Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 32
600 LÆKNAblaðið 2014/100 S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R Árið 1996 fékk ég símtal frá kollegum við Kaupmannahafn­ arháskóla sem höfðu áhuga á því að rannsaka súrefnisefnaskipti sjónhimnu augans og áhrif tiltekins glákulyfs. Við Þór Eysteinsson lífeðlisfræðingur skelltum okkur til Kaupmannahafnar með súr­ efnismælana okkar í ferðatösku og byrjuðum að mæla súrefni í dönskum svínum.16 Aðstaðan til dýrarannsókna við Kaupmannahafnarháskóla var frábær, miklu betri en við höfðum á Íslandi og jafnvel betri heldur en bauðst í Bandaríkjunum. Verkefnið var gríðarlega skemmtilegt og árangursríkt.17 Að minnsta kosti þrír doktorsnemar útskrifuðust frá Kaup­ mannahafnarháskóla út á þetta verkefni og við gerðum mjög áhugaverðar uppgötvanir um lífeðlisfræði augans.18,19 Við gerðum okkur þó ljóst að rannsóknir á svínum og eldri rannsóknir mínar á köttum og öpum dugðu ekki til að skilja sjúk­ dóma í mönnum. Við sáum þörf á því að þróa tækjabúnað til þess að geta gert súrefnismælingar í augum manna en engin slík tæki voru til á þessum tíma. Súrefnismælir fyrir mannsauga Það var um þetta leyti að Bandaríska geimferðastofnunin NASA ákvað að halda málþing í þeim tilgangi að nýta tækni, sem NASA hafði þróað til augnlækninga og augnrannsókna. Ég var svo hepp­ inn að vera boðið á þetta málþing. Einn af fyrirlesurum NASA fjallaði um fjarkönnun á jörðinni úr gervihnöttum og skýrði vandlega út hvernig myndgreining og litrófsgreining var notuð til að greina ýmis smáatriði sem sáust á yfirborði jarðar úr gervi­ hnöttum NASA. Ég sá það í hendi mér að þessi tækni gæti nýst til að greina smáatriði í augnbotni manna, enda þótt stærðarhlut­ föllin væru misjöfn. Sérstaklega átti þetta við litrófsgreiningu á myndum, hvort sem væru gervihnattamyndir af yfirborði jarðar eða af augnbotni. Þegar heim var komið spurðist ég fyrir hvort einhver við Há­ skóla Íslands væri sérfræðingur á þessu sviði og var bent á dr. Jón Atla Benediktsson prófessor í verkfræðideild. Ég setti mig í sam­ band við Jón Atla og hann tók mér vel og við gengum til samstarfs við það að þróa súrefnismæla fyrir augun20 (mynd 7). Ég hafði samband við dr. James Beach verkfræðing í Banda­ ríkjunum en hann hafði unnið með James Tiedemann, gömlum samstarfsmanni mínum og vini frá Duke háskólanum við það að reyna að þróa súrefnismæla fyrir augun. Jim gekk til samstarfs við okkur og nokkrum árum síðar flutti hann til Íslands og var í þrjú ár kennari í lífverkfræði við verkfræðideild Háskólans. Við fengum drjúgan stuðning frá Tækniþróunarsjóði og fleiri aðilum. Þetta gekk skref af skrefi og um miðjan síðasta áratug stofnuðu við fyrirtækið Oxymap í samstarfi við tvo öfluga unga verkfræð­ inga sem eru enn þann dag í dag kjarninn í Oxymap, Gísli Hreinn Halldórsson og Róbert Arnar Karlsson. Hlutafélagið var í eigu stofnenda og lykilstarfsmanna auk þess sem Landspítalinn og Há­ skóli Íslands áttu nokkurn hlut líka í samræmi við þá aðstöðu sem þær stofnanir höfðu látið í té. Við höfum haft þessa reglu á með öll sprotafyrirtæki sem við höfum stofnað. Á því góða ári 2008 gengu fjárfestar til liðs við Oxymap undir forystu Árna Þórs Árnasonar, sem nú er framkvæmdastjóri Ox­ ymap, ásamt hópi fjárfesta og var Nýsköpunarsjóður þar á meðal. Oxymap framleiðir og selur súrefnismæla fyrir augnbotna og hefur vaxið ár frá ári og hefur nú selt súrefnismæla til fjögurra heimsálfa. Á sama tíma höfum við haldið áfram öflugum rannsóknum á þessu sviði. Sveinn Hákon Harðarson21,22 varði doktorsritgerð um súrefnismælingar í augum í þessum sal í fyrra, Sindri Traustason í Kaupmannahöfn23 og þrjár doktorsritgerðir til viðbótar eru í farvatninu,24,25 auk þess sem Jóna Valgerður Kristjánsdóttir lauk meistaragráðu í fyrra við HÍ26 og Ólöf Birna Ólafsdóttir í hitteð­ fyrra.27 Sykursýki og upplýsingatækni Þriðja fyrirtækið í þessum geira er dálítið öðruvísi en hin. Það vex að vísu út frá þessum meginstofni augnsjúkdóms í sykursýki, en með fremur óhefðbundnum hætti. Íslendingar hafa lengi verið í Mynd 4. Ýmsar aðferðir eru notaðar til að sprauta lyfjum eða setja lyfjahylki inn í auga. Algengast er að sprauta lyfjum beint inn í glerhlaup augans, en einnig er lyfjum sprautað undir slímhúð augans utan á augnknettinum. Loks er lyfjahylkjum komið fyrir inni í auganu og gefa þau frá sér lyf smám saman. Mynd: Árni Collett. Mynd 6. Myndin sýnir flutning á sameindum, svo sem súrefni O2 og vascular endothelial growth factor, VEGF, í eðlilegu auga (ofar) og auga eftir gler- hlaupsaðgerð (neðar).15 Aukinn flutningur súr- efnis eftir glerhlaupsaðgerð veldur skýmyndun á auga- steini. Aukinn flutningur á súrefni og VEGF eftir glerhlaupsaðgerð eða nátt- úrulegt glerhlaupslos dregur úr nýæðamyndun og sjónhimnubjúg í sykursýki og augnbotnahrörnun. Mynd: Árni Collett.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.