Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.2014, Qupperneq 26

Læknablaðið - 01.11.2014, Qupperneq 26
594 LÆKNAblaðið 2014/100 brjóstholsskurðdeild. Þar voru honum gefnir bólgueyðandi sterar (prednisólon, 25 mg á dag) og azithromycin í töfluformi. Lungnaskolun var framkvæmd á skurðstofu í hefðbundinni svæfingu. Ákveðið var að skola vinstra lungað fyrst, enda íferðir mestar þar. Sjúklingur var barkaþræddur með tvöfaldri bark­ arennu (double-lumen endotracheal tube) og lá endinn út í vinstri höfuðberkju. Lega berkjurennunnar var staðfest með lungna­ hlustun og berkjuspeglun. Sjúklingnum var síðan komið fyrir í 90 gráðu hliðarlegu með vinstri hlið upp og loftflæði til vinstra lunga stöðvað (mynd 3). Hægra lungað var síðan blásið í 15 mínútur með 100% súrefni. Hækkað var undir höfði sjúklings og 1 l af 37°C heitu saltvatni (0,9%) látið renna inn í vinstra lunga. Eftir innhellinguna bankaði sjúkraþjálfari vinstri brjóstkassa í um 5 mínútur og var skurðarborði vaggað svo skolvöki dreifðist um lungað. Til að tæma vökvann úr lunganu var höfuð sjúklings lækkað og vökvanum safnað í sýnaglös. Þetta ferli var endurtekið 15 sinnum á vinstra lunga með samtals 15 l af saltvatni. Í fyrstu var skolvökvinn mjög gruggugu en lýstist þegar á leið (mynd 4). Eftir skolunina var gerð berkjuspeglun og þannig reynt að ná öllum vökva úr lunganu. Sjúklingurinn var vakinn á skurðstofu og fluttur á gjörgæsludeild þar sem hann dvaldi í sólarhring til eftirlits. Súrefnismettun fyrir skolun var 95% á 100% súrefni til hægra lunga og héldust bæði blóðþrýstingur og önnur lífsmörk stöðug. Klukkutíma eftir skolun mældist súrefnismettun á gjörgæslu 100% með 15 l af súrefni í maska og var öndunartíðni þá 40/mín. Fjórum dögum síðar var sjúklingurinn færður aftur á skurð­ stofu og svæfður með hægri hlið upp. Súrefnismettun mældist þá 95% á 5 l af súrefni. Eftir að hægra lunga hafði verið skolað með 5 l af saltvatni varð að hætta skoluninni þar sem skolvökvinn skilaði sér ekki nógu vel til baka úr lunganu. Var ástæðan talin vera leki á saltvatni út í vinstra lunga meðfram belg á berkjurennunni. Hann var því færður sofandi á gjörgæsludeild í öndunarvél en jafnaði sig fljótt. Skolunin var síðan endurtekin 8 dögum síðar á sambæri­ legan hátt. Súrefnismettun fyrir þá skolun mældist 95% á 100% af súrefni. Hægra lungað var skolað með samtals 18 l af saltvatni, 1 l í senn og brjóstholsbanki beitt á milli skolana. Skolunin gekk að óskum og sjúklingurinn var vakinn á skurðstofu. Tveimur dögum síðar útskrifaðist hann heim til sín við góða líðan. Röntgenmynd af lungum sem tekin var við útskrift sýndi minni íferðir (mynd 5) og mældist súrefnismettun 90% án súrefnis og öndunartíðni 14/mín. Við eftirlit mánuði síðar mældist súrefnismettun 95% án við­ bótarsúrefnis og öndunarmælingar sýndu miðlungs herpu, með FEV1 2,45 L og FEV1/FVC hlutfall sem er 73% af spáðu gildi. Næst­ um tveimur árum frá greiningu fann sjúklingur enn fyrir mæði við áreynslu en er einkennalaus í hvíld. Öndunarmælingar voru áfram batnandi og mældust innan eðlilegra marka, með FEV1/ FVC hlutfall 91% af spáðu. Einnig sáust minni þéttingar á röntgen­ myndum af lungum enda þótt vægar íferðir væru enn til staðar (mynd 5). Mynd 2. Smásjárskoðun á vefjasýni sem tekið var með berkjuspeglun. 40x stækkun HE litun. Lungnavefur með bleiku, fínkornóttu efni í holrúmum lungnablaðra en í tengslum við efnið er hópur átfruma. Mynd 3. Lungnaskolun. Skolvökvi er hengdur upp og látinn renna í gegnum hitara. Lás er settur milli vökva og hitara svo unnt sé að stjórna flæði og magni sem fer inn í lungað. Aðeins eitt lunga sér um loftskipti og er tengt við öndunarvél á meðan hitt lungað er skolað. Lás er á milli affallsrásar og vökvasafnara til að geta tímasett tæmingu skolvökva úr lunga. Myndin er eftir Felix Valsson, breytt og staðfærð úr heimild nr. 5. S J Ú k R a T i l F E l l i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.