Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.2014, Page 11

Læknablaðið - 01.11.2014, Page 11
LÆKNAblaðið 2014/100 579 Inngangur Á Vesturlöndum er leki í míturloku algeng ábending fyrir opinni hjartaskurðaðgerð, en kransæðahjáveita og ósæðarlokuskipti eru þó mun algengari hjartaaðgerðir.1 Orsakir míturlokuleka eru aðallega tvenns konar: hrörnunarsjúkdómur í lokunni (degenerative) eða starf­ rænn leki (functional).2 Við hrörnunarsjúkdóm verður bakfall (mitral valve prolapse) á öðru eða báðum loku­ blöðunum sem veldur leka. Þessu valda hrörnunar­ breytingar í lokublöðunum sjálfum eða slit eða leng­ ing á lokustögum (chordae tendinae).3 Við starfrænan leka eru lokublöð og lokustög hins vegar eðlileg, en blóðþurrð í vinstri slegli og totuvöðvum getur truflað hreyfingu lokublaðanna, aðallega þó aftara mítur­ lokublaðsins.3 Einnig getur víkkun á vinstri slegli, til dæmis vegna útbreidds blóðþurrðar­ eða hjartavöðva­ sjúkdóms, valdið víkkun á míturlokuhringnum. Loku­ blöðin ná þá ekki að mætast sem veldur leka í miðri lokunni.3 Aðrar sjaldgæfari orsakir míturlokuleka eru kalkanir í míturlokuhringnum, hjartaþelsbólga, gigt­ sótt og bráður míturlokuleki vegna rofs á totuvöðva i kjölfar hjartadreps (papillary muscle rupture).1 Míturlokuleki er greindur með hjartaómskoðun, annaðhvort um brjóstvegg eða vélinda.4,5 Umfang og orsök lekans er metið og áhrif hans á stærð, sam­ dráttargetu og starfsemi vinstri slegils.6 Auk þess er mæld stærð og rúmmál vinstri gáttar, stærð og sam­ inngangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur mítur- lokuviðgerða á Íslandi, en það hefur ekki verið gert áður. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 125 sjúklingum (meðal- aldur 64 ár, bil: 28-84 ár, 74% karlar) sem gengust undir míturlokuviðgerð vegna míturlokuleka á Landspítala 2001-2012. Ábending fyrir aðgerð var míturlokuhrörnun hjá 70 (56%) sjúklingum, en starfrænn leki hjá 55 (44%). Heildarlifun var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier en miðgildi eftir- fylgdar var 3,9 ár (bil: 0-11,7 ár). niðurstöður: Aðgerðum fjölgaði á rannsóknartímabilinu úr 39 í 86 á fyrra og síðara hluta þess. Meðal EuroSCORE var 12,9; tveir þriðju sjúklinga voru í NYHA flokki III/IV fyrir aðgerð og 50% með alvarlegan míturloku- leka. Tíundi hver sjúklingur hafði áður farið í opna hjartaaðgerð og 12% höfðu nýlegt hjartadrep. Allir sjúklingar, að þremur undanskildum, fengu míturlokuhring (meðalstærð 28,4 mm). Framkvæmt var brottnám á hluta lokublaðs hjá 51 sjúklingi (41%), 28 fengu ný lokustög úr gerviefni (Goretex®) og 7 Alfieri-saum. Hjá 83% sjúklinga var einnig framkvæmd önnur hjartaaðgerð, oftast kransæðahjáveita (53%), Maze-aðgerð (31%) eða ósæðarlokuskipti (19%). Meiriháttar fylgikvillar greindust hjá rúmum helmingi sjúklinga, algengastir voru hjartadrep, enduraðgerð vegna blæð- ingar og hjarta- og öndunarbilun. Minniháttar fylgikvillar greindust í 71% tilfella. Átta sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð (6%), en 5-ára lifun var 79%; 84% hjá sjúklingum með míturlokuhrörnun og 74% hjá þeim með starfrænan leka. Ályktun: Míturlokuaðgerðum hefur fjölgað umtalsvert á síðasta áratug á Íslandi. Fylgikvillar eru tíðir en dánartíðni <30 daga og langtímalifun er svipuð og í sambærilegum erlendum rannsóknum. ÁGRIp dráttargeta hægri slegils og lagt mat á slagæðaþrýsting í lungnablóðrás.6 Vægur míturlokuleki er oftast meðhöndlaður með lyfjum, sérstaklega starfrænn leki, en við alvarlegan leka þarf yfirleitt að beita skurðaðgerð, enda þótt við­ gerðir með hjartaþræðingartækni séu nú í örri þróun.7 Á síðustu tveimur áratugum hafa míturlokuviðgerðir rutt sér til rúms í stað lokuskipta, sérstaklega við hrörnunar­ sjúkdómi í lokunni.8 Lokublöðin eru þá lagfærð og komið fyrir míturlokuhring til að styrkja viðgerðina.9 Viðgerð á starfrænum leka felast hins vegar í því að þrengja mít­ urlokuopið með stífum hring.10 Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að snemmkominn árangur og langtímalifun eru umtalsvert betri eftir viðgerð en lokuskipti.2, 11 Auk þess er kostur að ekki er þörf á langtíma blóðþynningar­ meðferð eftir viðgerð og starfsemi vinstri slegilsins er betur varðveitt.11, 12 Á stærri sjúkrahúsum erlendis er árangur míturlokuviðgerða víða mjög góður og dánar­ hlutfall innan 30 daga undir 2% við hrörnunarsjúkdómi og 5­10% hjá sjúklingum með starfrænan leka.13 Áður hefur birst rannsókn á árangri míturlokuskipta á Íslandi14 en upplýsingar um árangur míturlokuvið­ gerða hefur vantað hérlendis. Markmið þessarar rann­ sóknar var að kanna árangur míturlokuviðgerða á Land­ spítala á 12 ára tímabili með áherslu á snemmkomna fylgikvilla og dánarhlutfall innan 30 daga. Greinin barst 20. mars 2014, samþykkt til birtingar 5. september 2014. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Árangur míturlokuviðgerða á Íslandi 2001­2012 Jóhanna Fríða Guðmundsdóttir1 læknir, Sigurður Ragnarsson3 læknir, Arnar Geirsson1 læknir, Ragnar Danielsen2 læknir, Tómas Guðbjartsson1,4 læknir 1Hjarta- og lungnaskurð- deild, 2hjartadeild, Land- spítala, 3hjartaskurðdeild Háskólasjúkrahússins á Skáni í Lundi, Svíþjóð, 4læknadeild HÍ Fyrirspurnir Tómas Guðbjartsson tomasgud@landspitali.is R a n n S Ó k nStrattera er nú samþykkt til að hefja meðferð við ADHD hjá fullorðnum Heimildir: 1. www.serlyfjaskra.is. 2. Michelson D et al. Biol Psychiatry 2003; 53(2): 112–20. 3. Young JL et al. Clin Neuropharmacol 2011; 34(2): 51– 60. 4. Adler LA et al. J Clin Psycho Pharmacol 2009; 29(1): 44–50. 5. Adler LA et al. J Clin Psychiatry 2005; 66(3): 294 –9. 6. Adler LA et al. J Atten Diord 2008; 12(3): 248–53. 7. Wehmeier et al. Child Adolesc Phsychiatry Mental Health 2009; 3(1): 5. – Eina lyfjameðferðin fyrir fullorðna með ADHD sem tilheyrir ekki flokki örvandi lyfja1 – Dregur úr helstu einkennum ADHD og veitir stöðuga stjórn á einkennum allan daginn yfir lengri tíma, borið saman við lyfleysu2-7 – Tekið einu sinni á dag1 – Staðfestar upplýsingar varðandi öryggi og þol sýna að Strattera er góð meðferð fyrir sjúklinga sem þjást einnig af félagsfælni og áfengissýki1 Stöðug stjórn á einkennum beinir athyglinni frá ADHD Strattera LIL140901

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.