Guðjónsson
Samkeppnissjóðir
Vísinda-
og tækniráðs og
rannsóknir í
heilbrigðis- og
lífvísindum
Vísinda- og tækniráð
var stofnað með lögum
frá Alþingi árið 2003.
Ráðið mótar stefnu til
þriggja ára í senn og
hefur umsjón með helstu
samkeppnissjóðum
stjórnvalda.
L E I Ð A R A R
100. ÁRGANGUR LÆKNABLAÐSINS
604
Sagan um Borgarspítalann
Ólafur Jónsson
Senn er hálf öld síðan spítalinn í Fossvogi tók til starfa.
598
Vísindi og
nýsköpun í augsýn
Einar Stefánsson
Skyldur vísindamanna eru
margar: afla nýrrar þekkingar
og miðla til nemenda og al-
mennings, og nýsköpun,
nýta vísindin til atvinnu- og
verðmætasköpunar.