Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2014/100 575
R i T S T J Ó R n a R G R E i n
Læknar hafa boðað verkfall frá og með
októberlokum. Fyrir rúmum þremur ára
tugum sögðu stórir hópar lækna upp
störfum til að knýja á um bætt kjör og
stóðu aðgerðir læknanna þá í einn mánuð
áður en samkomulag náðist við ríkisvaldið.
Með breytingu á lögum um kjarasamninga
opinberra starfsmanna árið 1986 fengu
læknar formlega verkfallsrétt, þótt hann
sé vissulega takmörkunum háður. Læknar
hafa ekki kosið að beita þessum rétti sínum
fyrr en nú.
Læknafélag Íslands býr yfir ýmiss konar
upplýsingum um fjölda, búsetu og störf
íslenskra lækna. Allar upplýsingar sem
fyrir liggja sýna að nýliðun meðal þeirra
er algerlega ófullnægjandi. Strax í kjölfar
efnahagshrunsins 2008 fækkaði læknum
á Íslandi um allt að 10% eins og ítrekað
hefur komið fram í fjölmiðlum á undan
förnum árum. Síðan hefur enn frekar
sigið á ógæfuhliðina hvað varðar mönnun
og þar með vinnuálag hjá læknum. Yngri
sérfræðilæknar sem lokið hafa sérnámi
erlendis hafa ekki verið reiðubúnir að
flytjast til Íslands í nægilega miklum mæli.
Í þessu sambandi má jafnvel tala um hrun
í nýliðun lækna (mynd 1). Kjarabarátta
lækna nú snýst þess vegna ekki síst um það
að bæta kjör lækna nægjanlega til að það
takist að fá þennan hóp lækna til starfa á
Íslandi í framtíðinni. Að gera laun lækna
samkeppnishæfari í norrænu samhengi en
þau eru nú. Ella blasir háski við heilbrigðis
kerfinu.
Á fyrsta ársfjórðungi 2014 taldist Lækna
félagi Íslands til að á landinu störfuðu um
1100 læknar og sýnir tafla I aldursdreif
ingu þeirra. Það sést að nærri 60% lækna
eru yfir fimmtugt og liðlega fjórðungur
lækna er á sjötugsaldri. Meðalaldur sér
fræðilækna árið 2013 var 5556 ár og hefur
hækkun meðalaldursins verið um hálft ár á
ári hverju að undanförnu. Öllum hlýtur að
vera ljóst hvert sú þróun leiðir ef ekki tekst
að spyrna við fótum. Samkvæmt félagaskrá
Læknafélagsins hafa 330 læknar með lækn
ingaleyfi flust af landi brott undanfarin 5
ár en einungis 140 flust aftur til landsins.
Árlega flytja því tæplega 40 fleiri læknar
frá landinu en til þess. Ennfremur áætlar
Læknafélagið að á næstu 5 árum fari meira
en 130 læknar á eftirlaun, helmingi fleiri en
fóru á eftirlaun undanfarin fimm ár.
Íslendingar hafa í heilbrigðismálum,
eins og öðrum velferðarmálum, einkum
borið sig saman við önnur Norðurlönd.
Undanfarin ár höfum við verið að dragast
aftur úr hvað fjölda lækna snertir. Á Norð
urlöndunum eru nú að meðaltali 241 íbúi
að baki hverjum starfandi lækni (218271
eftir löndum). Á Íslandi eru hins vegar 296
íbúar á hvern lækni, sem þýðir að læknis
mönnun hér á landi er um 20% lakari en á
hinum Norðurlöndunum að meðaltali.
Fjöldi lækna og aldur þeirra segir ekki
nema hálfa sögu. Það sem gerst hefur und
anfarin ár er að læknar hafa í sívaxandi mæli
minnkað við sig starfshlutfall hér á landi til
þess að vinna erlendis, einkum á Norður
löndunum. Könnun sem Læknafélag Ís
lands gerði á högum 500 lækna veturinn
20122013 sýndi að yfir 20% sérfræðilækna
sem þá voru búsettir hér á landi störfuðu að
hluta til, eða alfarið, erlendis. Þessi þróun
hófst við hrunið 2008 og hefur aukist ár
frá ári. Meginástæða þess að læknar kjósa
að starfa erlendis er að þar bjóðast umtals
vert betri kjör en hér á landi, hærri laun og
oftast líka færri vaktir og lengri frí.
Meginvandamál íslenska heilbrigðis
kerfisins um þessar mundir er hve illa
gengur að manna stöður lækna. Aðal
ástæða þess er að kjör hér á landi eru engan
veginn samkeppnishæf við það sem býðst
í nágrannalöndum okkar. Úr því þarf að
bæta og um það snýst kjarabarátta lækna.
Ef launakjörin batna ekki nægilega mikið
til að fullmenntaðir yngri sérfræðilæknar
búsettir erlendis vilji flytjast heim og þjóna
í íslenska heilbrigðiskerfinu erum við í
djúpstæðum vanda. Á honum verður að
taka strax. Á síðustu árum hefur alvarlegt
rof orðið í eðlilegri endurnýjun í lækna
stéttinni. Ennþá er hægt að stoppa í þau göt
sem hafa myndast. Tíminn er þó að verða
naumur. Þess vegna grípa læknar til verk
fallsréttar síns. Brátt verður það of seint.
imminent crisis in the icelandic health care system
Thorbjörn Jónsson MD, PhD, Clinical Professor
Specialist in Immunology and Transfusion Medicine
Landspítali university Hospital, Reykjavík, Iceland
Vá fyrir dyrum í heilbrigðiskerfinu
thorbjorn@lis.is
Þorbjörn
Jónsson
formaður
Læknafélags Íslands
Höfundur er sérfræðingur
í ónæmisfræði og
blóðgjafarfræði og starfar á
Landspítala.
Relvar® Ellipta® innöndunarduft, afmældir skammtar. Hver stök innöndun gefur skammt (skammt sem fer í gegnum munnstykkið) sem er 22 míkróg af vílanteróli (sem trífenatat) og 92 eða 184 míkróg af
flútíkasónfúróati. Þetta samsvarar afmældum skammti sem er 25 míkróg af vílanteróli (sem trífenatat) og 100 eða 200 míkróg af flútíkasónfúróati. Hjálparefni með þekkta verkun: Hver skammtur inniheldur u.þ.b.
25 mg af laktósa (sem einhýdrat). Ábendingar: Astmi: Relvar Ellipta er ætlað til notkunar við reglulega astmameðferð hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri þegar notkun samsetts lyfs (langverkandi
beta2-örva og barkstera til innöndunar) á við: Þegar ekki næst viðunandi stjórn á sjúkdómnum með barksterum til innöndunar og skjótvirkum beta2-örvum til innöndunar „eftir þörfum“. Langvinn lungnateppa
(aðeins Relvar Ellipta 92/22 míkróg): Relvar Ellipta er ætlað til meðferðar á einkennum langvinnrar lungnateppu hjá fullorðnum með FEV1 < 70% af áætluðu eðlilegu gildi (eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfs) og sögu
um endurtekna versnun, þrátt fyrir reglulega meðferð með berkjuvíkkandi lyfjum. Skammtar og lyfjagjöf: Astmi: Fullorðnir og unglingar 12 ára og eldri: Ein innöndun af Relvar Ellipta 92/22 míkróg einu
sinni á dag. Sjúklingar finna yfirleitt fyrir bættri lungnastarfsemi innan 15 mínútna frá innöndun Relvar Ellipta. Hins vegar skal upplýsa sjúklinginn um að regluleg dagleg notkun sé nauðsynleg til að viðhalda
stjórn á einkennum astma og að notkun skuli halda áfram, jafnvel þó einkenni hverfi. Ef einkenni koma fram á tímabilinu á milli skammta, skal nota skjótvirkan beta2-örva til að létta strax á einkennum. Íhuga
skal 92/22 míkrógramma upphafsskammt af Relvar Ellipta hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri sem þarfnast lítils til meðalstórs skammts af barksterum til innöndunar ásamt langverkandi beta2-örva.
Ef ekki næst fullnægjandi stjórn á sjúkdómnum með Relvar Ellipta 92/22 míkróg, má auka skammtinn upp í 184/22 míkróg, sem getur gefið betri árangur við astmastjórnun. Heilbrigðisstarfsmaður skal
endurmeta sjúklinga reglulega þannig að þeir haldi áfram að fá kjörstyrkleika af flútíkasónfúróati/vílanteróli og að honum sé aðeins breytt samkvæmt læknisráði. Skammtinn skal aðlaga þannig að alltaf sé
notaður minnsti skammtur sem nær virkri stjórn á einkennum. Íhuga skal notkun Relvar Ellipta 184/22 míkróg hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri sem þurfa að fá hærri skammta af barksterum til
innöndunar ásamt langverkandi beta2-örva. Langvinn lungnateppa: Fullorðnir 18 ára og eldri: Ein innöndun af Relvar Ellipta 92/22 míkróg einu sinni á dag. Relvar Ellipta 184/22 míkróg er ekki ætlað til notkunar
hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu. Enginn viðbótarávinningur er af notkun 184/22 míkrógramma skammts samanborið við 92/22 míkróg skammtinn og hætta á aukaverkunum svo sem lungnabólgu
og altækum aukaverkunum tengdum barksterum er hugsanlega aukin. Það skal gefa á sama tíma dag hvern. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Aukaverkanir: Mjög
algengar: Höfuðverkur og nefkoksbólga. Algengar: Lungnabólga, sýking ofarlega í öndunarvegi, berkjubólga, inflúensa, hvítsveppasýking í munni og koki, verkur í munnkoki, skútabólga, kokbólga, nefslímubólga,
hósti, raddtruflun,kviðverkir, liðverkur, bakverkur, hiti. ATC R03AK10. Markaðsleyfishafi: Glaxo Group Limited, 980 Great West Road, Brentford, Middlesex TW8 9GS. Bretland. Fulltrúi markaðsleyfishafa:
GlaxoSmithKline ehf. Þverholti 14, 105 Reykjavík, Ísland, Sími 530 3700. Dagsetning endurskoðunar textans: 22. maí 2014. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur
mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is
Pakkningar og verð (September 2014)
Relvar Ellipta 92 mcg/22 mcg, innönddu, 30 skammtar R, G Kr. 9.482
Relvar Ellipta 184 mcg/22 mcg, innönddu, 30 skammtar R, G Kr. 11.830
Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar:
www.lyfjastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700.
Heimildir:
1. Relvar Samantekt um eiginleika lyfs. www.serlyfjaskra.is. 2. Boscia JA et al. Clin Ther. 2012; 34(8): 1655-66.
3. Svedsater H et al. BMC Pulmonary Medicine 2013; 13: 72.
(flútíkasónfúróat/vílanteról)
® ®
24 klst. verkun. Mjög einfalt.
* Barksteri og langvirkt berkjuvíkkandi lyf til innöndunar.
Fyrsta ICS/LABA-meðferðin sem virkar í 24 klst.1,2
... skömmtun einu sinni á dag1
... í einföldu og handhægu innöndunartæki3
Relvar® Ellipta® er ætlað til notkunar við reglulega astmameðferð hjá fullorðnum og
unglingum 12 ára og eldri þegar notkun samsetts lyfs á við: þegar ekki næst viðunandi
stjórn á sjúkdómnum með barksterum til innöndunar og skjótvirkum beta2-örvum til
innöndunar „eftir þörfum“.
Relvar® Ellipta® er ætlað til meðferðar á einkennum langvinnrar lungnateppu hjá
fullorðnum með FEV1 < 70% af áætluðu eðlilegu gildi (eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfs) og
sögu um endurtekna versnun, þrátt fyrir reglulega meðferð með berkjuvíkkandi lyfjum.
24
klst
AstmiLLT
IS
/F
FT
/0
01
7/
14
a
S
ep
te
m
be
r 2
01
4
IS_FFT_0017_14a_Relvar_adv_A4_Sept2014.indd 1 22.09.2014 07:38:20
Tafla I. Aldurssamsetning lækna á Íslandi
í ársbyrjun 2014.
aldurshópur Hlutfall, %
<30 ára 7
30 – 34 ára 8
35 – 39 ára 5
40 – 44 ára 11
45 – 49 ára 12
50 – 54 ára 16
55 – 59 ára 14
60 – 64 ára 15
65 – 69 ára 12
Mynd 1. Hlutfall lækna sem eru búsettir á Íslandi.