Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.2014, Qupperneq 21

Læknablaðið - 01.11.2014, Qupperneq 21
LÆKNAblaðið 2014/100 589 slysavalda og áverka byggir því á skilningi svarendanna sjálfra á þessum þáttum en ekki á fyrirfram gefinni flokkun rannsak­ enda.26 Ef svarandi hafði orðið fyrir fleiri en einu vinnuslysi var hann beðinn um að gefa upplýsingar um síðasta slys. Áverkar voru settir í 11 flokka (sjá töflu III) og slysavaldar í 7 flokka (sjá töflu IV). Í 24,4% tilvika voru svörin um áverkann það óljós að ekki var hægt að setja þau í ákveðinn flokk og í 18,6% tilvika gilti það sama um slysavaldinn. Kí­kvaðrat próf var notað til að reikna tölfræðilega marktækni. Prófið metur hvort marktækur munur er á milli mis­ munandi hópa í tíðnitöflum.26 Miðað var við 95% vikmörk. Töl­ fræðigreiningin var unnin í SPSS tölfæðiforritinu. Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar og samþykkt af Siðanefnd Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands þann 18. október 2007. Vísindasiðanefnd taldi rannsóknina ekki heyra undir sitt verksvið. Niðurstöður Nær allir sem svöruðu spurningalistanum voru í skóla, eða 98%, og 90% svarenda höfðu reynslu af launaðri vinnu. Samtals voru 84% í launuðu starfi sumarið 2007 og 49% í launaðri vinnu með skóla veturinn 2007­2008. Atvinnuþátttakan jókst marktækt með hækk­ andi aldri, bæði hvað varðar sumarvinnu (úr 46% meðal 13 ára í 98% meðal 17 ára) og vinnu með skóla (úr 15% meðal 13 ára í 71% meðal 17 ára). Marktækt fleiri stelpur (56%) en strákar (40%) unnu með skóla. Starf í vinnuskóla var algengasta sumarstarfið (39%) en verslunarstörf algengasta starfið með skóla (53%). Að meðaltali unnu ungmennin í 33 klukkustundir á viku yfir sumartímann og í 10 klukkustundir á viku með skóla yfir vetrartímann. Af þeim sem höfðu orðið fyrir vinnuslysi sögðu tæplega þrír fjórðu (73%) að slysið hefði átt sér stað á árinu 2007 en ríflega fjórðungur (27%) að slysið hafi orðið fyrir þann tíma. Tafla I sýnir að rúmlega fimmtungur (21,3%) ungmennanna hefur orðið fyrir vinnuslysi, þar af 11,9% einu sinni og 9,5% tvisvar eða oftar. Taflan sýnir marktækan mun eftir aldri. Samtals hafa 14,3% 13 ára ungmenna orðið fyrir vinnuslysi en hlutfallið er kom­ ið í 30,7% við 17 ára aldur. Þá hafa 5,4% yngsta aldurshópsins orðið fyrir slysi oftar en einu sinni, samanborið við 17% elsta aldurs­ hópsins. Tafla I sýnir einnig marktækan kynjamun þar sem fleiri strákar (24,1%) en stelpur (19,2%) hafa slasast við vinnu. Strákarnir (12,8%) eru einnig líklegri en stelpurnar (6,9%) til að hafa slasast oftar en einu sinni. Tafla II sýnir að 29,6% ungmenna sem höfðu slasast í vinnu voru frá vinnu í viku eða skemur vegna vinnuslyss en 5,9% í meira en viku. Að vera frá vinnu í meira en viku er hér metið sem vísbending um að slysið hafi verið alvarlegt. Taflan sýnir hvorki marktækan aldurs­ né kynjamun hvað varðar hvort, og þá hve lengi, ungmennin voru frá vinnu vegna slyss. Tafla III sýnir algengustu áverkana. Skurður (25,6%) er langal­ gengasti áverkinn, tognun (12,2%) sá næstalgengasti og brunasár (9,6%) sá þriðji algengasti. Engir þessara áverka leiddu til þess að viðkomandi væri lengur en viku frá vinnu. Bakáverkar (8,3%) og beinbrot (5,1%) voru þeir áverkar sem urðu þess oftast valdandi að viðkomandi var óvinnufær í meira en eina viku. Eins og fram kemur í töflu IV eru orsakavaldar 41% vinnu­ slysanna eitthvað sem verður í vegi starfsmannsins, beitt áhald, heitt áhald/heitur vökvi eða fall þungs hlutar. Slys vegna falls þungs hlutar, vegna þess að þungum hlutum er lyft og/eða hann borinn og vegna húsdýrs/gæludýrs eru þættir sem á hinn bóginn valda meira en viku fjarveru frá vinnu. Tafla V sýnir að þeir áverkar sem leiddu helst til langrar fjar­ veru frá vinnu, það er bakáverkar og beinbrot, hlutust helst af því þegar ungmennið lyfti eða bar þungan hlut, rann í hálku eða á sleipu gólfi eða vegna falls þungs hlutar. Umræður Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að við 18 ára aldur hefur tæplega þriðjungur ungmenna hér á landi orðið fyrir að minnsta kosti einu vinnuslysi og að 6% slysa 13­17 ára ungmenna leiða til meira en einnar viku vinnutaps. Hærra hlutfall eldri ungmenna hefur orðið fyrir vinnuslysi en þeirra sem yngri eru og strákar eru R a n n S Ó k n Tafla III. Tegund áverka eftir fjarveru frá vinnu, n (%). Tegund áverka Ekki frá vinnu Í viku eða skemur frá vinnu Í meira en viku frá vinnu Samtals Skurður 31 (30,1) 9 (20,5) - 40 (25,6) Tognun 8 (7,8) 11 (25,0) - 19 (12,2) Brunasár 13 (12,6) 2 (4,5) - 15 (9,6) Bakáverki 9 (8,7) 1 (2,3) 3 (33,0) 13 (8,3) Mar og/eða bólga 10 (9,7) 2 (4,5) - 12 (7,7) Beinbrot 1 (1,0) 3 (6,8) 4 (44,4) 8 (5,1) Annar áverki 6 (5,8) 4 (9,1) 1 (11,1) 11 (7,1) Svar óljóst 25 (24,3) 12 (27,3) 1 (11,1) 38 (24,4) Samtals 103 (100) 44 (100) 9 (100) 156 (100) Tafla IV. Slysavaldur eftir fjarveru frá vinnu, n (%). Slysavaldur Ekki frá vinnu Í viku eða skemur frá vinnu Í meira en viku frá vinnu Samtals Eitthvað í veginum fast eða á hreyfingu 13 (12,6) 5 (11,4) - 18 (11,5) Beitt áhald 12 (11,7) 5 (11,4) - 17(10,9) Heitt áhald/heitur vökvi 13 (12,6) 2 (4,5 ) - 15 (9,6) Fall þungs hlutar 9 (8,7) 4 (9,1) 1 (11,1) 14 (9,0) Falla eða hoppa niður af einhverju (t.d. stiga, þaki) 6 (5,8) 4 (9,1) - 10 (6,4) Venjuleg líkamshreyfing (t.d. hlaup) 3 (2,9) 6 (13,6) - 9 (5,8) Þungum hlut lyft og/eða hann borinn 4 (3,9) - 3 (33,3) 7 (4,5) Hálka/sleipt gólf 4 (3,9) 2 (4,5) - 6 (3,8) Húsdýr/gæludýr 2 (1,9) 3 (6,8) 1 (11,1) 6 (3,8) Eitthvað sem klemmir 3 (2,9) 1 (2,3) - 4 (2,6) Annað 13 (12,6) 6 (13,6) 2 (22,2) 21 (13,5) Óljós/kemur ekki fram 21 (20,4) 6 (13,6) 2 (22,2) 29 (18,6) Samtals 103 (100,0) 44 (100,0) 9 (100,0) 156 (100,0)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.