Læknablaðið - 01.11.2014, Síða 22
590 LÆKNAblaðið 2014/100
líklegi til að hafa lent í vinnuslysi en stelpur. Hvorki aldurs né
kynjamunur er hins vegar til staðar hvað varðar lengd fjarveru
vegna slyss. Erfitt er að fullyrða hvort algengara sé að íslensk ung
menni lendi í vinnuslysi og/eða þau lendi í alvarlegri slysum held
ur en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum vegna þess að ólík
rannsóknarsnið torvelda samanburð. Rannsókn Guðbjargar Lindu
Rafnsdóttur2 frá árinu 1998 sem náði til allra Norðurlandanna
sýndi ekki hærra hlutfall vinnuslysa meðal íslenskra ungmenna
en hærra hlutfall alvarlegra slysa. Niðurstöðurnar um aldurs og
kynjamuninn hníga í sömu átt og erlendar rannsóknarniðurstöður
en vert er þó að benda á að samkvæmt þeim eru bæði aldur og kyn
víkjandi þættir í vinnuslysaáhættu ungmenna. Það eru fyrst og
fremst þættir tengdir vinnustaðnum sem spá fyrir um áhættuna.10
Þar sem ekki var spurt um vinnuaðstæður í þessari rannsókn er
ekki hægt að leggja mat á það hér.
Samkvæmt Hagstofu Íslands bjuggu 23.542 einstaklingar á
aldrinum 1317 ára hérlendis í lok árs 2007.27 Séu niðurstöður rann
sóknarinnar heimfærðar uppá þjóðina má því gera ráð fyrir að um
3300 þessara einstaklinga hafi orðið fyrir vinnuslysi það ár. Sama
ár voru 602 vinnuslys 1519 ára einstaklinga skráð í Slysaskrá Ís
lands22 og 90 slys einstaklinga 18 ára og yngri í Vinnuslysaskrá.21
Með öðrum orðum bendir rannsóknin til þess að mörg minnihátt
ar vinnuslys ungmenna séu ekki skráð í opinberar skrár. Niður
stöðurnar sýna að eitthvað sem er í vegi fyrir hinum unga starf
manni, beitt áhald, heitt áhald eða vökvi og fall þungs hlutar eru
algengustu slysavaldarnir og valda meira en fjórum af hverjum
tíu slysanna. Skurður, tognun og brunasár valda hins vegar oftast
fjarveru. Það eru þó ekki þessir áverkar sem leiða til lengstrar fjar
veru frá vinnu heldur eru það bakáverkar og beinbrot. Það sem
helst veldur svo alvarlegum áverkum er að ungi starfsmaðurinn
lyftir eða ber þungan hlut, þungur hlutur fellur á hann eða að
hann rennur á sleipu undirlagi. Bakáverkar og beinbrot eru ekki
eingöngu alvarlegir áverkar í þeim skilingi að þeir valdi langri
fjarveru frá vinnu heldur er einnig hætta á að slíkir áverkar valdi
ungum starfsmönnum varanlegu heilsutjóni.28
Rannsóknin vekur upp spurningar um hvort fyrirbyggjandi
aðgerðum og öryggisþjálfun ungmenna á vinnustað sé ábótavant.
Samkvæmt vinnuverndarlögum ber atvinnurekendum skylda til
að sjá til þess að allir starfsmenn fái nauðsynlega öryggisþjálfun
(14. gr.). Ekki var spurt um öryggisþjálfun í þessari rannsókn.
Rannsóknir frá Bandaríkjum sýna að þrátt fyrir að nokkur hluti
þarlendra ungmenna fái öryggisþjálfun sé hún oft ófullnægj
andi.15,29 Þjálfunin beinist ekki að þeim þáttum sem helst ógna
öryggi þeirra,15,29 ekki er tekið tillit til þess að líkamlegur og and
legur þroski ungmenna er ekki sá sami og fullorðinna og ekki
eru notaðar þjálfunaraðferðir sem henta ungmennum.16 Vert er
að vekja athygli á að fyrirbyggjandi aðgerðir gegn vinnuslysum
geta náð út fyrir vinnustaðinn. Í nýlegri norrrænni skýrslu um
vinnuöryggi ungmenna er því haldið fram að skólakerfið hafi í því
samhengi mikilvægu hlutverki að gegna og bent er á að evrópskar
vinnueftirlitsstofnanir hafi sett mikið af kennsluefni og upplýs
ingum á netið.30 Það á einnig við um íslenska Vinnueftirlitið, en
talsvert magn upplýsinga um vinnuvernd barna og ungmenna er
að finna á heimasíðu þess. Fleira en fyrirbyggjandi aðgerðir innan
og utan vinnustaðarins gæti þó þurft að koma til, eigi að tryggja
vinnuöryggi barna og ungmenna. Erlendar rannsóknir sýna að
ungt starfsfólk telur stöðu sína oft veika og að það hindri þau í að
koma áhyggjum sínum og vitneskju um slysahættur og slæmar
vinnaðstæður á framfæri við yfirmenn.1720 Íslensk ungmenni telja
einnig að staða þeirra á vinnumarkaði sé veik.1 Auk þess að skoða
öryggisþjálfun, þurfa framtíðarrannsóknir því að beinast að því
hvort staða þeirra á vinnumarkaði ógni í reynd öryggi þeirra og ef
svo er, hvernig hægt væri að bæta þar úr.
Rannsókn þessi hefur þær takmarkanir að lágt svarhlutfall
dregur úr alhæfingargildi niðurstaðnanna. Þá verður að taka
niðurstöðurnar um slysavalda og um tegund áverka með þeim
fyrirvara að þær voru unnar upp úr opinni spurningu og að óljós
svör voru gefin um annan hvorn þáttinn í um og yfir fimmtungi
tilfella. Einnig var spurt aftur í tímann og minni svarenda gæti
því í einhverjum tilfellum hafa brugðist. Vert er að benda á að
rannsóknin var gerð þegar mikil þensla var í íslensku efnahagslífi
og aðgengi ungmenna að vinnu var gott. Það auðveldaði þeim að
skipta um vinnu, til dæmis ef þeim fannst aðbúnaður slæmur.1 Það
er hins vegar óljóst hvort staða barna og ungmenna í atvinnulífinu
hafi eflst eða veikst í kjölfar efnahagsþrenginganna 2008. Því er
brýnt að endurtaka þessa rannsókn og gera frekari rannsóknir á
vinnuslysum aldurshópsins.
R a n n S Ó k n
Tafla V. Algengasti og næstalgengasti slysavaldur slysaáverka.
Tegund
áverka
Algengasti
slysavaldurinn
n (%) Næst algengasti
slysavaldurinn
n (%)
Skurður Beitt áhald 18 (44) Annað 6 (15)
Tognun Venjuleg
líkamshreyfing
7 (37) Féll eða hoppaði
niður af einhverju
5 (26)
Brunasár Heitt áhald/vökvi 15 (100) - -
Bakáverki Lyfti eða bar
þungan hlut
5 (39) Hálka/sleipt gólf 3 (23)
Mar og/eða
bólga
Eitthvað sem
klemmir
4 (33) Nokkrir slysavaldar -
Beinbrot Fall þungs hlutar 2 (25) Annað 2 (25)
Annar áverki Annað 6 (55) Eitthvað í veginum 3 (27)
Svar óljóst Slysavaldur óljós 11 (28) Eitthvað í veginum 11 (28)